Bankastjóri segir Hörpureitinn mjög hagkvæman fyrir Landsbankann Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2015 12:00 Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir bankann vilja vera í nálægð við samkeppnisaðila á fjármálamarkaði og viðskiptavini í miðborginni. vísir Bankastjóri Landsbankans segir bankann vilja hafa höfuðstöðvar sínar í miðborginni í framtíðinni eins og flestar aðrar fjármálastofnanir. Lóðin á Hörpureitnum hafi fengist fyrir mjög gott verð og að auki fylgi henni hundruð milljóna sparnaður með samnýtingu bílastæða neðanjarðar.Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi sagði Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans að bygging nýrra höfuðstöðva bankans á Hörpureitnum yrði bankanum hagkvæm. En bankinn er nú á fjölmörgum stöðum í miðbænum. Með nýjum höfuðstöðvum gæti bankinn selt eignir og sparað í leigu, þannig að rekstrarreikningur bankans myndi batna um 700 milljónir króna á ári og höfuðstöðvarnar borga sig á um tíu árum.Þannig að þetta ætti ekki að koma niður á þeim gjöldum sem viðskiptavinir eru að greiða? Þið gætuð ekki lækkað þau ef þið færuð ekki í þessar framkvæmdir og greitt ríkinu kannski meira í arð?„Nei það er akkúrat öfugt. Í dag erum við að sóa. Við erum að eyða óþarflega miklu getum við sagt og þarna náum við fram sparnaði. Við þurfum að fara í smá fjárfestingu. Hún borgar sig hratt til baka. Þannig að þetta verður sannarlega betri rekstrarniðurstaða í bankanum en er fyrir,“ segir Steinþór. Þá fékk Landsbankinn lóðina á mjög hagstæðu verði eða 58 þúsund krónur fermetrann að meðtöldum gatnagerðargjöldum sem eru um 19 þúsund krónur á fermetra. „Við fengum þetta á mjög góðu verði. En þetta er verðmæt lóð og hugsanlega eru einhverjir til að borga meira fyrir hana. Þegar þetta var auglýst fyrir ekki svo löngu og selt var ekki mikil eftirspurn. Við höfum legið yfir þessu og komist að þeirri niðurstöðu að það sé eðlilegt fyrir bankann að staðsetja sig þar sem önnur fjármálastarfsemi er í landinu,“ segir Steinþór. En það svæði afmarkist af Kvosinni, upp í Skólavörðuholtið og inn eftir Borgartúni og Kirkjusandi. „Og við viljum vera á þessum stað. Vera sýnileg og að viðskiptavinir geti þá nálgast okkur þegar þeir eru að nálgast aðra keppinauta og banka. Meginhluti tekna bankans koma frá miðlægri starfsemi. Þannig að það er ekki eins og öll viðskiptastarfsemi eigi sér bara stað í útibúum. Því fer fjarri,“ segir Steinþór. En almenn bankaafgreiðsla mun þó verða á jarðhæð nýju höfuðstöðvanna og um 2.500 fermetrar leigðir út til annarra aðila. Steinþór segir einnig hafa spilað inn í að á Hörpureitnum fylgi bílastæði neðanjarðar en sá liður geti reynst mjög dýr. „Á þessu svæði myndir þú þurfa að byggja eitthvað fyrri bíla. Hvert stæði hleypur á milljónum. Með því að spara nokkur hundruð bílastæði hleypur þetta strax á nokkur hundruð milljónum í sparnaði í byggingu. Það kemur svo á móti verðmætri lóð og gott betur. Þannig að fjármáladæmið var hagkvæmast hér (á Hörpureitnum). Samnýta bílastæðin hér með Hörpu, sameiginlegar innkomur og fleira. Það er mikill ávinningur í því,“ segir Steiþór Pálsson. Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans segir bankann vilja hafa höfuðstöðvar sínar í miðborginni í framtíðinni eins og flestar aðrar fjármálastofnanir. Lóðin á Hörpureitnum hafi fengist fyrir mjög gott verð og að auki fylgi henni hundruð milljóna sparnaður með samnýtingu bílastæða neðanjarðar.Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi sagði Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans að bygging nýrra höfuðstöðva bankans á Hörpureitnum yrði bankanum hagkvæm. En bankinn er nú á fjölmörgum stöðum í miðbænum. Með nýjum höfuðstöðvum gæti bankinn selt eignir og sparað í leigu, þannig að rekstrarreikningur bankans myndi batna um 700 milljónir króna á ári og höfuðstöðvarnar borga sig á um tíu árum.Þannig að þetta ætti ekki að koma niður á þeim gjöldum sem viðskiptavinir eru að greiða? Þið gætuð ekki lækkað þau ef þið færuð ekki í þessar framkvæmdir og greitt ríkinu kannski meira í arð?„Nei það er akkúrat öfugt. Í dag erum við að sóa. Við erum að eyða óþarflega miklu getum við sagt og þarna náum við fram sparnaði. Við þurfum að fara í smá fjárfestingu. Hún borgar sig hratt til baka. Þannig að þetta verður sannarlega betri rekstrarniðurstaða í bankanum en er fyrir,“ segir Steinþór. Þá fékk Landsbankinn lóðina á mjög hagstæðu verði eða 58 þúsund krónur fermetrann að meðtöldum gatnagerðargjöldum sem eru um 19 þúsund krónur á fermetra. „Við fengum þetta á mjög góðu verði. En þetta er verðmæt lóð og hugsanlega eru einhverjir til að borga meira fyrir hana. Þegar þetta var auglýst fyrir ekki svo löngu og selt var ekki mikil eftirspurn. Við höfum legið yfir þessu og komist að þeirri niðurstöðu að það sé eðlilegt fyrir bankann að staðsetja sig þar sem önnur fjármálastarfsemi er í landinu,“ segir Steinþór. En það svæði afmarkist af Kvosinni, upp í Skólavörðuholtið og inn eftir Borgartúni og Kirkjusandi. „Og við viljum vera á þessum stað. Vera sýnileg og að viðskiptavinir geti þá nálgast okkur þegar þeir eru að nálgast aðra keppinauta og banka. Meginhluti tekna bankans koma frá miðlægri starfsemi. Þannig að það er ekki eins og öll viðskiptastarfsemi eigi sér bara stað í útibúum. Því fer fjarri,“ segir Steinþór. En almenn bankaafgreiðsla mun þó verða á jarðhæð nýju höfuðstöðvanna og um 2.500 fermetrar leigðir út til annarra aðila. Steinþór segir einnig hafa spilað inn í að á Hörpureitnum fylgi bílastæði neðanjarðar en sá liður geti reynst mjög dýr. „Á þessu svæði myndir þú þurfa að byggja eitthvað fyrri bíla. Hvert stæði hleypur á milljónum. Með því að spara nokkur hundruð bílastæði hleypur þetta strax á nokkur hundruð milljónum í sparnaði í byggingu. Það kemur svo á móti verðmætri lóð og gott betur. Þannig að fjármáladæmið var hagkvæmast hér (á Hörpureitnum). Samnýta bílastæðin hér með Hörpu, sameiginlegar innkomur og fleira. Það er mikill ávinningur í því,“ segir Steiþór Pálsson.
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira