Lífið

Laun hennar námu tíu prósentum af launum karlsins sem lék á móti henni

Birgir Olgeirsson skrifar
Amanda Seyfried.
Amanda Seyfried. Vísir/Getty
Amanda Seyfried hefur bæst í hóp þeirra leikkvenna sem hafa bent á launamisrétti í stéttinni. Í viðtali við The Sunday Times sagði hún laun sín fyrir eina mynd hafa numið 10 prósentum af launum karlsins sem lék á móti henni. Hún neitaði að gefa upp hvaða mynd það var en lagði fram kenningu um mögulegar ástæður þess að hún fékk minna borgað.

„Ég held að margir haldi að ég taki minnsta boði af því ég tek lífinu svo létt. Þetta snýst þó ekki um hve mikið maður fær, heldur að það sé sanngjarnt,“ sagði Seyfried.

Tölvuárásin á fyrirtækið Sony í fyrra leiddi í ljós launamun kynjanna. Láku tölvuhakkararnir tölvupóstsamskiptum stjórnenda fyrirtækisins og kom þar til að mynda í ljós að Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence fékk minna borgað fyrir leik sinn í myndinni American Hustle en karlarnir sem léku á móti henni.

Lekinn á tölvupóstunum varð til að mynda til þess að Charlize Theron náði yfirhöndinni í samningaviðræðum vegan framhaldsmyndarinnar The Huntsman. Vegna lekans komst Theron að því hve mikið átti að borga Chris Hemsworth fyrir að leika í myndinni og fór svo að hún fékk sömu upphæð sem er sögð um 10 milljónir dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×