Erlent

Tsipras leitar stuðnings þingsins við niður­skurðar­til­lögum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ríkisstjórn Alexis Tsipras skilaði tillögunum til lánadrottna og fjármálaráðherra Evrusvæðisins í gær.
Ríkisstjórn Alexis Tsipras skilaði tillögunum til lánadrottna og fjármálaráðherra Evrusvæðisins í gær. Vísir/AFP
Gríski forsætisráðherrann Alexis Tsipras fer með tillögur sínar um að gerðir til lausnar skuldavanda ríkisins fyrir þingið í dag.

Ríkisstjórn hans skilaði tillögunum til lánadrottna og fjármálaráðherra Evrusvæðisins í gær. Í þeim felst meðal annars 13 milljarða evra niðurskurður, jafnvirði 1.920 milljarða íslenskra króna.

Guardian greinir frá því að tillögurnar innihaldi einnig endurskoðun á lífeyriskerfi landsins og skattaafsláttum sem herinn og íbúar á grískum eyjum njóta. Tillögurnar verða einnig til umræðu hjá viðsemjendum Grikkja í dag og á morgun.

Samkvæmt BBC innihalda tillögurnar líka eftirfarandi: 

  • skattahækkanir á flutningafyrirtæki
  • samræmingu flestra virðisaukaskattsflokka í 23 prósent
  • 300 milljóna evra niðurskurð til varnarmála
  • einkavæðingu hafna og sölu á hlutum ríkisins í fjarskiptafélaginu OTE
  • breytingar á eftirlaunafyrirkomulagi
  • niðurfellingu á sérstökum skattaafsláttum til ríkra grískra eyja
Fjárfestar hafa tekið tillögunum fagnandi en markaðir tóku að hækka í morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×