Stjórnarandstaðan í Grikklandi vill ekki kosningar Heimir Már Pétursson skrifar 21. júlí 2015 19:10 Ríkisstjórn Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, virðist ætla að lifa af hremmingar undanfarna vikna. Leiðtogar helstu stjórnarndstöðuflokka telja ekki þörf á kosningum í bráð en vara forsætisráðherrann við frekari ævintýramennsku sem stefnt gæti aðild Grikkja að evrunni í hættu. Spennan er aðeins að minnka í Grikklandi eftir óróleikann þar undanfarnar vikur. En eftir að tæplega einn þriðji þingmanna Syriza, stjórnarflokks Tsipras, greiddi atkvæði gegn björgunarpakka Evrópu á þingi í síðustu viku, hafa verið uppi getgátur um nýjar þingkosningar í landinu. En aðeins eru liðnir sex mánuðir frá því Syriza vann góðan sigur í kosningum í Grikklandi. Björgunarpakkinn var samþykktur með stuðningi borgaralegra miðju- og hægriflokka sem mega ekki til þess hugsa að Grikkir yfirgefi evrusamstarfið, hvað þá Evrópusambandið sjálft. Margir töldu að stjórnarandstaðan myndi nota veikari stöðu forsætisráðherrans til að knýja fram kosningar. „Kosningar í haust myndu hafa í för með sér algert öngþveiti. Efnahagurinn myndi ekki þola það og millistéttin lifir ekki af annað mislukkað ævintýri,“ segir Stavros Theodorakis, formaður Patomi flokksins, sem bauð fyrst fram í síðustu kosningum og fékk 17 þingsæti af þeim 300 sem eru á gríska þinginu. Landið logaði nú stafnana á milli og enn ekki útséð með björgun. Nú skipti öllu máli að þjóðin og þar með stjórnmálaflokkarnir stæðu saman í að bjarga landinu. Bankar voru opnaðir í gær eftir að hafa verið lokaðir í um þrjár vikur og aðeins var slakað á klónni með hámarksútektir fólks af reikningum sínum og meirihluti almennings virðist styðja forsætisráðherrann. Fofi Genimmata, formaður Pasok, sósíaldemókrataflokks Grikklands, varar Tsipras þó við að fara út af sporinu í samskiptum við Evrópusambandið. „Forsætisráðherrann verður fyrst og fremst að skuldbinda sig og lýsa því yfir að það verði engar kosningar fyrr en það er alveg tryggt að möguleiki á útgöngu Grikklands úr evrusamstarfinu (Grexit) sé að baki okkur,“ sagði Genimmata. Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri AGS segir nauðsynlegt að fresta eða fella niður gjalddaga á lánum gríska ríkisins Grikkir skulda 320 milljarða evra eða tæplega 180 prósent af vergri landsframleiðslu gríska ríkisins. 19. júlí 2015 15:15 Sjötíu prósent Grikkja styðja samkomulag við lánardrottna Ný skoðanakönnun sýnir að einungis 24 prósent Grikkja myndu kjósa að yfirgefa evrusamstarfið. 18. júlí 2015 17:59 Grikkland ekki lengur á vanskilaskrá AGS Afborganirnar til AGS og önnur 4,2 milljarða evru greiðsla til Evrópska seðlabankans skiluðu sér fyrr í dag. 20. júlí 2015 16:21 Varoufakis segir aðgerðir vegna Grikklands dæmdar til að mistakast Yanis Varoufakis segir Grikki hafa haft val um aftöku eða að gríska ríkið yrði sett á hausinn. 18. júlí 2015 10:01 Grískir bankar opnuðu aftur í morgun Enn eru takmarkanir á fjármagnsflutninga, auk þess að verð á vörum og þjónustu mun hækka í dag vegna hækkunar á virðisaukaskatti. 