Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2015 13:24 Þorsteinn Halldórsson er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Breiðabliks. vísir/valli Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna.Sjá einnig:Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á fimm fulltrúa í úrvalsliði umferða 1-9 og þá var Fanndís Friðriksdóttir útnefnd besti leikmaðurinn en hún er markahæst í Pepsi-deildinni með 14 mörk. Þjálfari umferða 1-9 kemur einnig úr röðum Breiðabliks en hann heitir Þorsteinn Halldórsson og er á sínu fyrsta ári með Blikaliðið. „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu en ég vil helst fá hana eftir tvo mánuði,“ sagði Þorsteinn en sjö leikir standa á milli Breiðabliks og Íslandsmeistaratitilsins sem liðið hefur ekki unnið síðan 2005. „Við erum með gott lið, höfum verið samstillt og spilað þokkalega góða leiki. Þetta er árangurinn af því. Ég tók við góðu búi en við styrktum liðið aðeins og höfum búið til gott lið,“ sagði Þorsteinn. Varnarleikur Breiðabliks hefur verið ógnarsterkur í sumar en liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu 11 leikjunum og haldið hreinu í átta leikjum í röð. „Grundvallaratriði er gæði leikmannanna og svo höfum við unnið aðeins í þessu og smám saman verið að bæta varnarleik liðsins sem heildar. „Það skilar sér í því að við höfum fengið fá mörk, og fá færi, á okkur,“ sagði Þorsteinn sem segir mikilvægi Málfríðar Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttur mikið en þær komu til Breiðabliks í vetur eftir að hafa verið mjög sigursælar hjá Val. „Þetta eru stelpur sem hafa unnið allt og þekkja þetta. Það lyftir hinum upp og hjálpar liðinu. Þær koma með sigurhugsun inn í liðið og það er kannski það sem liðið þurfti á að halda.“ Breiðablik er í góðri stöðu á toppnum, með fjögurra stiga forskot á Íslandsmeistara Stjörnunnar en liðin mætast fimmtudaginn 20. ágúst. Þorsteinn segist ekki vera farinn að hugsa um þann leik. „Ég er ekki farinn að spá nokkurn skapaðan hlut í þann leik, það er bara næsti leikur. Ef við ætlum að fara að horfa svona langt fram á veginn lendum við í vandræðum,“ sagði Þorsteinn. „Við reynum að halda okkur í núinu og einbeita okkur að hverju verkefni fyrir sig. Og næst er það KR,“ bætti Þorsteinn við en KR er eina liðið sem hefur tekið stig af Breiðabliki í sumar, en liðin gerðu 1-1 jafntefli í 3. umferðinni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna.Sjá einnig:Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á fimm fulltrúa í úrvalsliði umferða 1-9 og þá var Fanndís Friðriksdóttir útnefnd besti leikmaðurinn en hún er markahæst í Pepsi-deildinni með 14 mörk. Þjálfari umferða 1-9 kemur einnig úr röðum Breiðabliks en hann heitir Þorsteinn Halldórsson og er á sínu fyrsta ári með Blikaliðið. „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu en ég vil helst fá hana eftir tvo mánuði,“ sagði Þorsteinn en sjö leikir standa á milli Breiðabliks og Íslandsmeistaratitilsins sem liðið hefur ekki unnið síðan 2005. „Við erum með gott lið, höfum verið samstillt og spilað þokkalega góða leiki. Þetta er árangurinn af því. Ég tók við góðu búi en við styrktum liðið aðeins og höfum búið til gott lið,“ sagði Þorsteinn. Varnarleikur Breiðabliks hefur verið ógnarsterkur í sumar en liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu 11 leikjunum og haldið hreinu í átta leikjum í röð. „Grundvallaratriði er gæði leikmannanna og svo höfum við unnið aðeins í þessu og smám saman verið að bæta varnarleik liðsins sem heildar. „Það skilar sér í því að við höfum fengið fá mörk, og fá færi, á okkur,“ sagði Þorsteinn sem segir mikilvægi Málfríðar Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttur mikið en þær komu til Breiðabliks í vetur eftir að hafa verið mjög sigursælar hjá Val. „Þetta eru stelpur sem hafa unnið allt og þekkja þetta. Það lyftir hinum upp og hjálpar liðinu. Þær koma með sigurhugsun inn í liðið og það er kannski það sem liðið þurfti á að halda.“ Breiðablik er í góðri stöðu á toppnum, með fjögurra stiga forskot á Íslandsmeistara Stjörnunnar en liðin mætast fimmtudaginn 20. ágúst. Þorsteinn segist ekki vera farinn að hugsa um þann leik. „Ég er ekki farinn að spá nokkurn skapaðan hlut í þann leik, það er bara næsti leikur. Ef við ætlum að fara að horfa svona langt fram á veginn lendum við í vandræðum,“ sagði Þorsteinn. „Við reynum að halda okkur í núinu og einbeita okkur að hverju verkefni fyrir sig. Og næst er það KR,“ bætti Þorsteinn við en KR er eina liðið sem hefur tekið stig af Breiðabliki í sumar, en liðin gerðu 1-1 jafntefli í 3. umferðinni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira