Mikil spenna eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2015 06:30 Signý og Sunna Víðisdóttir deila efsta sætinu í kvennaflokki. mynd/gsí Íslandsmótið í golfi hófst í gær á Garðavelli á Akranesi. Mótinu lýkur á síðdegis á sunnudaginn. Þórður Rafn Gissurarson, GR, lék manna best í karlaflokki í gær; á alls 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Þórður, sem hefur leikið á nærri 20 atvinnumótum á þýsku Pro Golf-mótaröðinni á þessu ári, hefur ekki enn orðið Íslandsmeistari en byrjunin hjá honum í ár lofar góðu. Axel Bóasson, GK, er í 2. sæti en hann lék á 69 höggum, eða þremur höggum undir pari. Ragnar Már Garðarsson, GKG, kemur næstur í 3. sæti en hann lék á 70 höggum, eða tveimur höggum undir pari. Andri Már Óskarsson (GKG), Haraldur Franklín Magnús (GR) og Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) eru jafnir í 4.-6. sæti en þeir léku allir á 71 höggi, eða einu undir pari. Í kvennaflokki deila þær Sunna Víðisdóttir, GR, og Signý Arnórsdóttir efsta sætinu eftir fyrsta daginn. Þær léku báðar á 71 höggi, eða einu höggi undir pari. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, kemur næst í 3. sæti en hún lék á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari. Ríkjandi Íslandsmeistarinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er í 4. sæti en hún lék á 74 höggum, eða tveimur höggum yfir pari. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK, er svo í 5. sæti á 75 höggum, eða þremur höggum yfir pari.Vegna mistaka voru upplýsingar um gang mála í kvennaflokki ekki með í Fréttablaðinu í dag. Beðist er velvirðingar á þeim. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslandsmótið í golfi hófst í gær á Garðavelli á Akranesi. Mótinu lýkur á síðdegis á sunnudaginn. Þórður Rafn Gissurarson, GR, lék manna best í karlaflokki í gær; á alls 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Þórður, sem hefur leikið á nærri 20 atvinnumótum á þýsku Pro Golf-mótaröðinni á þessu ári, hefur ekki enn orðið Íslandsmeistari en byrjunin hjá honum í ár lofar góðu. Axel Bóasson, GK, er í 2. sæti en hann lék á 69 höggum, eða þremur höggum undir pari. Ragnar Már Garðarsson, GKG, kemur næstur í 3. sæti en hann lék á 70 höggum, eða tveimur höggum undir pari. Andri Már Óskarsson (GKG), Haraldur Franklín Magnús (GR) og Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) eru jafnir í 4.-6. sæti en þeir léku allir á 71 höggi, eða einu undir pari. Í kvennaflokki deila þær Sunna Víðisdóttir, GR, og Signý Arnórsdóttir efsta sætinu eftir fyrsta daginn. Þær léku báðar á 71 höggi, eða einu höggi undir pari. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, kemur næst í 3. sæti en hún lék á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari. Ríkjandi Íslandsmeistarinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er í 4. sæti en hún lék á 74 höggum, eða tveimur höggum yfir pari. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK, er svo í 5. sæti á 75 höggum, eða þremur höggum yfir pari.Vegna mistaka voru upplýsingar um gang mála í kvennaflokki ekki með í Fréttablaðinu í dag. Beðist er velvirðingar á þeim.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira