Starfsmenn álversins í Straumsvík segja stjórnendur stunda hræðsluáróður Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 26. júlí 2015 19:05 Starfsmenn álversins í Straumsvík segja upplýsingafundi stjórnenda fyrirtækisins um kjaraviðræður einkennast af duldum hótunum og hræðsluáróðri. Þetta segir Gylfi Ingvarsson sem situr í samninganefnd starfsmanna Ísal. Hann segir starfsmenn hafa tekið á sig aukið álag vegna samdráttar í rekstri fyrirtækisins og hafni kröfu þess um auknar heimildir til verktöku. „Nú hefur það gerst í meira mæli en nokkurn tímann áður að stjórnendur fyrirtækisins halda fundi með starfsmönnum til að fara yfir stöðuna og presentera sín sjónarmið. Starfsmenn upplifa þetta sem mjög alvarlegan hræðsluáróður, þar sem að beinlínis er sagt að ef ekki verði gengið að þessu forgangsatriði Rio Tinto að auka heimildir til verktöku að þá gæti komið til þess að fyrirtækinu verði lokað. Það er mjög alvarlegt að reka mál á þessum nótum. Við erum í kjarabaráttu til að laga kjörin okkur. við erum ekki í kjarabaráttu til að loka fyrirtæki. Það er enginn góður bóndi sem slátrar mjólkurkúnni sinni. Við erum ekki í þeirri vegferð. Við erum í þeirri vegferð að semja um bætt kjör starfsmanna .“ Gylfi segir rétt að vekja athygli á því að við gerð kjarasamninga á almennum markaði selji launþegar ekki frá sér réttindi, lækki laun eða láti frá sér störf til verktaka þar sem þekkt eru undirboð til starfsmannaleiga. Hann segir stjórnendur fyrirtækisins hafa ýtt ábyrgðinni yfir á starfsfólk og verkalýðshreyfinguna. „Rio Tinto er að reyna að innleiða hérna fyrirkomulag sem okkur hugnast ekki. Við ætlum ekki að innleiða stefnu Rio Tinto inn á íslenskan vinnumarkað, það er það sem við stöndum á móti. En Það er þessi harka sem kemur fram frá þeim að hreinlega taka umboðið frá stjórnendum fyrirtækisins og Samtökum atvinnulífsins og reyna að keyra þetta í gegn hér en ég get ekki séð að það verði. “ Hann segir enn fremur starfsmenn hafa tekið á sig aukið álag vegna fækkunar á yfir 50 stöðugildum sem þýði að starfsmenn þurfi að hlaupa hraðar því enn sé full framleiðsla. Starfsmenn þurfi að vinna áfram í kerskálum við stóraukið hitaálag sem rekja má til straumhækkunar og skornir hafi verið niður fjölmargir þættir í aðbúnaði starfsmanna. Stjórnendur beri fyrir sig tapi fyrirtækisins. Fram undan er yfirvinnubann 1. ágúst og vinnustöðvun 1. september. Þá þarf að gæta öryggis svo ekki skapist hætta hjá starfsmönnum. „Ef ekkert nýtt kemur fram þá verða hafnar þessar aðgerðir 1. ágúst. Við höfum lagt á það áherslu að við erum mjög sveigjanleg í þessu, svo að það skapist ekki hætta hjá starfsmönnum. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er hættulegt umhverfi og það þarf að gæta mikils öryggis, Við erum meðvituð um þetta allt saman.“ Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Starfsmenn álversins í Straumsvík segja upplýsingafundi stjórnenda fyrirtækisins um kjaraviðræður einkennast af duldum hótunum og hræðsluáróðri. Þetta segir Gylfi Ingvarsson sem situr í samninganefnd starfsmanna Ísal. Hann segir starfsmenn hafa tekið á sig aukið álag vegna samdráttar í rekstri fyrirtækisins og hafni kröfu þess um auknar heimildir til verktöku. „Nú hefur það gerst í meira mæli en nokkurn tímann áður að stjórnendur fyrirtækisins halda fundi með starfsmönnum til að fara yfir stöðuna og presentera sín sjónarmið. Starfsmenn upplifa þetta sem mjög alvarlegan hræðsluáróður, þar sem að beinlínis er sagt að ef ekki verði gengið að þessu forgangsatriði Rio Tinto að auka heimildir til verktöku að þá gæti komið til þess að fyrirtækinu verði lokað. Það er mjög alvarlegt að reka mál á þessum nótum. Við erum í kjarabaráttu til að laga kjörin okkur. við erum ekki í kjarabaráttu til að loka fyrirtæki. Það er enginn góður bóndi sem slátrar mjólkurkúnni sinni. Við erum ekki í þeirri vegferð. Við erum í þeirri vegferð að semja um bætt kjör starfsmanna .“ Gylfi segir rétt að vekja athygli á því að við gerð kjarasamninga á almennum markaði selji launþegar ekki frá sér réttindi, lækki laun eða láti frá sér störf til verktaka þar sem þekkt eru undirboð til starfsmannaleiga. Hann segir stjórnendur fyrirtækisins hafa ýtt ábyrgðinni yfir á starfsfólk og verkalýðshreyfinguna. „Rio Tinto er að reyna að innleiða hérna fyrirkomulag sem okkur hugnast ekki. Við ætlum ekki að innleiða stefnu Rio Tinto inn á íslenskan vinnumarkað, það er það sem við stöndum á móti. En Það er þessi harka sem kemur fram frá þeim að hreinlega taka umboðið frá stjórnendum fyrirtækisins og Samtökum atvinnulífsins og reyna að keyra þetta í gegn hér en ég get ekki séð að það verði. “ Hann segir enn fremur starfsmenn hafa tekið á sig aukið álag vegna fækkunar á yfir 50 stöðugildum sem þýði að starfsmenn þurfi að hlaupa hraðar því enn sé full framleiðsla. Starfsmenn þurfi að vinna áfram í kerskálum við stóraukið hitaálag sem rekja má til straumhækkunar og skornir hafi verið niður fjölmargir þættir í aðbúnaði starfsmanna. Stjórnendur beri fyrir sig tapi fyrirtækisins. Fram undan er yfirvinnubann 1. ágúst og vinnustöðvun 1. september. Þá þarf að gæta öryggis svo ekki skapist hætta hjá starfsmönnum. „Ef ekkert nýtt kemur fram þá verða hafnar þessar aðgerðir 1. ágúst. Við höfum lagt á það áherslu að við erum mjög sveigjanleg í þessu, svo að það skapist ekki hætta hjá starfsmönnum. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er hættulegt umhverfi og það þarf að gæta mikils öryggis, Við erum meðvituð um þetta allt saman.“
Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira