Lífið

Gísli Pálmi, Retro Stefson, Dikta og Úlfur Úlfur á Innipúkanum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Innipúkanum í Kvosinni.
Frá Innipúkanum í Kvosinni.
Retro Stefson, Gísli Pálmi, Dikta, Úlfur Úlfur, Vök, Tilbury, Sturla Atlas, Teitur Magnússon, Benny Crespo’s Gang, Introbeats, M-Band, Vaginaboys og FM Belfast (dj set) eiga eitt sameiginlegt. Hljómsveitirnar munu allar skemmta á tónlistarhátíðinni Innipúkanum í höfuðborginni um verslunarmannahelgina.

Ásgeir Guðmundsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir í tilkynningu að dagskrá Innipúkans hafi aldrei verið jafnglæsileg. Um sé að ræða þriggja daga tónlistarveislu sem fram fer innandyra þótt fjörið nái alla leið út á götu.

Aðal tónleikadagskráin fer fram í Kvosinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Þar verður boðið upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Auk þess verður boðið upp á götuhátíðarstemmningu í Naustinni, götunni fyrir framan staðina, yfir daginn. Leyfi hefur fengist frá Reykjavíkurborg til að loka götunni þar sem boðið verður upp á allskonar gúmmelaði og meira fjör.

 

Þegar hefur verið tilkynnt um tónleika Jakobs Frímanns Magnússonar og Abamadama sem munu sameinast á sviði á Innipúkanum. Auk þess munu Mammút, Maus, Sóley, Ylja, Sin Fang, Muck, Steed Lord, Samúel Jón Samúelsson Big Band og Babies koma fram. Þá snýr Sudden Weather Change aftur eftir nokkurra ára hlé.

Meðal listamanna sem komið hafa fram á Innipúkanum undanfarin ár má nefna: Of Monsters and Men, Hjálmar, Mugison, Lay Low, Hjaltalín, FM Belfast, Valdimar, Ólafur Arnalds, Retro Stefson, Ólöf Arnalds, Botnleðja, Mínus, Trabant, Megas, Raggi Bjarna, Ómar Ragnarsson, Gylfi Ægisson, Magga Stína og Þú og ég.

Armband á hátíðinna gildir alla helgina bæði á Húrra og Gaukinn.  Miðasla á hátíðina fer fram á Midi.is. Miðaverð á alla hátíðina er 6.990 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×