Bankastjóri segir Hörpureitinn mjög hagkvæman fyrir Landsbankann Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2015 12:00 Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir bankann vilja vera í nálægð við samkeppnisaðila á fjármálamarkaði og viðskiptavini í miðborginni. vísir Bankastjóri Landsbankans segir bankann vilja hafa höfuðstöðvar sínar í miðborginni í framtíðinni eins og flestar aðrar fjármálastofnanir. Lóðin á Hörpureitnum hafi fengist fyrir mjög gott verð og að auki fylgi henni hundruð milljóna sparnaður með samnýtingu bílastæða neðanjarðar.Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi sagði Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans að bygging nýrra höfuðstöðva bankans á Hörpureitnum yrði bankanum hagkvæm. En bankinn er nú á fjölmörgum stöðum í miðbænum. Með nýjum höfuðstöðvum gæti bankinn selt eignir og sparað í leigu, þannig að rekstrarreikningur bankans myndi batna um 700 milljónir króna á ári og höfuðstöðvarnar borga sig á um tíu árum.Þannig að þetta ætti ekki að koma niður á þeim gjöldum sem viðskiptavinir eru að greiða? Þið gætuð ekki lækkað þau ef þið færuð ekki í þessar framkvæmdir og greitt ríkinu kannski meira í arð?„Nei það er akkúrat öfugt. Í dag erum við að sóa. Við erum að eyða óþarflega miklu getum við sagt og þarna náum við fram sparnaði. Við þurfum að fara í smá fjárfestingu. Hún borgar sig hratt til baka. Þannig að þetta verður sannarlega betri rekstrarniðurstaða í bankanum en er fyrir,“ segir Steinþór. Þá fékk Landsbankinn lóðina á mjög hagstæðu verði eða 58 þúsund krónur fermetrann að meðtöldum gatnagerðargjöldum sem eru um 19 þúsund krónur á fermetra. „Við fengum þetta á mjög góðu verði. En þetta er verðmæt lóð og hugsanlega eru einhverjir til að borga meira fyrir hana. Þegar þetta var auglýst fyrir ekki svo löngu og selt var ekki mikil eftirspurn. Við höfum legið yfir þessu og komist að þeirri niðurstöðu að það sé eðlilegt fyrir bankann að staðsetja sig þar sem önnur fjármálastarfsemi er í landinu,“ segir Steinþór. En það svæði afmarkist af Kvosinni, upp í Skólavörðuholtið og inn eftir Borgartúni og Kirkjusandi. „Og við viljum vera á þessum stað. Vera sýnileg og að viðskiptavinir geti þá nálgast okkur þegar þeir eru að nálgast aðra keppinauta og banka. Meginhluti tekna bankans koma frá miðlægri starfsemi. Þannig að það er ekki eins og öll viðskiptastarfsemi eigi sér bara stað í útibúum. Því fer fjarri,“ segir Steinþór. En almenn bankaafgreiðsla mun þó verða á jarðhæð nýju höfuðstöðvanna og um 2.500 fermetrar leigðir út til annarra aðila. Steinþór segir einnig hafa spilað inn í að á Hörpureitnum fylgi bílastæði neðanjarðar en sá liður geti reynst mjög dýr. „Á þessu svæði myndir þú þurfa að byggja eitthvað fyrri bíla. Hvert stæði hleypur á milljónum. Með því að spara nokkur hundruð bílastæði hleypur þetta strax á nokkur hundruð milljónum í sparnaði í byggingu. Það kemur svo á móti verðmætri lóð og gott betur. Þannig að fjármáladæmið var hagkvæmast hér (á Hörpureitnum). Samnýta bílastæðin hér með Hörpu, sameiginlegar innkomur og fleira. Það er mikill ávinningur í því,“ segir Steiþór Pálsson. Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans segir bankann vilja hafa höfuðstöðvar sínar í miðborginni í framtíðinni eins og flestar aðrar fjármálastofnanir. Lóðin á Hörpureitnum hafi fengist fyrir mjög gott verð og að auki fylgi henni hundruð milljóna sparnaður með samnýtingu bílastæða neðanjarðar.Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi sagði Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans að bygging nýrra höfuðstöðva bankans á Hörpureitnum yrði bankanum hagkvæm. En bankinn er nú á fjölmörgum stöðum í miðbænum. Með nýjum höfuðstöðvum gæti bankinn selt eignir og sparað í leigu, þannig að rekstrarreikningur bankans myndi batna um 700 milljónir króna á ári og höfuðstöðvarnar borga sig á um tíu árum.Þannig að þetta ætti ekki að koma niður á þeim gjöldum sem viðskiptavinir eru að greiða? Þið gætuð ekki lækkað þau ef þið færuð ekki í þessar framkvæmdir og greitt ríkinu kannski meira í arð?„Nei það er akkúrat öfugt. Í dag erum við að sóa. Við erum að eyða óþarflega miklu getum við sagt og þarna náum við fram sparnaði. Við þurfum að fara í smá fjárfestingu. Hún borgar sig hratt til baka. Þannig að þetta verður sannarlega betri rekstrarniðurstaða í bankanum en er fyrir,“ segir Steinþór. Þá fékk Landsbankinn lóðina á mjög hagstæðu verði eða 58 þúsund krónur fermetrann að meðtöldum gatnagerðargjöldum sem eru um 19 þúsund krónur á fermetra. „Við fengum þetta á mjög góðu verði. En þetta er verðmæt lóð og hugsanlega eru einhverjir til að borga meira fyrir hana. Þegar þetta var auglýst fyrir ekki svo löngu og selt var ekki mikil eftirspurn. Við höfum legið yfir þessu og komist að þeirri niðurstöðu að það sé eðlilegt fyrir bankann að staðsetja sig þar sem önnur fjármálastarfsemi er í landinu,“ segir Steinþór. En það svæði afmarkist af Kvosinni, upp í Skólavörðuholtið og inn eftir Borgartúni og Kirkjusandi. „Og við viljum vera á þessum stað. Vera sýnileg og að viðskiptavinir geti þá nálgast okkur þegar þeir eru að nálgast aðra keppinauta og banka. Meginhluti tekna bankans koma frá miðlægri starfsemi. Þannig að það er ekki eins og öll viðskiptastarfsemi eigi sér bara stað í útibúum. Því fer fjarri,“ segir Steinþór. En almenn bankaafgreiðsla mun þó verða á jarðhæð nýju höfuðstöðvanna og um 2.500 fermetrar leigðir út til annarra aðila. Steinþór segir einnig hafa spilað inn í að á Hörpureitnum fylgi bílastæði neðanjarðar en sá liður geti reynst mjög dýr. „Á þessu svæði myndir þú þurfa að byggja eitthvað fyrri bíla. Hvert stæði hleypur á milljónum. Með því að spara nokkur hundruð bílastæði hleypur þetta strax á nokkur hundruð milljónum í sparnaði í byggingu. Það kemur svo á móti verðmætri lóð og gott betur. Þannig að fjármáladæmið var hagkvæmast hér (á Hörpureitnum). Samnýta bílastæðin hér með Hörpu, sameiginlegar innkomur og fleira. Það er mikill ávinningur í því,“ segir Steiþór Pálsson.
Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Sjá meira