Telja að sonur hæstaréttardómara kunni að hafa haft fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu Al Thani-málsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júlí 2015 11:15 Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson og Kolbeinn Árnason. vísir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, telja að Árni Kolbeinsson, hæstaréttardómari í Al Thani-málinu hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna tengsla sonar hans, Kolbeins Árnasonar, við slitastjórn Kaupþings. Kolbeinn starfar nú sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hreiðar og Sigurður hafa því farið fram á endurupptöku málsins auk þess sem þeir telja að sönnunargögn í málinu hafi verið rangt metin. Eins og kunnugt er sitja þeir báðir í fangelsi vegna Al Thani-málsins.Telur hagsmuni slitastjórnar Kaupþings af sakfellingu augljósa Í endurupptökubeiðni Hreiðars, sem er efnislega samhljóða endurupptökubeiðni Sigurðar, segir að eftir að dómur gekk í málinu hafi komið fram upplýsingar í fjölmiðlum um tengsl Kolbeins við slitastjórn Kaupþings: „Fyrir liggur að sonur dómarans, Kolbeinn Árnason, starfaði sem forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings á árunum 2008-2013. Slitastjórn Kaupþings hafði mikla hagsmuni af því að sakfellt yrði í málinu, enda telur hún slitabúið hafa orðið fyrir tjóni vegna viðskiptanna. Í þessu skyni hefur slitastjórnin stefnt dómfellda Hreiðari og Ólafi Ólafssyni til greiðslu skaðabóta vegna lánveitingar til félagsins Gerland og krafist hárra fjárbóta.“ Hreiðar telur hagsmuni slitastjórnarinnar af sakfellingu í Al Thani-málinu augljósa. Auk þess megi telja afar líklegt að sonur hæstaréttardómarans hafi tekið þátt í ákvörðun um að höfða skaðabótamál vegna fyrrnefndar lánveitingar. Þá telur Hreiðar jafnframt að Kolbeinn sé einn af þeim starfsmönnum slitasjórnarinnar sem muni fá „háar fjárhæðir í kaupauka verði gengið frá nauðsamningum við kröfuhafa.“ Því hafi hann haft hagsmuna að gæta af niðurstöðu í málinu sem að mati Hreiðars geti jafnvel verið fjárhagslegir.Einnig rangur „Óli“ að mati Hreiðars Ólafur Ólafsson, sem einnig var dæmdur í fangelsi vegna Al Thani-málsins, hefur áður farið fram á endurupptöku málsins. Gerir hann það vegna þess að telur sönnunargögn í málinu rangt metin af Hæstarétti. Að mati Ólafs lagði Hæstiréttur rangt mat á símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti viðskiptanna sem málið tók til. Í tilkynningu frá Þórólfi Jónssyni lögmanni Ólafs segir að í vitnisburðum fyrir héraðsdómi og öðrum sönnunargögnum málsins komi skýrt fram að þar hafi verið átt við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann. Samkvæmt endurupptökubeiðni Hreiðars tekur hann í öllu undir sjónarmið Ólafs um að sönnunargögn hafi verið ranglega metin í málinu. Eins og áður segir er endurupptökubeiðni Sigurðar Einarssonar efnislega samhljóða beiðni Hreiðars. Hún mun því byggja á sömu röksemdum og raktar eru í þeirri beiðni sem Vísir hefur undir höndum. Tengdar fréttir Bankamenn berast á í betrunarvistinni Kaupþingsmennirnir á Kvíabryggju sker sig nokkuð úr í hópi þeirra fanga sem nú eru í afplánun – ekki fer á milli mála að þeir eru talsvert betur settir en aðrir fangar. 9. júní 2015 10:44 Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43 Fara fram á endurupptöku Al Thani-málsins Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa farið fram á endurupptöku Al Thani-málsins. 23. júlí 2015 09:14 Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. 17. maí 2015 19:00 Helmingur telur refsingar í al-Thani málinu of vægar Prófessor í afbrotafræði segir niðurstöður rannsóknar á viðhorfi almennings til dóma í al-Thani málinu benda til þess að enn sé mikil reiði út í bankamenn. Íslendingar telja að efnahagsbrot séu alvarlegustu brotin. 