Golf

Tiger snerti ekki golfkylfu vikuna eftir Opna breska

Tiger á fréttamannafundi í gær.
Tiger á fréttamannafundi í gær. Getty
Tiger Woods snerti ekki golfkylfu í viku eftir að hafa misst af niðurskurðinum á Opna breska meistaramótinu fyrr í júlí.

Hann fór þess í stað til Bahamaeyja með börnunum sínum og segir að það hafi gert sér gott fyrir komandi átök en hann er meðal keppenda á Quicken Loans National mótinu sem hefst á morgun.

Ég skildi ekki alveg af hverju hlutirnir gengu ekki upp hjá mér á Opna breska því æfingarnar fyrir mótið gengu svo vel. Það hefur verið svipað fyrir mótið nú um helgina, æfingarnar hafa gengið vel eftir að ég kom heim og vonandi næ ég að taka það með mér út á völl.

Tiger hefur átt mjög erfitt uppdráttar á keppnistímabilinu og hefur fallið niður í 266. sæti á heimslistanum en hann segir að hann sakni þess að vera í toppbaráttunni.

Það er ákveðin spennutilfinning sem maður fær þegar að maður er í toppbaráttunni í stórum golfmótum og ég er staðráðinn í því að endurheimta hana.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×