Stelpurnar fá einstaka bikara að ári eins og strákarnir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júlí 2015 15:49 Dóra Björk segir að málið sé félaginu ekki til sóma. Stelpurnar fái jafnflotta bikara og strákarnir að ári. „Við náttúrulega sáum þetta sjálf þegar við tókum við bikurunum. Þetta fór ekki framhjá okkur,“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags. Umfjöllunarefnið er mynd af tveimur bikurum sem vakið hefur mikla athygli í dag í kjölfar birtingar á Facebook. Bikararnir voru veittir á mótum á vegum ÍBV í júní. Annars vegar er um að ræða hefðbundinn lítinn bikar sem lið Hattar í 5. flokki kvenna fékk á TM-mótinu í Eyjum um miðjan júní og hins vegar glæsilegan stóran bikar sem 6. flokkur karla hjá Hetti fékk í sinn hlut á Orkumótinu í Eyjum í lok júní. Sigrún Jóna Hauksdóttir, sem situr í stjórn fimleikadeildar Hattar á Austfjörðum, birti myndina og hefur skapast mikil umræða við þráðinn sem sjá má að neðan. Dóra Björk segir í samtali við Vísi að málið sé félaginu ekki til sóma. „Þetta er mjög dapurlegt en það eru skýringar á þessu,“ segir Dóra. Þannig komi ólíkir hópar að skipulagningu mótanna, meðal annars þeim hluta að panta bikarana. Bikararnir sem veittir voru á Orkumótinu hafi verið fluttir sérstaklega til landsins. „Þetta eru einstakir bikarar sem hafa ekki sést hér á landi áður,“ segir Dóra. Nefnir hún sem dæmi að bikarinn á TM-mótinu sé sambærilegur sem veittir hafi verið á Símamótinu. Þá hafi skipuleggjendur Orkumótsins verið í fararbroddi er varði skipulagningu móta og leitt margt inn sem aðrir hafi tekið upp síðar. „Við munum vera með sambærilega bikara á báðum mótum að ári,“ segir Dóra.Þetta vakti athygli mína í dag. Báðir verðlaunagripirnir eru veittir börnum. Annarsvegar 9-10 ára drengjum og hinsvegar...Posted by Sigrún Jóna Hauksdóttir on Monday, July 27, 2015 Sigrún Jóna er ánægð með þá umræðu sem skapast hefur í dag í kjölfar birtingu myndanna af bikurunum. Málið tengist henni þó ekki persónulega þar sem hún átti börn á hvorugu mótinu. „Mér fannst ótækt annað en að vekja máls á þessu,“ segir Sigrún Jóna. Hún telur þetta vera holdgerving þess sem sé að í íþróttum barna hér á landi. Hún þekki ágætlega til í þeim efnum enda í stjórn fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum. Þar eru iðkendur í miklum meirihluta stúlkur. Sigrún Jóna segir langt í frá að þetta sé í fyrsta sinn sem hún upplifi óréttlæti á borð við þetta. Hún voni hins vegar að jafnrétti sé að breytast til batnaðar. „Það hefur verið mikil umræða um umfjöllun um kvennaíþróttir í fjölmiðlum. Þetta tengist því svolítið,“ segir Sigrún Jóna. Hún minnir á mikilvægi umræðu í þjóðfélaginu þegar fólk verður vart við óréttlæti á borð við þetta. „Auðvitað verður maður svolítið reiður fyrir hönd þessara barna. Ekki síður drengja en stúlkna því þeir eiga rétt á jafnrétti kynjanna eins og allir.“ Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
„Við náttúrulega sáum þetta sjálf þegar við tókum við bikurunum. Þetta fór ekki framhjá okkur,“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags. Umfjöllunarefnið er mynd af tveimur bikurum sem vakið hefur mikla athygli í dag í kjölfar birtingar á Facebook. Bikararnir voru veittir á mótum á vegum ÍBV í júní. Annars vegar er um að ræða hefðbundinn lítinn bikar sem lið Hattar í 5. flokki kvenna fékk á TM-mótinu í Eyjum um miðjan júní og hins vegar glæsilegan stóran bikar sem 6. flokkur karla hjá Hetti fékk í sinn hlut á Orkumótinu í Eyjum í lok júní. Sigrún Jóna Hauksdóttir, sem situr í stjórn fimleikadeildar Hattar á Austfjörðum, birti myndina og hefur skapast mikil umræða við þráðinn sem sjá má að neðan. Dóra Björk segir í samtali við Vísi að málið sé félaginu ekki til sóma. „Þetta er mjög dapurlegt en það eru skýringar á þessu,“ segir Dóra. Þannig komi ólíkir hópar að skipulagningu mótanna, meðal annars þeim hluta að panta bikarana. Bikararnir sem veittir voru á Orkumótinu hafi verið fluttir sérstaklega til landsins. „Þetta eru einstakir bikarar sem hafa ekki sést hér á landi áður,“ segir Dóra. Nefnir hún sem dæmi að bikarinn á TM-mótinu sé sambærilegur sem veittir hafi verið á Símamótinu. Þá hafi skipuleggjendur Orkumótsins verið í fararbroddi er varði skipulagningu móta og leitt margt inn sem aðrir hafi tekið upp síðar. „Við munum vera með sambærilega bikara á báðum mótum að ári,“ segir Dóra.Þetta vakti athygli mína í dag. Báðir verðlaunagripirnir eru veittir börnum. Annarsvegar 9-10 ára drengjum og hinsvegar...Posted by Sigrún Jóna Hauksdóttir on Monday, July 27, 2015 Sigrún Jóna er ánægð með þá umræðu sem skapast hefur í dag í kjölfar birtingu myndanna af bikurunum. Málið tengist henni þó ekki persónulega þar sem hún átti börn á hvorugu mótinu. „Mér fannst ótækt annað en að vekja máls á þessu,“ segir Sigrún Jóna. Hún telur þetta vera holdgerving þess sem sé að í íþróttum barna hér á landi. Hún þekki ágætlega til í þeim efnum enda í stjórn fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum. Þar eru iðkendur í miklum meirihluta stúlkur. Sigrún Jóna segir langt í frá að þetta sé í fyrsta sinn sem hún upplifi óréttlæti á borð við þetta. Hún voni hins vegar að jafnrétti sé að breytast til batnaðar. „Það hefur verið mikil umræða um umfjöllun um kvennaíþróttir í fjölmiðlum. Þetta tengist því svolítið,“ segir Sigrún Jóna. Hún minnir á mikilvægi umræðu í þjóðfélaginu þegar fólk verður vart við óréttlæti á borð við þetta. „Auðvitað verður maður svolítið reiður fyrir hönd þessara barna. Ekki síður drengja en stúlkna því þeir eiga rétt á jafnrétti kynjanna eins og allir.“
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira