Vill fleiri ferðamenn um vetur: Hálf milljón heimsækja Vík í ár en rými til aukningar Bjarki Ármannsson skrifar 14. júlí 2015 10:48 Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segist hafa orðið var við greinilega aukningu ferðamanna í Mýrdalnum í sumar. Myndir/Þórir Kjartansson Vík í Mýrdal heimsækja orðið yfir hálf milljón ferðamanna á ári hverju en þar á bæ telja menn sig þó enn geta tekið við fleirum. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segist hafa orðið var við greinilega aukningu ferðamanna í sumar. „Þrátt fyrir þessa aukningu búum við svo vel að geta að tekið á móti henni,“ segir Eiríkur. „Gistirýmum hefur verið að fjölga og getum við nú tekið á móti vel yfir þúsund manns í gistingu hverja nótt. Um leið og gistirýmið eykst einnig traffíkin á veitingastöðum og þeim fjölgar sem kaupa afþreyingu, þannig að við kvörtum ekki.“ Aðeins 489 manns bjuggu í Mýrdalshreppi öllum við upphaf síðasta árs. Þrátt fyrir það segir Eiríkur þennan mikla fjölda ferðamanna ekki of mikinn og telur að rými sé til frekari fjölgunar ferðamanna. Hann segir engin alvarleg vandamál hafa komið upp í sumar vegna ferðamannaflaumsins.Sjá einnig: Of fáir ferðamenn á Íslandi „Við verðum auðvitað að halda vel á spöðunum til þess að halda okkar vinsælustu ferðamannastöðum við svo þeir drabbist ekki niður, en ég tel að við stöndum okkur vel í því,“ segir hann. „Að dreifa álaginu er líka eitthvað sem við hugsum markvisst að, sem og að auka við afþreyingu sem ferðamenn geta stundað sjálfir án þess að greiða fyrir. Til dæmis með merkingu gönguleiða, en í Mýrdalnum eru sjö stikaðar gönguleiðir sem haldið er við.“ Eiríkur segir töluverðar sveiflur í starfsmannaþörf fyrirtækja á svæðinu milli sumars og veturs. Á sumrin þurfi fyrirtækin að leita út fyrir svæðið til þess að hafa nægilega marga í vinnu. „Ég vona sérstaklega að fleiri muni leggja leið sína til Víkur að vetri til,“ segir hann. „Það myndi gera ferðaþjónustuna að heilsársatvinnugrein. Nú þegar er orðinn mikill fjöldi heilsársstarfa í ferðaþjónustunni á svæðinu og er það virkilega jákvæð þróun.“ Mikil náttúrufegurð er á svæðinu og segir Eiríkur gott aðgengi að náttúruperlum á borð við Sólheimajökul, Dyrhólaey og Reynisfjöru helstu ástæðuna fyrir vinsældum Mýrdalsins meðal ferðamanna.Sjá einnig: Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru „Ekki þarf sérútbúna bíla, nema auðvitað til jöklaferða,“ bendir hann á. „Einnig er lundinn afskaplega vinsæll og ekki má gleyma því hve vel við erum búin af staðbundnum mat. Allir veitingastaðir svæðisins bjóða upp á staðbundinn mat ásamt öðru.“Vísir mun í sumar fjalla um ferðamennsku á Íslandi og taka púlsinn á helstu ferðamannastöðum. Allar ábendingar og fréttaskot er snerta ferðamennsku á Íslandi með einum eða öðrum hætti eru vel þegnar á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Vík í Mýrdal heimsækja orðið yfir hálf milljón ferðamanna á ári hverju en þar á bæ telja menn sig þó enn geta tekið við fleirum. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segist hafa orðið var við greinilega aukningu ferðamanna í sumar. „Þrátt fyrir þessa aukningu búum við svo vel að geta að tekið á móti henni,“ segir Eiríkur. „Gistirýmum hefur verið að fjölga og getum við nú tekið á móti vel yfir þúsund manns í gistingu hverja nótt. Um leið og gistirýmið eykst einnig traffíkin á veitingastöðum og þeim fjölgar sem kaupa afþreyingu, þannig að við kvörtum ekki.“ Aðeins 489 manns bjuggu í Mýrdalshreppi öllum við upphaf síðasta árs. Þrátt fyrir það segir Eiríkur þennan mikla fjölda ferðamanna ekki of mikinn og telur að rými sé til frekari fjölgunar ferðamanna. Hann segir engin alvarleg vandamál hafa komið upp í sumar vegna ferðamannaflaumsins.Sjá einnig: Of fáir ferðamenn á Íslandi „Við verðum auðvitað að halda vel á spöðunum til þess að halda okkar vinsælustu ferðamannastöðum við svo þeir drabbist ekki niður, en ég tel að við stöndum okkur vel í því,“ segir hann. „Að dreifa álaginu er líka eitthvað sem við hugsum markvisst að, sem og að auka við afþreyingu sem ferðamenn geta stundað sjálfir án þess að greiða fyrir. Til dæmis með merkingu gönguleiða, en í Mýrdalnum eru sjö stikaðar gönguleiðir sem haldið er við.“ Eiríkur segir töluverðar sveiflur í starfsmannaþörf fyrirtækja á svæðinu milli sumars og veturs. Á sumrin þurfi fyrirtækin að leita út fyrir svæðið til þess að hafa nægilega marga í vinnu. „Ég vona sérstaklega að fleiri muni leggja leið sína til Víkur að vetri til,“ segir hann. „Það myndi gera ferðaþjónustuna að heilsársatvinnugrein. Nú þegar er orðinn mikill fjöldi heilsársstarfa í ferðaþjónustunni á svæðinu og er það virkilega jákvæð þróun.“ Mikil náttúrufegurð er á svæðinu og segir Eiríkur gott aðgengi að náttúruperlum á borð við Sólheimajökul, Dyrhólaey og Reynisfjöru helstu ástæðuna fyrir vinsældum Mýrdalsins meðal ferðamanna.Sjá einnig: Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru „Ekki þarf sérútbúna bíla, nema auðvitað til jöklaferða,“ bendir hann á. „Einnig er lundinn afskaplega vinsæll og ekki má gleyma því hve vel við erum búin af staðbundnum mat. Allir veitingastaðir svæðisins bjóða upp á staðbundinn mat ásamt öðru.“Vísir mun í sumar fjalla um ferðamennsku á Íslandi og taka púlsinn á helstu ferðamannastöðum. Allar ábendingar og fréttaskot er snerta ferðamennsku á Íslandi með einum eða öðrum hætti eru vel þegnar á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira