Lífið

Stofnandi Lebowski-hátíðarinnar handtekinn fyrir að reykja gras

Birgir Olgeirsson skrifar
Wiliams Russel.
Wiliams Russel.
Stofnandi Lebowski-hátíðarinnar var handtekinn í Louisville í Bandaríkjunum síðastliðið laugardagskvöld fyrir að reykja kannabisefni fyrir utan keiluhöll. Lebowski-hátíðin heiðrar Jeffrey „The Dude“ Lebowski, aðalsöguhetju myndarinnar The Big Lebowski, úr smiðju Coen-bræðranna sem kom út árið 1998.

Stofnandi hátíðarinnar er hinn 39 ára gamli Wiliams Russel sem var handtekinn ásamt félaga sínum á bílastæði fyrir utan keiluhöll síðastliðið laugardagskvöld fyrir að reykja kannabisefni. Lögreglan segir Russell hafa verið ógnandi í hegðun þegar lögreglumenn mættu á vettvang en eftir að hann var handtekinn baðst hann afsökunar á villimannslegri hegðun sinni.  

Hann var ákærður fyrir vörslu kannabisefna, fyrir að streitast á móti handtöku og ógnandi hegðun.

Russell sagði hins vegar á Facebook-síðu sinni að hann hafi orðið fyrir ofbeldi af hálfu lögreglumannanna.

I dreamed that whomever was waiting to pick me up after jail was my friend. I looked all around and all there was was...

Posted by Will Russell on Monday, July 13, 2015
Aðdáendur myndarinnar hafa hins vegar bent á að þetta atvik á bílastæðinu hefði ekki farið mun verr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×