Fréttir af yfirtöku Vefpressunnar komu ritstjóra mjög á óvart Birgir Olgeirsson skrifar 26. júlí 2015 17:29 Ingimar Karl Helgason „Nú er ákveðnu skeiði er lokið. Mjög frjóu og skemmtilegu tímabili í stuttri sögu Reykjavíkur vikublaðs,“ skrifar Ingimar Karl Helgason, ritstjóri Reykjavíkur Vikublaðs, í kveðju til lesenda eftir að útgáfufélagið Fótspor ehf. tilkynnti í gær að það myndi hætta útgáfu vikublaða sinna frá og með deginum í gær.Vísir greindi frá því í kjölfarið að Vefpressan ehf. hefði keypt útgáfuréttinn að vikublöðum Fótspors ehf. og mun Ámundi Ámundason, ábyrgðarmaður blaða og auglýsingastjóri Fótspors, taka til starfa hjá Vefpressunni sem auglýsingastjóri í haust. „Fréttir gærdagsins um að útgáfa blaðsins hefði verið seld til Vefpressunnar komu mjög á óvart. Satt að segja hafði útgefandinn fyrrverandi nýlega talað um að fjölga síðum í Reykjavík vikublaði með haustinu og hef ég heldur verið að hugsa á þeim nótum en öðrum,“ skrifar Ingimar Karl. Hann segir það blasa við að góðir hlutir hafi verið að gerast á Reykjavík vikublaði og raunar ýmsum öðrum blöðum Fótsporsútgáfunnar. Hann segir svo til alla fjölmiðla hafa tekið upp fréttir úr næstum hverju einasta tölublaði Reykjavíkur vikublaðs allra síðustu misserin og viðbrögð lesenda við efnistökum og umfjöllun hafi jafnframt verið mikil. „Yfirleitt eru þau jákvæð og fólk hefur lýst mikilli ánægju með gagnrýna, málefnalega og sanngjarna blaðamennsku. Viðbrögð úr sumum afkimum ráðandi afla hafa líka styrkt okkur í þeirri trú að við höfum verið að gera eitthvað sem skiptir máli. Ég held satt að segja að þessi staðreynd hafi gert að verkum að útgáfufyrirtækið Fótspor hafði eitthvað til að selja þegar allt kemur til alls, hvernig sem á það er litið.“ Hann segir þetta sannarlega vera tímamóti og ekki vitað hvað sé fram undan. „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“ Tengdar fréttir Fjárfestar vilja halda út rekstri nýs bæjarblaðs á Akureyri Eigendaskipti urðu í gær á Akureyri Vikublaði. Ritstjóri blaðsins segir aðvörunarljós blikka í tengslum við yfirtöku Vefpressunnar. 26. júlí 2015 12:32 Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
„Nú er ákveðnu skeiði er lokið. Mjög frjóu og skemmtilegu tímabili í stuttri sögu Reykjavíkur vikublaðs,“ skrifar Ingimar Karl Helgason, ritstjóri Reykjavíkur Vikublaðs, í kveðju til lesenda eftir að útgáfufélagið Fótspor ehf. tilkynnti í gær að það myndi hætta útgáfu vikublaða sinna frá og með deginum í gær.Vísir greindi frá því í kjölfarið að Vefpressan ehf. hefði keypt útgáfuréttinn að vikublöðum Fótspors ehf. og mun Ámundi Ámundason, ábyrgðarmaður blaða og auglýsingastjóri Fótspors, taka til starfa hjá Vefpressunni sem auglýsingastjóri í haust. „Fréttir gærdagsins um að útgáfa blaðsins hefði verið seld til Vefpressunnar komu mjög á óvart. Satt að segja hafði útgefandinn fyrrverandi nýlega talað um að fjölga síðum í Reykjavík vikublaði með haustinu og hef ég heldur verið að hugsa á þeim nótum en öðrum,“ skrifar Ingimar Karl. Hann segir það blasa við að góðir hlutir hafi verið að gerast á Reykjavík vikublaði og raunar ýmsum öðrum blöðum Fótsporsútgáfunnar. Hann segir svo til alla fjölmiðla hafa tekið upp fréttir úr næstum hverju einasta tölublaði Reykjavíkur vikublaðs allra síðustu misserin og viðbrögð lesenda við efnistökum og umfjöllun hafi jafnframt verið mikil. „Yfirleitt eru þau jákvæð og fólk hefur lýst mikilli ánægju með gagnrýna, málefnalega og sanngjarna blaðamennsku. Viðbrögð úr sumum afkimum ráðandi afla hafa líka styrkt okkur í þeirri trú að við höfum verið að gera eitthvað sem skiptir máli. Ég held satt að segja að þessi staðreynd hafi gert að verkum að útgáfufyrirtækið Fótspor hafði eitthvað til að selja þegar allt kemur til alls, hvernig sem á það er litið.“ Hann segir þetta sannarlega vera tímamóti og ekki vitað hvað sé fram undan. „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“
Tengdar fréttir Fjárfestar vilja halda út rekstri nýs bæjarblaðs á Akureyri Eigendaskipti urðu í gær á Akureyri Vikublaði. Ritstjóri blaðsins segir aðvörunarljós blikka í tengslum við yfirtöku Vefpressunnar. 26. júlí 2015 12:32 Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Fjárfestar vilja halda út rekstri nýs bæjarblaðs á Akureyri Eigendaskipti urðu í gær á Akureyri Vikublaði. Ritstjóri blaðsins segir aðvörunarljós blikka í tengslum við yfirtöku Vefpressunnar. 26. júlí 2015 12:32
Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55