Signý Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn Kristinn Páll Teitsson á Akranesi skrifar 26. júlí 2015 16:55 Signý. Mynd/GSÍ Signý Arnórsdóttir er Íslandsmeistari í höggleik í kvennaflokki eftir að hafa borið sigur úr býtum á Íslandsmótinu á Akranesi í dag. Signý lék gríðarlega vel á lokahringnum en hún fékk alls sex fugla á hringnum. Signý var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn á Ólöfu Þórunni Kristinsdóttir og Sunnu Víðisdóttir eftir að hafa leikið stöðugt og gott golf fyrstu þrjá daga á Íslandsmótinu. Signý lék gríðarlega vel í upphafi og var komin á parið eftir að hafa leikið á fjórum höggum undir pari á tíundu holu. Það var hinsvegar hart sótt að henni í dag. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni átti frábæran dag en hún lék á fimm höggum undir pari og var jöfn Signýju er hún lauk leik að þessu sinni. Þá sótti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem varð Íslandsmeistari í höggleik á síðasta ári hart að Signýju en missti af góðu tækifæri til þess að saxa á hana er Ólafía þrípúttaði á sextándu braut. Signý fékk tvo skolla með stuttu millibili á 13. og 14. braut sem hleypti Ólafíu og Valdísi inn í þetta á ný en hún átti heldur betur eftir að svara fyrir það. Signý náði forskotinu á ný á sautjándu braut þegar hún setti niður pútt af tveggja metra færi, stuttu eftir að Valdís lauk leik og þurfti hún því aðeins par á 18. holu vallarins. Lék hún hana af miklu öryggi en hún setti boltann á besta stað og tvípúttaði fyrir Íslandsmeistaratitlinum. Er þetta í fyrsta sinn sem hún stendur uppi sem Íslandsmeistari í höggleik en hún hefur næst komist því þegar hún lenti í öðru sæti í Grafarholtinu. Lýkur mótinu eftir örskamma stund en Þórður Rafn Gissurarson er með örugga forystu í karlaflokkinum á sautjándu braut. Lesa má beina textalýsingu frá deginum hér. Golf Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Signý Arnórsdóttir er Íslandsmeistari í höggleik í kvennaflokki eftir að hafa borið sigur úr býtum á Íslandsmótinu á Akranesi í dag. Signý lék gríðarlega vel á lokahringnum en hún fékk alls sex fugla á hringnum. Signý var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn á Ólöfu Þórunni Kristinsdóttir og Sunnu Víðisdóttir eftir að hafa leikið stöðugt og gott golf fyrstu þrjá daga á Íslandsmótinu. Signý lék gríðarlega vel í upphafi og var komin á parið eftir að hafa leikið á fjórum höggum undir pari á tíundu holu. Það var hinsvegar hart sótt að henni í dag. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni átti frábæran dag en hún lék á fimm höggum undir pari og var jöfn Signýju er hún lauk leik að þessu sinni. Þá sótti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem varð Íslandsmeistari í höggleik á síðasta ári hart að Signýju en missti af góðu tækifæri til þess að saxa á hana er Ólafía þrípúttaði á sextándu braut. Signý fékk tvo skolla með stuttu millibili á 13. og 14. braut sem hleypti Ólafíu og Valdísi inn í þetta á ný en hún átti heldur betur eftir að svara fyrir það. Signý náði forskotinu á ný á sautjándu braut þegar hún setti niður pútt af tveggja metra færi, stuttu eftir að Valdís lauk leik og þurfti hún því aðeins par á 18. holu vallarins. Lék hún hana af miklu öryggi en hún setti boltann á besta stað og tvípúttaði fyrir Íslandsmeistaratitlinum. Er þetta í fyrsta sinn sem hún stendur uppi sem Íslandsmeistari í höggleik en hún hefur næst komist því þegar hún lenti í öðru sæti í Grafarholtinu. Lýkur mótinu eftir örskamma stund en Þórður Rafn Gissurarson er með örugga forystu í karlaflokkinum á sautjándu braut. Lesa má beina textalýsingu frá deginum hér.
Golf Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira