Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2015 20:00 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir ákvörðun sína um að halda upplýsingum um kynferðisbrot á þjóðhátíð frá fjölmiðlum ekki síst vera til þess fallin að auðvelda þolendum að stiga fram og kæra þau brot sem þeir kunna að verða fyrir. Fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrot séu þeim oft mjög þungbær, eins og fram hafi komið í tenglsum við Druslugönguna og aðrar birtingarmyndir þöggunarumræðu síðustu missera. Þetta kom fram í máli Páleyjar í Reykjavík síðdegis í dag. Páley, sem hefur bakgrunn sem lögmaður og réttargæslumaður, sagðist þar taka heilshugar undir kröfu síðastliðinna mánaða um að skila skömminni heim til gerenda í kynferðisbrotamálum og aflétta þeirra þöggun sem virðist sveipa málaflokkinn.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Hún segir bréf hennar til viðbragðaraðilana þó ekki stríða gegn þeirri kröfu. „Að mínu mati snýst þetta ekki um þöggun. Lögreglumál eru alltaf skráð sem sakamál í lögreglukerfin og það er engin þöggun af því. Þessi brot fá alltaf fullt viðbragð lögreglunnar og fulla rannsókn,” segir Páley. „En það að svona mál fari í fjölmiðla það á ekkert skylt við það hvernig tekið er á því innan kerfisins. Þetta lítur fyrst og fremst að því að reyna að vernda fólk frá þessari umræðu rétt á meðan fólk er að standa upp eftir brotin,” segir hún ennfremur. Hún segir það meðal annars hafa komið fram í tengslum við Druslugönguna að mörgum þolenda hafi þótti fjölmiðlaumfjöllun um mál sín þungbær.Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brotHún minnir á að sé gefin út ákæra í kynferðisbrotamálum hafi almenningur og fjölmiðlar aðgang að henni eftir um þrjá sólarhringa frá því að hún hefur verið birt þeim ákærða. Lögreglan sendi alla jafna ekki frá sér tilkynningar þegar upp kemst um nauðganir eða kynferðisbrotamál, hvort sem það er á þjóðhátíð eða aðra daga ársins. Því sé það mat Páleyjar og lögreglunnar að almenningur hafi ekki heimtingu á þessum upplýsingum. Spjall Páleyjar og þáttastjórnenda Reykjavíkur síðdegis má heyra hér að ofan. Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir ákvörðun sína um að halda upplýsingum um kynferðisbrot á þjóðhátíð frá fjölmiðlum ekki síst vera til þess fallin að auðvelda þolendum að stiga fram og kæra þau brot sem þeir kunna að verða fyrir. Fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrot séu þeim oft mjög þungbær, eins og fram hafi komið í tenglsum við Druslugönguna og aðrar birtingarmyndir þöggunarumræðu síðustu missera. Þetta kom fram í máli Páleyjar í Reykjavík síðdegis í dag. Páley, sem hefur bakgrunn sem lögmaður og réttargæslumaður, sagðist þar taka heilshugar undir kröfu síðastliðinna mánaða um að skila skömminni heim til gerenda í kynferðisbrotamálum og aflétta þeirra þöggun sem virðist sveipa málaflokkinn.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Hún segir bréf hennar til viðbragðaraðilana þó ekki stríða gegn þeirri kröfu. „Að mínu mati snýst þetta ekki um þöggun. Lögreglumál eru alltaf skráð sem sakamál í lögreglukerfin og það er engin þöggun af því. Þessi brot fá alltaf fullt viðbragð lögreglunnar og fulla rannsókn,” segir Páley. „En það að svona mál fari í fjölmiðla það á ekkert skylt við það hvernig tekið er á því innan kerfisins. Þetta lítur fyrst og fremst að því að reyna að vernda fólk frá þessari umræðu rétt á meðan fólk er að standa upp eftir brotin,” segir hún ennfremur. Hún segir það meðal annars hafa komið fram í tengslum við Druslugönguna að mörgum þolenda hafi þótti fjölmiðlaumfjöllun um mál sín þungbær.Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brotHún minnir á að sé gefin út ákæra í kynferðisbrotamálum hafi almenningur og fjölmiðlar aðgang að henni eftir um þrjá sólarhringa frá því að hún hefur verið birt þeim ákærða. Lögreglan sendi alla jafna ekki frá sér tilkynningar þegar upp kemst um nauðganir eða kynferðisbrotamál, hvort sem það er á þjóðhátíð eða aðra daga ársins. Því sé það mat Páleyjar og lögreglunnar að almenningur hafi ekki heimtingu á þessum upplýsingum. Spjall Páleyjar og þáttastjórnenda Reykjavíkur síðdegis má heyra hér að ofan.
Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48