Erlent

Flugvöllum lokað vegna eldgoss í Indónesíu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Lokun flugvalla setur ferðaáætlanir margra úr skorðum eins og sést á þessari mynd sem tekin var á Balí í dag.
Lokun flugvalla setur ferðaáætlanir margra úr skorðum eins og sést á þessari mynd sem tekin var á Balí í dag. Vísir/EPA
Eldfjallið Mount Raung í Indónesíu hefur valdið vandræðum í Balí og víðar en fjórum flugvöllum á svæðinu var lokað vegna eldgossins í dag. Mikil aska kemur frá fjallinu.

Eldgosið kemur á slæmum tíma þar sem ferðamannaiðnaður á svæðinu er nú í blóma vegna þess að senn gengur í garð trúarhátíð múslima Eid al-Fitr. Fjölmargir hafa skipulagt ferðalög en eru nú strandaglópar á flugvöllum vegna gossins. Ida Bagus Juliatnyana, talsmaður fyrir flugyfirvöld í landinu, segir ákvörðunina hafa verið tekna eftir að Veður- og loftslagsskrifstofa Indónesíu mælti með því.

„Við viljum gæta varúðar og leyfum því engin flug til eða frá Balí,“ sagði hún í samtali við CNN.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×