Stjórnarandstaðan í Grikklandi vill ekki kosningar Heimir Már Pétursson skrifar 21. júlí 2015 19:10 Ríkisstjórn Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, virðist ætla að lifa af hremmingar undanfarna vikna. Leiðtogar helstu stjórnarndstöðuflokka telja ekki þörf á kosningum í bráð en vara forsætisráðherrann við frekari ævintýramennsku sem stefnt gæti aðild Grikkja að evrunni í hættu. Spennan er aðeins að minnka í Grikklandi eftir óróleikann þar undanfarnar vikur. En eftir að tæplega einn þriðji þingmanna Syriza, stjórnarflokks Tsipras, greiddi atkvæði gegn björgunarpakka Evrópu á þingi í síðustu viku, hafa verið uppi getgátur um nýjar þingkosningar í landinu. En aðeins eru liðnir sex mánuðir frá því Syriza vann góðan sigur í kosningum í Grikklandi. Björgunarpakkinn var samþykktur með stuðningi borgaralegra miðju- og hægriflokka sem mega ekki til þess hugsa að Grikkir yfirgefi evrusamstarfið, hvað þá Evrópusambandið sjálft. Margir töldu að stjórnarandstaðan myndi nota veikari stöðu forsætisráðherrans til að knýja fram kosningar. „Kosningar í haust myndu hafa í för með sér algert öngþveiti. Efnahagurinn myndi ekki þola það og millistéttin lifir ekki af annað mislukkað ævintýri,“ segir Stavros Theodorakis, formaður Patomi flokksins, sem bauð fyrst fram í síðustu kosningum og fékk 17 þingsæti af þeim 300 sem eru á gríska þinginu. Landið logaði nú stafnana á milli og enn ekki útséð með björgun. Nú skipti öllu máli að þjóðin og þar með stjórnmálaflokkarnir stæðu saman í að bjarga landinu. Bankar voru opnaðir í gær eftir að hafa verið lokaðir í um þrjár vikur og aðeins var slakað á klónni með hámarksútektir fólks af reikningum sínum og meirihluti almennings virðist styðja forsætisráðherrann. Fofi Genimmata, formaður Pasok, sósíaldemókrataflokks Grikklands, varar Tsipras þó við að fara út af sporinu í samskiptum við Evrópusambandið. „Forsætisráðherrann verður fyrst og fremst að skuldbinda sig og lýsa því yfir að það verði engar kosningar fyrr en það er alveg tryggt að möguleiki á útgöngu Grikklands úr evrusamstarfinu (Grexit) sé að baki okkur,“ sagði Genimmata. Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri AGS segir nauðsynlegt að fresta eða fella niður gjalddaga á lánum gríska ríkisins Grikkir skulda 320 milljarða evra eða tæplega 180 prósent af vergri landsframleiðslu gríska ríkisins. 19. júlí 2015 15:15 Sjötíu prósent Grikkja styðja samkomulag við lánardrottna Ný skoðanakönnun sýnir að einungis 24 prósent Grikkja myndu kjósa að yfirgefa evrusamstarfið. 18. júlí 2015 17:59 Grikkland ekki lengur á vanskilaskrá AGS Afborganirnar til AGS og önnur 4,2 milljarða evru greiðsla til Evrópska seðlabankans skiluðu sér fyrr í dag. 20. júlí 2015 16:21 Varoufakis segir aðgerðir vegna Grikklands dæmdar til að mistakast Yanis Varoufakis segir Grikki hafa haft val um aftöku eða að gríska ríkið yrði sett á hausinn. 18. júlí 2015 10:01 Grískir bankar opnuðu aftur í morgun Enn eru takmarkanir á fjármagnsflutninga, auk þess að verð á vörum og þjónustu mun hækka í dag vegna hækkunar á virðisaukaskatti. 