Alls hafa tólf starfsmenn deildarinnar, af 26, sagt upp störfum. Yfirlífeindafræðingur deildarinnar, Erla Sigvaldadóttir, telur deildina verða óstarfhæfa ef uppsagnirnar ganga eftir.

„Ég sendi stjórnendum bréf þar sem ég lýsti yfir áhyggjum með stöðu mála. Þetta er allt fagfólk sem getur auðveldlega fengið vinnu hérlendis eða erlendis og þarna myndi áratuga starfsreynsla tapast. Það tekur einnig langan tíma að þjálfa fólk upp og ekki sjálfgefið að fólk að utan vilji koma.“
Eins og áður segir óttast Erla að deildin verði óstarfhæf. „Sum sýni er ekki hægt að senda út þar sem þau eyðileggjast á leiðinni en önnur væri hægt að greina erlendis með tilheyrandi kostnaði. Einnig er fjöldi sýna sem þarf að greina eins fljótt og auðið er. Deildin heldur utan um faraldfræði alvarlegra sýkinga og ónæmra baktería, ekki aðeins á spítalanum heldur einnig á landsvísu.“