5. júní 2015 07:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, telja að Árni Kolbeinsson, hæstaréttardómari í Al Thani-málinu hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna tengsla sonar hans, Kolbeins Árnasonar, við slitastjórn Kaupþings. Kolbeinn starfar nú sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hreiðar og Sigurður hafa því farið fram á endurupptöku málsins auk þess sem þeir telja að sönnunargögn í málinu hafi verið rangt metin. Eins og kunnugt er sitja þeir báðir í fangelsi vegna Al Thani-málsins.Telur hagsmuni slitastjórnar Kaupþings af sakfellingu augljósa Í endurupptökubeiðni Hreiðars, sem er efnislega samhljóða endurupptökubeiðni Sigurðar, segir að eftir að dómur gekk í málinu hafi komið fram upplýsingar í fjölmiðlum um tengsl Kolbeins við slitastjórn Kaupþings: „Fyrir liggur að sonur dómarans, Kolbeinn Árnason, starfaði sem forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings á árunum 2008-2013. Slitastjórn Kaupþings hafði mikla hagsmuni af því að sakfellt yrði í málinu, enda telur hún slitabúið hafa orðið fyrir tjóni vegna viðskiptanna. Í þessu skyni hefur slitastjórnin stefnt dómfellda Hreiðari og Ólafi Ólafssyni til greiðslu skaðabóta vegna lánveitingar til félagsins Gerland og krafist hárra fjárbóta.“ Hreiðar telur hagsmuni slitastjórnarinnar af sakfellingu í Al Thani-málinu augljósa. Auk þess megi telja afar líklegt að sonur hæstaréttardómarans hafi tekið þátt í ákvörðun um að höfða skaðabótamál vegna fyrrnefndar lánveitingar. Þá telur Hreiðar jafnframt að Kolbeinn sé einn af þeim starfsmönnum slitasjórnarinnar sem muni fá „háar fjárhæðir í kaupauka verði gengið frá nauðsamningum við kröfuhafa.“ Því hafi hann haft hagsmuna að gæta af niðurstöðu í málinu sem að mati Hreiðars geti jafnvel verið fjárhagslegir.Einnig rangur „Óli“ að mati Hreiðars Ólafur Ólafsson, sem einnig var dæmdur í fangelsi vegna Al Thani-málsins, hefur áður farið fram á endurupptöku málsins. Gerir hann það vegna þess að telur sönnunargögn í málinu rangt metin af Hæstarétti. Að mati Ólafs lagði Hæstiréttur rangt mat á símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti viðskiptanna sem málið tók til. Í tilkynningu frá Þórólfi Jónssyni lögmanni Ólafs segir að í vitnisburðum fyrir héraðsdómi og öðrum sönnunargögnum málsins komi skýrt fram að þar hafi verið átt við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann. Samkvæmt endurupptökubeiðni Hreiðars tekur hann í öllu undir sjónarmið Ólafs um að sönnunargögn hafi verið ranglega metin í málinu. Eins og áður segir er endurupptökubeiðni Sigurðar Einarssonar efnislega samhljóða beiðni Hreiðars. Hún mun því byggja á sömu röksemdum og raktar eru í þeirri beiðni sem Vísir hefur undir höndum.
Tengdar fréttir Bankamenn berast á í betrunarvistinni Kaupþingsmennirnir á Kvíabryggju sker sig nokkuð úr í hópi þeirra fanga sem nú eru í afplánun – ekki fer á milli mála að þeir eru talsvert betur settir en aðrir fangar. 9. júní 2015 10:44 Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43 Fara fram á endurupptöku Al Thani-málsins Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa farið fram á endurupptöku Al Thani-málsins. 23. júlí 2015 09:14 Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. 17. maí 2015 19:00 Helmingur telur refsingar í al-Thani málinu of vægar Prófessor í afbrotafræði segir niðurstöður rannsóknar á viðhorfi almennings til dóma í al-Thani málinu benda til þess að enn sé mikil reiði út í bankamenn. Íslendingar telja að efnahagsbrot séu alvarlegustu brotin. 5. júní 2015 07:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Bankamenn berast á í betrunarvistinni Kaupþingsmennirnir á Kvíabryggju sker sig nokkuð úr í hópi þeirra fanga sem nú eru í afplánun – ekki fer á milli mála að þeir eru talsvert betur settir en aðrir fangar. 9. júní 2015 10:44
Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43
Fara fram á endurupptöku Al Thani-málsins Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa farið fram á endurupptöku Al Thani-málsins. 23. júlí 2015 09:14
Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. 17. maí 2015 19:00
Helmingur telur refsingar í al-Thani málinu of vægar Prófessor í afbrotafræði segir niðurstöður rannsóknar á viðhorfi almennings til dóma í al-Thani málinu benda til þess að enn sé mikil reiði út í bankamenn. Íslendingar telja að efnahagsbrot séu alvarlegustu brotin. 5. júní 2015 07:00