20. júlí 2015 09:45 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ríkisstjórn Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, virðist ætla að lifa af hremmingar undanfarna vikna. Leiðtogar helstu stjórnarndstöðuflokka telja ekki þörf á kosningum í bráð en vara forsætisráðherrann við frekari ævintýramennsku sem stefnt gæti aðild Grikkja að evrunni í hættu. Spennan er aðeins að minnka í Grikklandi eftir óróleikann þar undanfarnar vikur. En eftir að tæplega einn þriðji þingmanna Syriza, stjórnarflokks Tsipras, greiddi atkvæði gegn björgunarpakka Evrópu á þingi í síðustu viku, hafa verið uppi getgátur um nýjar þingkosningar í landinu. En aðeins eru liðnir sex mánuðir frá því Syriza vann góðan sigur í kosningum í Grikklandi. Björgunarpakkinn var samþykktur með stuðningi borgaralegra miðju- og hægriflokka sem mega ekki til þess hugsa að Grikkir yfirgefi evrusamstarfið, hvað þá Evrópusambandið sjálft. Margir töldu að stjórnarandstaðan myndi nota veikari stöðu forsætisráðherrans til að knýja fram kosningar. „Kosningar í haust myndu hafa í för með sér algert öngþveiti. Efnahagurinn myndi ekki þola það og millistéttin lifir ekki af annað mislukkað ævintýri,“ segir Stavros Theodorakis, formaður Patomi flokksins, sem bauð fyrst fram í síðustu kosningum og fékk 17 þingsæti af þeim 300 sem eru á gríska þinginu. Landið logaði nú stafnana á milli og enn ekki útséð með björgun. Nú skipti öllu máli að þjóðin og þar með stjórnmálaflokkarnir stæðu saman í að bjarga landinu. Bankar voru opnaðir í gær eftir að hafa verið lokaðir í um þrjár vikur og aðeins var slakað á klónni með hámarksútektir fólks af reikningum sínum og meirihluti almennings virðist styðja forsætisráðherrann. Fofi Genimmata, formaður Pasok, sósíaldemókrataflokks Grikklands, varar Tsipras þó við að fara út af sporinu í samskiptum við Evrópusambandið. „Forsætisráðherrann verður fyrst og fremst að skuldbinda sig og lýsa því yfir að það verði engar kosningar fyrr en það er alveg tryggt að möguleiki á útgöngu Grikklands úr evrusamstarfinu (Grexit) sé að baki okkur,“ sagði Genimmata.
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri AGS segir nauðsynlegt að fresta eða fella niður gjalddaga á lánum gríska ríkisins Grikkir skulda 320 milljarða evra eða tæplega 180 prósent af vergri landsframleiðslu gríska ríkisins. 19. júlí 2015 15:15 Sjötíu prósent Grikkja styðja samkomulag við lánardrottna Ný skoðanakönnun sýnir að einungis 24 prósent Grikkja myndu kjósa að yfirgefa evrusamstarfið. 18. júlí 2015 17:59 Grikkland ekki lengur á vanskilaskrá AGS Afborganirnar til AGS og önnur 4,2 milljarða evru greiðsla til Evrópska seðlabankans skiluðu sér fyrr í dag. 20. júlí 2015 16:21 Varoufakis segir aðgerðir vegna Grikklands dæmdar til að mistakast Yanis Varoufakis segir Grikki hafa haft val um aftöku eða að gríska ríkið yrði sett á hausinn. 18. júlí 2015 10:01 Grískir bankar opnuðu aftur í morgun Enn eru takmarkanir á fjármagnsflutninga, auk þess að verð á vörum og þjónustu mun hækka í dag vegna hækkunar á virðisaukaskatti. 20. júlí 2015 09:45 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Framkvæmdastjóri AGS segir nauðsynlegt að fresta eða fella niður gjalddaga á lánum gríska ríkisins Grikkir skulda 320 milljarða evra eða tæplega 180 prósent af vergri landsframleiðslu gríska ríkisins. 19. júlí 2015 15:15
Sjötíu prósent Grikkja styðja samkomulag við lánardrottna Ný skoðanakönnun sýnir að einungis 24 prósent Grikkja myndu kjósa að yfirgefa evrusamstarfið. 18. júlí 2015 17:59
Grikkland ekki lengur á vanskilaskrá AGS Afborganirnar til AGS og önnur 4,2 milljarða evru greiðsla til Evrópska seðlabankans skiluðu sér fyrr í dag. 20. júlí 2015 16:21
Varoufakis segir aðgerðir vegna Grikklands dæmdar til að mistakast Yanis Varoufakis segir Grikki hafa haft val um aftöku eða að gríska ríkið yrði sett á hausinn. 18. júlí 2015 10:01
Grískir bankar opnuðu aftur í morgun Enn eru takmarkanir á fjármagnsflutninga, auk þess að verð á vörum og þjónustu mun hækka í dag vegna hækkunar á virðisaukaskatti. 20. júlí 2015 09:45