Gunnar Nelson er kominn upp í 11. sætið á styrkleika UFC í veltivigt.
Gunnar vann góðan sigur á Brandon Thatch í UFC 189 á laugardaginn og sá sigur skilar honum upp um fjögur sæti á styrkleikalistanum.
Félagi Gunnars, Írinn litríki Conor McGregor, er kominn í efsta sætið á styrkleikalistanum í fjaðurvigt en hann bar sigurorð af Chad Mendes í UFC 189 á laugardaginn.
