Erlent

Flugvöllum lokað vegna eldgoss

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Strandaglópa ferðamenn á Bali.
Strandaglópa ferðamenn á Bali. Vísir/AFP
Fimm flugvöllum í Indónesíu hefur verið lokað vegna eldgoss. Mount Raung eldfjallið á austurhluta Jövu hefur spúið ösku út í andrúmsloftið í tæpa viku. Mörgum flugferðum á milli Bali og Ástralíu hefur verið frestað og eru margir ferðamenn strandaglópar fyrir vikið.

BBC hefur eftir talsmanni flugvallarins í Angkasa Pura að völlurinn verði lokaður til hálf tvö í dag, að íslenskum tíma, hið minnsta. Samgöngumálaráðuneyti landsins hefur hins vegar sagt gosmökkinn ráða því hvenær flugvellirnir verði opnaðir að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×