Veitt og kvalið Guðmundur Guðmundsson skrifar 12. júní 2015 07:00 Á einhvern furðulegan hátt hefur sú fjarstæða skotið rótum meðal málsmetandi fólks að stangveiði sé hin göfugasta íþrótt. Allra göfugast þykir að „vernda“ laxa- og silungsstofna í ám og veiðivötnum með því að sleppa aftur veiddum fiski og koma þannig í veg fyrir ofveiði og stofnhrun. Hitt mun þó sönnu nær að slík meðferð á dýrum er siðlaus og hrottafengin og á ekki að líðast. Það er enginn sómi í því né heldur ætti það að vera skemmtun fólks að ginna fisk með flugu eða öðru agni til þess eins að draga hann á kjaftinum um öll vötn. Þegar fiskurinn hefur að lokum verið dreginn upp á grynningar, særður, uppgefinn og úttaugaður, er hann sporðtekinn og lyft upp úr vatninu til að festa megi afrekið á mynd. Við svo búið er fiskinum dembt aftur út í vatnið og veiðimaðurinn snýr sér að því að krækja í annan (og vonandi stærri!) fisk. Fiskur á öngli finnur fyrir sársauka rétt eins og önnur hryggdýr og mælingar á streituhormónum og öðrum boðefnum sýna svo að ekki verður um villst að hann er þjáður og kvalinn. Til er nokkur fjöldi rannsókna er sýnir að fiskur sem er veiddur og svo sleppt á lakari lífsmöguleika heldur en félagar hans sem látnir eru í friði. Nýleg rannsókn sýnir að stórlaxahængar sem veiddir eru og sleppt eignast færri afkvæmi en hinir. Hér er e.t.v. kominn hluti skýringarinnar á því hvers vegna stórlaxi fer fækkandi í íslenskum ám, en allra mestur heiður þykir hinum náttúruelskandi sportveiðimönnum í slíkum feng. Jafnframt hefur verið sýnt fram á það að berhent sporðtaka og handfjötlun fisks er honum mjög til tjóns og ama og sá ósiður að lyfta fiskinum upp úr vatninu er til þess fallin að auka enn á sársauka hans og minnka lífslíkur. Því miður eru engin lög sem banna þessa fúlmennsku, en þegar nýleg lög um verndun dýra voru sett var í þeim sérstaklega tekið fram að þau næðu ekki yfir dýraníð af þessum toga. Bæði Sviss og Þýskaland hafa bannað svona veiðar og það væri óskandi að stangveiðimenn íslenskir létu sjálfviljugir af þessum ósið. Það er engin sæmd né íþrótt fólgin í því að kvelja minni máttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á einhvern furðulegan hátt hefur sú fjarstæða skotið rótum meðal málsmetandi fólks að stangveiði sé hin göfugasta íþrótt. Allra göfugast þykir að „vernda“ laxa- og silungsstofna í ám og veiðivötnum með því að sleppa aftur veiddum fiski og koma þannig í veg fyrir ofveiði og stofnhrun. Hitt mun þó sönnu nær að slík meðferð á dýrum er siðlaus og hrottafengin og á ekki að líðast. Það er enginn sómi í því né heldur ætti það að vera skemmtun fólks að ginna fisk með flugu eða öðru agni til þess eins að draga hann á kjaftinum um öll vötn. Þegar fiskurinn hefur að lokum verið dreginn upp á grynningar, særður, uppgefinn og úttaugaður, er hann sporðtekinn og lyft upp úr vatninu til að festa megi afrekið á mynd. Við svo búið er fiskinum dembt aftur út í vatnið og veiðimaðurinn snýr sér að því að krækja í annan (og vonandi stærri!) fisk. Fiskur á öngli finnur fyrir sársauka rétt eins og önnur hryggdýr og mælingar á streituhormónum og öðrum boðefnum sýna svo að ekki verður um villst að hann er þjáður og kvalinn. Til er nokkur fjöldi rannsókna er sýnir að fiskur sem er veiddur og svo sleppt á lakari lífsmöguleika heldur en félagar hans sem látnir eru í friði. Nýleg rannsókn sýnir að stórlaxahængar sem veiddir eru og sleppt eignast færri afkvæmi en hinir. Hér er e.t.v. kominn hluti skýringarinnar á því hvers vegna stórlaxi fer fækkandi í íslenskum ám, en allra mestur heiður þykir hinum náttúruelskandi sportveiðimönnum í slíkum feng. Jafnframt hefur verið sýnt fram á það að berhent sporðtaka og handfjötlun fisks er honum mjög til tjóns og ama og sá ósiður að lyfta fiskinum upp úr vatninu er til þess fallin að auka enn á sársauka hans og minnka lífslíkur. Því miður eru engin lög sem banna þessa fúlmennsku, en þegar nýleg lög um verndun dýra voru sett var í þeim sérstaklega tekið fram að þau næðu ekki yfir dýraníð af þessum toga. Bæði Sviss og Þýskaland hafa bannað svona veiðar og það væri óskandi að stangveiðimenn íslenskir létu sjálfviljugir af þessum ósið. Það er engin sæmd né íþrótt fólgin í því að kvelja minni máttar.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar