Ronaldo og félagar unnu öruggan sigur á Manchester City | Sjáðu mörkin Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. júlí 2015 12:15 Real Madrid vann öruggan 4-1 sigur á Manchester City í International Champions Cup en leiknum lauk rétt í þessu í Melbourne í Ástralíu. Yfirburðir spænska liðsins í leiknum voru gífurlegir en eina mark Manchester City kom eftir að dómari leiksins færði þeim vítaspyrnu á silfurfati. Knattspyrnustjórar liðanna stilltu upp sterkum byrjunarliðum en Manuel Pellegrini gaf ungum miðvörðum félagsins tækifæri í leiknum sem stórstjörnur Real Madrid nýttu sér í fyrri hálfleik. Fyrsta mark leiksins var í snyrtilegari kantinum en þá afgreiddi Karim Benzema, franski framherji Real Madrid glæsilega fyrirgjöf Gareth Bale í netið. Fjórum mínútum síðar bætti Cristiano Ronaldo við öðru marki en hann fékk langa sendingu frá Toni Kroos inn fyrir vörn Manchester City og setti hann boltann auðveldlega framhjá Joe Hart í marki Manchester City. Pepe virtist endilega hafa gert út um leikinn stuttu fyrir hálfleik er hann skallaði hornspyrnu Isco í netið en Yaya Toure minnkaði muninn af vítapunktinum eftir að boltinn fór í hönd Sergio Ramos. Brotið átti sér stað fyrir utan vítateiginn en engu að síður dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu og sendi Toure markmann Real Madrid í vitlaust horn. Staðan var 3-1 í hálfleik en báðir þjálfarar gerðu töluvert af breytingum í seinni hálfleik. Bætti rússneski kantmaðurinn Denys Cheryshev við fjórða marki Real Madrid undir lok leiksins og tryggði endanlega sigur spænska stórveldisins. Spænski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Real Madrid vann öruggan 4-1 sigur á Manchester City í International Champions Cup en leiknum lauk rétt í þessu í Melbourne í Ástralíu. Yfirburðir spænska liðsins í leiknum voru gífurlegir en eina mark Manchester City kom eftir að dómari leiksins færði þeim vítaspyrnu á silfurfati. Knattspyrnustjórar liðanna stilltu upp sterkum byrjunarliðum en Manuel Pellegrini gaf ungum miðvörðum félagsins tækifæri í leiknum sem stórstjörnur Real Madrid nýttu sér í fyrri hálfleik. Fyrsta mark leiksins var í snyrtilegari kantinum en þá afgreiddi Karim Benzema, franski framherji Real Madrid glæsilega fyrirgjöf Gareth Bale í netið. Fjórum mínútum síðar bætti Cristiano Ronaldo við öðru marki en hann fékk langa sendingu frá Toni Kroos inn fyrir vörn Manchester City og setti hann boltann auðveldlega framhjá Joe Hart í marki Manchester City. Pepe virtist endilega hafa gert út um leikinn stuttu fyrir hálfleik er hann skallaði hornspyrnu Isco í netið en Yaya Toure minnkaði muninn af vítapunktinum eftir að boltinn fór í hönd Sergio Ramos. Brotið átti sér stað fyrir utan vítateiginn en engu að síður dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu og sendi Toure markmann Real Madrid í vitlaust horn. Staðan var 3-1 í hálfleik en báðir þjálfarar gerðu töluvert af breytingum í seinni hálfleik. Bætti rússneski kantmaðurinn Denys Cheryshev við fjórða marki Real Madrid undir lok leiksins og tryggði endanlega sigur spænska stórveldisins.
Spænski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira