Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2015 18:13 Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum VÍSIR/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON „Á þetta bara að vera einhver heilög fjölskylduskemmtun? Er það sú ímynd sem þau vilja að verði send út?” spyr Björg Guðrún Gísladóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, í kjölfar fregna af því að Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hafi gefið út bréf og sent til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á þjóðhátíð um helgina. Ástæðuna segir lögreglustjórinn vera „hversu þungbært það er fyrir aðila og þá einkum þolendur að þurfa að þola umræðu um viðkvæm mál sín skömmu eftir að þau henda og eðlilegt að þeim sé veitt svigrúm til að standa upp eftir brot og þau fái frið til þess.” Björg segist hafa nokkurn skilning á þessu sjónarmiði. „En aftur á móti þá velti ég fyrir mér hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir það að verkum að þau skuli þögguð niður? Ætlar lögreglan þá ekki heldur að veita upplýsingar um líkamsárásir eða fíkniefnabrot?” spyr Björg. Þolendur séu einnig að þeim málum.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Í stað þess að veita fjölmiðlum ekki upplýsingar um afbrot á hátíðinni segir Björg að réttar væri að lögreglan, sem og fjölmiðlamenn, legðu áherslu á gerendur í brotunum sem kunna að koma upp um helgina, fremur en þolendurnar. Það verði þó ekki gert með takmörkuðu upplýsingaflæði, eða því sem Björg segir að megi túlka „sem ákveðna þöggun.“Björg Guðrún Gísladóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum.Vísir/ValgarðurUmræðu frekar en hlífðarskjöld „Það er ýmislegt sem á sér stað á útihátíðum, í Vestmannaeyjum sem og annars staðar, og það vitum við öll,” segir Björg og efast stórlega um að það breytist með þó svo að ekki verði fluttar fréttir af hugsanlegum brotum. Mikilvægara sé að færa fókusinn af þolendum fremur en að fjalla ekki um brot gerendanna – sem sömuleiðis helst í hendur við þær háværu kröfur sem hafa verið uppi á síðustu vikum og mánuðum. „Ég held líka að með byltingunum sem nú eru í gangi, svo sem Beauty Tips og Druslugöngunni, sé komin krafa um að við stöndum öll saman í því að mynda það þjóðfélag sem við viljum hafa,” segir Björg. Liður í því sé umræða um þennan málaflokk, fremur en að kasta hlífðarskildi yfir kynferðisbrot. Tengdar fréttir Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
„Á þetta bara að vera einhver heilög fjölskylduskemmtun? Er það sú ímynd sem þau vilja að verði send út?” spyr Björg Guðrún Gísladóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, í kjölfar fregna af því að Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hafi gefið út bréf og sent til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á þjóðhátíð um helgina. Ástæðuna segir lögreglustjórinn vera „hversu þungbært það er fyrir aðila og þá einkum þolendur að þurfa að þola umræðu um viðkvæm mál sín skömmu eftir að þau henda og eðlilegt að þeim sé veitt svigrúm til að standa upp eftir brot og þau fái frið til þess.” Björg segist hafa nokkurn skilning á þessu sjónarmiði. „En aftur á móti þá velti ég fyrir mér hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir það að verkum að þau skuli þögguð niður? Ætlar lögreglan þá ekki heldur að veita upplýsingar um líkamsárásir eða fíkniefnabrot?” spyr Björg. Þolendur séu einnig að þeim málum.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Í stað þess að veita fjölmiðlum ekki upplýsingar um afbrot á hátíðinni segir Björg að réttar væri að lögreglan, sem og fjölmiðlamenn, legðu áherslu á gerendur í brotunum sem kunna að koma upp um helgina, fremur en þolendurnar. Það verði þó ekki gert með takmörkuðu upplýsingaflæði, eða því sem Björg segir að megi túlka „sem ákveðna þöggun.“Björg Guðrún Gísladóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum.Vísir/ValgarðurUmræðu frekar en hlífðarskjöld „Það er ýmislegt sem á sér stað á útihátíðum, í Vestmannaeyjum sem og annars staðar, og það vitum við öll,” segir Björg og efast stórlega um að það breytist með þó svo að ekki verði fluttar fréttir af hugsanlegum brotum. Mikilvægara sé að færa fókusinn af þolendum fremur en að fjalla ekki um brot gerendanna – sem sömuleiðis helst í hendur við þær háværu kröfur sem hafa verið uppi á síðustu vikum og mánuðum. „Ég held líka að með byltingunum sem nú eru í gangi, svo sem Beauty Tips og Druslugöngunni, sé komin krafa um að við stöndum öll saman í því að mynda það þjóðfélag sem við viljum hafa,” segir Björg. Liður í því sé umræða um þennan málaflokk, fremur en að kasta hlífðarskildi yfir kynferðisbrot.
Tengdar fréttir Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48