Lífið

Sjáðu Thom Yorke flytja High and Dry sex árum áður en það kom út með Radiohead

Birgir Olgeirsson skrifar
Thom Yorke með sveitinni Headless Chickens en myndbandið er talið vera frá árinu 1989.
Thom Yorke með sveitinni Headless Chickens en myndbandið er talið vera frá árinu 1989. Vísir/Youtube
Nú er komið fram myndband af Thom Yorke flytja lagið High and Dry um sex árum áður en lagið leit dagsins ljós á plötunni The Bends með Radiohead árið 1995.

Yorke var í bandinu Headless Chickens á meðan hann sótti nám við Exeter-háskólann á Englandi og sést hann flytja lagið með hljómsveitinni í meðfylgjandi myndbandi sem er talið vera frá árinu 1989 og kom fyrst fram á Reddit-vefnum.

Á meðan Yorke var í bandinu Headless Chickens var fyrri sveit hans, On A Friday, í nokkurs konar pásu. Eftir að Yorke hafði lokið námi við skólann tók On A Friday aftur til starfa og varð að lokum að bandinu sem allir þekkja, Radiohead.

Við brotthvarf Yorkes ákváðu meðlimir sveitarinnar að segja skilið við melódíska pönkið og stofna hina techno-skotnu sveit Flickernoise sem síðar breytti nafni sínu í Lunatic Calm árið 1996.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×