Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 11. júlí 2015 18:22 Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum, ekki bara á opinberum friðlýstum svæðum heldur líka stöðum í eigu einkaaðila. Þingvallanefnd ætlar taka upp bílastæðagjald í Þjóðgarðinum og er vonast til þess að gjaldið muni skila fjörutíu til fimmtíu milljónum króna á ári. Mikil uppbygging á sér stað á Þingvöllum til að bæta þjónustuna og það kostar peninga. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir að gera þurfi skýran greinarmun á aðgangsgjöldum og þjónustugjöldum. Ekki sé verið að rukka fyrir aðgang að náttúrunni heldur afnot af þjónustunni. Búið er að panta gjaldmæla sem verða settir upp á Hakinu, á Þingplani neðan Almannagjár, á gamla Vallhallarreitnum. Bílastæðagjaldið verður 500 krónur fyrir fólksbíla, 750 fyrir jeppa og fimmtán hundruð til þrjú þúsund krónur fyrir stærri bíla. Áfram verður rukkað fyrir salernisferðir og eins verður tekið gjald fyrir að kafa í Silfru. Þegar farið var að selja aðgang að salerninu 2011 brugðust margir við með því að fara bak við salernisbygginguna og gera þarfir sínar þar. Við því hefur verið brugðist með því að reisa vígalega girðingu. Ólafur Örn segir að búast megi við því að fleiri vilji taka upp þjónustugjöld í kjölfar þessarar ákvörðunar enda hafi Þingvellir ákveðið forystuhlutverk í þessum málum. Bæði forsætisráðuneytið og sjö manna þingmannanefnd komi að þessari ákvörðun. Hann segir þjónustugjöld mun jákvæðari þróun en aðgangsgjöld. Hafa verði þó í huga að það gildi sérlög um Þingvelli sem veiti skýra heimild fyrir slíkri gjaldtöku. Breyta þurfi lögum til að auðvelda fleirum að fara þessa leið. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rukka 500 krónur á bílinn á Þingvöllum "Það er búið að vinna lengi í þessu og vanda vel til verka með lagalegu hliðina,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður um nýtt bílastæðagjald sem Þingvallanefnd hefur ákveðið að taka upp á þremur bílastæðum. 11. júlí 2015 07:00 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum, ekki bara á opinberum friðlýstum svæðum heldur líka stöðum í eigu einkaaðila. Þingvallanefnd ætlar taka upp bílastæðagjald í Þjóðgarðinum og er vonast til þess að gjaldið muni skila fjörutíu til fimmtíu milljónum króna á ári. Mikil uppbygging á sér stað á Þingvöllum til að bæta þjónustuna og það kostar peninga. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir að gera þurfi skýran greinarmun á aðgangsgjöldum og þjónustugjöldum. Ekki sé verið að rukka fyrir aðgang að náttúrunni heldur afnot af þjónustunni. Búið er að panta gjaldmæla sem verða settir upp á Hakinu, á Þingplani neðan Almannagjár, á gamla Vallhallarreitnum. Bílastæðagjaldið verður 500 krónur fyrir fólksbíla, 750 fyrir jeppa og fimmtán hundruð til þrjú þúsund krónur fyrir stærri bíla. Áfram verður rukkað fyrir salernisferðir og eins verður tekið gjald fyrir að kafa í Silfru. Þegar farið var að selja aðgang að salerninu 2011 brugðust margir við með því að fara bak við salernisbygginguna og gera þarfir sínar þar. Við því hefur verið brugðist með því að reisa vígalega girðingu. Ólafur Örn segir að búast megi við því að fleiri vilji taka upp þjónustugjöld í kjölfar þessarar ákvörðunar enda hafi Þingvellir ákveðið forystuhlutverk í þessum málum. Bæði forsætisráðuneytið og sjö manna þingmannanefnd komi að þessari ákvörðun. Hann segir þjónustugjöld mun jákvæðari þróun en aðgangsgjöld. Hafa verði þó í huga að það gildi sérlög um Þingvelli sem veiti skýra heimild fyrir slíkri gjaldtöku. Breyta þurfi lögum til að auðvelda fleirum að fara þessa leið.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rukka 500 krónur á bílinn á Þingvöllum "Það er búið að vinna lengi í þessu og vanda vel til verka með lagalegu hliðina,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður um nýtt bílastæðagjald sem Þingvallanefnd hefur ákveðið að taka upp á þremur bílastæðum. 11. júlí 2015 07:00 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Rukka 500 krónur á bílinn á Þingvöllum "Það er búið að vinna lengi í þessu og vanda vel til verka með lagalegu hliðina,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður um nýtt bílastæðagjald sem Þingvallanefnd hefur ákveðið að taka upp á þremur bílastæðum. 11. júlí 2015 07:00