Erlent

Forsætisráðherrann flúði Srebrenica

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Yfir átta þúsund létu lífið í Bosníustríðinu.
Yfir átta þúsund létu lífið í Bosníustríðinu. vísir/epa
Forsætisráðherra Serbíu, Aleksandar Vucic, neyddist til að flýja minningarathöfn um fórnarlömbin í Srebrenica í dag. Viðstaddir eltu ráðherrann og gerðu að honum hróp og köll, ásamt því að kasta í hann steinum og öðru lauslegu. Vuvic fékk meðal annars flösku í andlitið og hefur innanríkisráðherra Serbíu líkt árásinni við morðtilræði. 

Þess er minnst í dag að tuttugu ár eru liðin frá því að serbneskar hersveitir myrtu um átta þúsund Bosníu-múslima í einu mesta þjóðarmorði Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar.  Þá voru líkamsleifar 136 einstaklinga færðar til greftrunar í bænum en alls er búið að bera kennsl á 6.241 fórnarlamb fjöldamorðanna. 

Stríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur formlega lýst yfir að um þjóðarmorð hafi verið að ræða, en fyrir skemmstu beittu Rússar neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna til að koma í veg fyrir að fjöldamorðin yrðu skilgreind sem þjóðarmorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×