Lífið

Jimmy Fallon steig á svið með U2 í Madison Square Garden

Birgir Olgeirsson skrifar
Það var kátt í höllinni.
Það var kátt í höllinni. Vísir/Youtube
Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon fékk ósk sína uppfyllta þegar hann steig á svið með írsku sveitinni U2 í Madison Square Garden í gær.  Þegar U2 var að hætta við að koma fram í þætti Fallons, The Tonight Show, í fyrra vegna hjólreiðaslyss söngvarans Bono ákváðu Fallon og hljómsveitin The Roots að henda í eina U2-eftirhermu og varð lagið Desire fyrir valinu.

Fallon fylgdi síðan hljómsveitinni eftir fyrr í ár þegar U2 lék fyrir vegfarendur í lestarstöð í New York. Meðlimir U2 ákváðu að þakka Fallon fyrir tryggðina með því að bjóða hann velkominn á sviðið í Madison Square Garden þar sem hann fékk að flytja lagið Desire. Hljómsveitin The Roots fékk síðan að spila lagið Angel of Harlem með U2.   






Fleiri fréttir

Sjá meira


×