20. júlí 2015 09:45 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Ríkisstjórn Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, virðist ætla að lifa af hremmingar undanfarna vikna. Leiðtogar helstu stjórnarndstöðuflokka telja ekki þörf á kosningum í bráð en vara forsætisráðherrann við frekari ævintýramennsku sem stefnt gæti aðild Grikkja að evrunni í hættu. Spennan er aðeins að minnka í Grikklandi eftir óróleikann þar undanfarnar vikur. En eftir að tæplega einn þriðji þingmanna Syriza, stjórnarflokks Tsipras, greiddi atkvæði gegn björgunarpakka Evrópu á þingi í síðustu viku, hafa verið uppi getgátur um nýjar þingkosningar í landinu. En aðeins eru liðnir sex mánuðir frá því Syriza vann góðan sigur í kosningum í Grikklandi. Björgunarpakkinn var samþykktur með stuðningi borgaralegra miðju- og hægriflokka sem mega ekki til þess hugsa að Grikkir yfirgefi evrusamstarfið, hvað þá Evrópusambandið sjálft. Margir töldu að stjórnarandstaðan myndi nota veikari stöðu forsætisráðherrans til að knýja fram kosningar. „Kosningar í haust myndu hafa í för með sér algert öngþveiti. Efnahagurinn myndi ekki þola það og millistéttin lifir ekki af annað mislukkað ævintýri,“ segir Stavros Theodorakis, formaður Patomi flokksins, sem bauð fyrst fram í síðustu kosningum og fékk 17 þingsæti af þeim 300 sem eru á gríska þinginu. Landið logaði nú stafnana á milli og enn ekki útséð með björgun. Nú skipti öllu máli að þjóðin og þar með stjórnmálaflokkarnir stæðu saman í að bjarga landinu. Bankar voru opnaðir í gær eftir að hafa verið lokaðir í um þrjár vikur og aðeins var slakað á klónni með hámarksútektir fólks af reikningum sínum og meirihluti almennings virðist styðja forsætisráðherrann. Fofi Genimmata, formaður Pasok, sósíaldemókrataflokks Grikklands, varar Tsipras þó við að fara út af sporinu í samskiptum við Evrópusambandið. „Forsætisráðherrann verður fyrst og fremst að skuldbinda sig og lýsa því yfir að það verði engar kosningar fyrr en það er alveg tryggt að möguleiki á útgöngu Grikklands úr evrusamstarfinu (Grexit) sé að baki okkur,“ sagði Genimmata.
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri AGS segir nauðsynlegt að fresta eða fella niður gjalddaga á lánum gríska ríkisins Grikkir skulda 320 milljarða evra eða tæplega 180 prósent af vergri landsframleiðslu gríska ríkisins. 19. júlí 2015 15:15 Sjötíu prósent Grikkja styðja samkomulag við lánardrottna Ný skoðanakönnun sýnir að einungis 24 prósent Grikkja myndu kjósa að yfirgefa evrusamstarfið. 18. júlí 2015 17:59 Grikkland ekki lengur á vanskilaskrá AGS Afborganirnar til AGS og önnur 4,2 milljarða evru greiðsla til Evrópska seðlabankans skiluðu sér fyrr í dag. 20. júlí 2015 16:21 Varoufakis segir aðgerðir vegna Grikklands dæmdar til að mistakast Yanis Varoufakis segir Grikki hafa haft val um aftöku eða að gríska ríkið yrði sett á hausinn. 18. júlí 2015 10:01 Grískir bankar opnuðu aftur í morgun Enn eru takmarkanir á fjármagnsflutninga, auk þess að verð á vörum og þjónustu mun hækka í dag vegna hækkunar á virðisaukaskatti. 20. júlí 2015 09:45 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Framkvæmdastjóri AGS segir nauðsynlegt að fresta eða fella niður gjalddaga á lánum gríska ríkisins Grikkir skulda 320 milljarða evra eða tæplega 180 prósent af vergri landsframleiðslu gríska ríkisins. 19. júlí 2015 15:15
Sjötíu prósent Grikkja styðja samkomulag við lánardrottna Ný skoðanakönnun sýnir að einungis 24 prósent Grikkja myndu kjósa að yfirgefa evrusamstarfið. 18. júlí 2015 17:59
Grikkland ekki lengur á vanskilaskrá AGS Afborganirnar til AGS og önnur 4,2 milljarða evru greiðsla til Evrópska seðlabankans skiluðu sér fyrr í dag. 20. júlí 2015 16:21
Varoufakis segir aðgerðir vegna Grikklands dæmdar til að mistakast Yanis Varoufakis segir Grikki hafa haft val um aftöku eða að gríska ríkið yrði sett á hausinn. 18. júlí 2015 10:01
Grískir bankar opnuðu aftur í morgun Enn eru takmarkanir á fjármagnsflutninga, auk þess að verð á vörum og þjónustu mun hækka í dag vegna hækkunar á virðisaukaskatti. 20. júlí 2015 09:45