Rickie Fowler virkar í góðu formi fyrir opna breska 12. júlí 2015 21:45 Rickie Fowler virkar í góðu formi fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í vikunni. vísir/getty Bandaríkjamaðurinn Rickie Fowler fagnaði sigri á Opna skoska meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Margir sterkir kylfingar tóku þátt í mótinu og nýttu það sem undirbúning fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í vikunni. Fowler var tveimur höggum á eftir Matt Kuchar þegar hann átti fjórar holur eftir en hann fékk fugl á þremur af síðustu fjórum holum vallarins og náði að skjótast fram úr Kuchar. Þessi endasprettur hjá Fowler minnti óneitanlega á það þegar hann tryggði sér sigur á Players Championship mótinu í maí, þar sem hann lék síðustu sex holurnar á sex höggum undir pari. "Þetta var mjög sérstakt. Mér leið vel og þetta er búin að vera frábær vika. Ég mun fá smá tíma í kvöld til að átta mig á þessu og gíra mig svo aftur upp í vikunni. Þetta var stór sigur fyrir mig. Mér hafði ekki gengið alveg sem skildi síðan ég vann Players, þannig að það var gott að komast aftur á sigurbraut. Ég þurfti að kafa djúpt eftir þessu. Ég var svekktur með að missa högg á 14. holu en ég vissi að ég ætti von á einhverjum fuglum. Ég var búinn að spila vel á síðustu fjórum holunum alla vikuna og sem betur fer kostaði 14. holan mig ekki miklu," sagði Fowler eftir sigurinn. Fowler endaði í eina af fimm efstu sætunum í öllum fjórum risamótunum í fyrra. "Það er eitt og annað sem þarf að laga fyrir komandi viku en ég hlakka til að spila aftur á St. Andrews, heimavelli golfsins," bætti Fowler við. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Rickie Fowler fagnaði sigri á Opna skoska meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Margir sterkir kylfingar tóku þátt í mótinu og nýttu það sem undirbúning fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í vikunni. Fowler var tveimur höggum á eftir Matt Kuchar þegar hann átti fjórar holur eftir en hann fékk fugl á þremur af síðustu fjórum holum vallarins og náði að skjótast fram úr Kuchar. Þessi endasprettur hjá Fowler minnti óneitanlega á það þegar hann tryggði sér sigur á Players Championship mótinu í maí, þar sem hann lék síðustu sex holurnar á sex höggum undir pari. "Þetta var mjög sérstakt. Mér leið vel og þetta er búin að vera frábær vika. Ég mun fá smá tíma í kvöld til að átta mig á þessu og gíra mig svo aftur upp í vikunni. Þetta var stór sigur fyrir mig. Mér hafði ekki gengið alveg sem skildi síðan ég vann Players, þannig að það var gott að komast aftur á sigurbraut. Ég þurfti að kafa djúpt eftir þessu. Ég var svekktur með að missa högg á 14. holu en ég vissi að ég ætti von á einhverjum fuglum. Ég var búinn að spila vel á síðustu fjórum holunum alla vikuna og sem betur fer kostaði 14. holan mig ekki miklu," sagði Fowler eftir sigurinn. Fowler endaði í eina af fimm efstu sætunum í öllum fjórum risamótunum í fyrra. "Það er eitt og annað sem þarf að laga fyrir komandi viku en ég hlakka til að spila aftur á St. Andrews, heimavelli golfsins," bætti Fowler við.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira