Grænlendingar rífa blokkirnar Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júlí 2015 19:10 Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt dæmi um þetta frá bænum Qaqortoq og rætt við Eddu Lybert, ferðamálafulltrúa á Suður-Grænlandi. Bærinn Qaqortoq liggur álíka sunnarlega og Osló og er sá stærsti á Suður-Grænlandi, með um 3.200 íbúa. Þarna er ágæt höfn og þaðan stundaðar fiskveiðar en aðallega er Qaqortoq þó þjónustu- og skólabær, með menntaskóla, verslunarskóla og lýðháskóla. En nú er að verða athyglisverð breyting á bæjarmyndinni. Það er byrjað að rífa niður blokkirnar, sem verið hafa helsta einkennistákn stærstu bæja Grænlands.Margir Grænlendingar líta á blokkirnar sem tákn niðurlægingar.vísir/friðrik þór halldórssonEdda Björnsdóttir Lybert tengdist fyrst Grænlandi fyrir þrjátíu árum og starfar nú sem ferðamálafulltrúi í Qaqortoq. Hún segir okkur að fyrstu blokkirnar hafi verið reistar á árunum upp úr 1960. Stefnan hafi verið sú að breyta grænlenska samfélaginu úr veiðimannasamfélagi í nútímaþjóðfélag. Fyrir Grænlendinga hafi það verið skuggalegur tími. Margir Grænlendingar líta á blokkirnar sem tákn niðurlægingar. Fólkið var flutt úr litlum þorpum og komið fyrir í blokkunum. Þar gátu grænlensku veiðimennirnir ekki lengur þurrkað sel. Þeim var kippt út úr sinni vetrar- og veiðitilveru, segir Edda.„Það er bara verið að brjóta gömlu einokunaröflin til baka og rífa þetta niður," segir Edda.vísir/friðrik þór halldórssonEn nú hafa Grænlendingar tekið málin í eigin hendur. Fyrir þremur árum var byrjað rífa stærstu blokkina í höfuðstaðnum Nuuk, í samstarfi landsstjórnarnnar og bæjaryfirvalda, og nú er verið að rífa tvær elstu blokkirnar í Qaqortoq. Í staðinn rísa raðhús og minni fjölbýlishús, meðal annars á vegum búsetusamvinnufélaga, segir Edda. Í stað þess að búa í bæjarblokkum fái íbúarnir kaupleigusamninga og verði því eigendur. Það verði því betur hugsað um húsnæðið. Niðurrif blokkanna er því raun eitt af táknum sjálfstæðisvæðingar Grænlendinga. „Það er bara verið að brjóta gömlu einokunaröflin til baka og rífa þetta niður,“ segir Edda. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira
Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt dæmi um þetta frá bænum Qaqortoq og rætt við Eddu Lybert, ferðamálafulltrúa á Suður-Grænlandi. Bærinn Qaqortoq liggur álíka sunnarlega og Osló og er sá stærsti á Suður-Grænlandi, með um 3.200 íbúa. Þarna er ágæt höfn og þaðan stundaðar fiskveiðar en aðallega er Qaqortoq þó þjónustu- og skólabær, með menntaskóla, verslunarskóla og lýðháskóla. En nú er að verða athyglisverð breyting á bæjarmyndinni. Það er byrjað að rífa niður blokkirnar, sem verið hafa helsta einkennistákn stærstu bæja Grænlands.Margir Grænlendingar líta á blokkirnar sem tákn niðurlægingar.vísir/friðrik þór halldórssonEdda Björnsdóttir Lybert tengdist fyrst Grænlandi fyrir þrjátíu árum og starfar nú sem ferðamálafulltrúi í Qaqortoq. Hún segir okkur að fyrstu blokkirnar hafi verið reistar á árunum upp úr 1960. Stefnan hafi verið sú að breyta grænlenska samfélaginu úr veiðimannasamfélagi í nútímaþjóðfélag. Fyrir Grænlendinga hafi það verið skuggalegur tími. Margir Grænlendingar líta á blokkirnar sem tákn niðurlægingar. Fólkið var flutt úr litlum þorpum og komið fyrir í blokkunum. Þar gátu grænlensku veiðimennirnir ekki lengur þurrkað sel. Þeim var kippt út úr sinni vetrar- og veiðitilveru, segir Edda.„Það er bara verið að brjóta gömlu einokunaröflin til baka og rífa þetta niður," segir Edda.vísir/friðrik þór halldórssonEn nú hafa Grænlendingar tekið málin í eigin hendur. Fyrir þremur árum var byrjað rífa stærstu blokkina í höfuðstaðnum Nuuk, í samstarfi landsstjórnarnnar og bæjaryfirvalda, og nú er verið að rífa tvær elstu blokkirnar í Qaqortoq. Í staðinn rísa raðhús og minni fjölbýlishús, meðal annars á vegum búsetusamvinnufélaga, segir Edda. Í stað þess að búa í bæjarblokkum fái íbúarnir kaupleigusamninga og verði því eigendur. Það verði því betur hugsað um húsnæðið. Niðurrif blokkanna er því raun eitt af táknum sjálfstæðisvæðingar Grænlendinga. „Það er bara verið að brjóta gömlu einokunaröflin til baka og rífa þetta niður,“ segir Edda.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira