Enski boltinn

Szczesny á leið til Roma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Szczesny missti sæti í byrjunarliði Arsenal til Davids Ospina á síðasta tímabili.
Szczesny missti sæti í byrjunarliði Arsenal til Davids Ospina á síðasta tímabili. vísir/getty
Pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny er á leið til ítalska liðsins Roma á láni frá Arsenal. Szczesny tilkynnti þetta á Instagram-síðu sinni í gær.

Szczesny hefur færst neðar í goggunarröðinni hjá Arsenal eftir komu Petr Cech frá Chelsea í sumar og því hefur Pólverjinn ákveðið að róa á önnur mið.

Hann mun berjast við Morgan De Sanctis um markvarðastöðuna hjá Roma sem endaði í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Szczesny lék sinn fyrsta leik fyrir Arsenal árið 2009, þá aðeins 19 ára gamall. Hann hefur alls leikið 181 leik fyrir Skytturnar en ljóst er að þeir verða ekki fleiri í bráð.

Szczesny hefur leikið 23 landsleiki fyrir Pólland.

Ciao Giallorossi!! ⚽️

A video posted by Wojciech Szczesny (@wojciechszczesny1) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×