Erlent

Forseti Nígeríu helmingar eigin laun

Atli Ísleifsson skrifar
Muhammadu Buhari tók við forsetaembættinu í Nígeríu í lok maí síðastliðinn.
Muhammadu Buhari tók við forsetaembættinu í Nígeríu í lok maí síðastliðinn. Vísir/AFP
Muhammadu Buhari, nýkjörinn forseti Nígeríu, hefur ákveðið að helminga forsetalaun landsins.

Landið glímir nú við mikla efnahagslega erfiðleika og er háð tekjum frá olíuframleiðslu landsins, en lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu hefur komið hart niður á efnahag þess.

Buhari tók við embætti forseta í lok maí síðastliðinn. Í aðdraganda forsetakosninga hét hann því að berjast ekki einungis gegn hryðjuverkasamtökunum Boko Haram, en einnig útbreiddri spillingu í landinu.

Buhari er þekktur fyrir fábrotinn lífsstíl og vill nú einnig draga úr útgjöldum innan hins opinbera. Liður í því er að helminga forsetalaun sín, en eftir breytingu munu árslaun hans nema um tíu milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×