„Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júlí 2015 11:21 Myndin sem Sunna Ben deildi með Facebook-færslu sinn í gær. mynd/sunna ben „Ég er búin að skrifa þennan póst að minnsta kosti tuttugu sinnum á undanförnum árum og hætta við að þora að birta hann jafn oft, en ég ætla ekki að þegja lengur.“ Þannig hefst Facebook-færsla Sunnu Ben, eins af skipuleggjendum Druslugöngunnar í ár, en í færslunni segir Sunna frá því þegar henni var nauðgað auk þess sem tvisvar sinnum var gerð tilraun til að nauðga henni. „Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað á meðan ég var meðvitundarlaus. Kvöldið áður en þessi mynd var tekin slapp ég naumlega frá nauðgun í annað sinn í lífinu. Á myndina vantar marblettina á brjóstunum og kvíðahnútinn í maganum.“Lögreglan ráðlagði henni að kæra ekkiSunna, sem er 26 ára í dag, er tvítug á myndinni en fyrst var gerð tilraun til þess að nauðga henni þegar hún var unglingur. „Það var tilraun sem misheppnaðist sem betur fer en það var lögreglumál frá fyrsta degi. Lögreglan kom á svæðið og bjargaði mér úr aðstæðunum þar sem ég var rænulaus,“ segir Sunna í samtali við Vísi. Hún segir lögregluna hafa verið inn í því máli allan tímann og meðal annars tekið af henni skýrslu. „Mér var þá sagt að ég gæti kært en það væri svo erfitt og svo ólíklegt að ég ynni málið að mér var ráðlagt að gera það ekki. Ég vissi náttúrulega ekkert um nauðgunarmál eða þessa menningu svo ég tók þau bara á orðinu. Svo þegar þetta henti mig aftur seinna þá hvarflaði ekki að mér að kæra þar sem mín reynsla af réttarkerfinu væri sú að það væri ekki til neins,“ segir Sunna. Hún segist sjá mikið eftir því að hafa ekki kært og vonast til að færsla sín verði meðal annars öðrum þolendum kynferðisofbeldis hvatning til að kæra, þó að það sé auðvitað erfitt.Sunna Ben, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar.vísir/andri marinóÓskaði þess að hún hefði ekki verið svona fullSunna segir þungu fargi af sér létt nú þegar hún hefur sagt opinberlega frá reynslu sinni en hún segist stíga fram vegna Druslugöngunnar og svo vegna þess mikla fjölda sem komið hefur fram undanfarna mánuði og greint frá alls kyns málum tengdum kynferðisofbeldi. Hún segist hafa fengið mikla hlýju og mikinn stuðning frá því hún setti færsluna inn í gærkvöldi, mun meiri en hún bjóst nokkurn tímann við. Í færslu sinni segir Sunna að Druslugangan hafi veitt henni mikla huggun þegar hún var gengin fyrst árið 2011, en hún hefur komið að skipulagi göngunnar frá árinu 2013: „Druslugangan var fyrst gengin árið eftir að mér var nauðgað, hún veitti mér mikla huggun og staðfesti trú mína á því að ég hefði ekki átt það sem kom fyrir mig skilið. Ég hafði lengi kennt sjálfri mér um allt, mundi að ég var í magabol í fyrsta skipti, stuttu pleðurpilsi hin tvö og varði miklum tíma í að óska þess að ég hefði ekki verið svona full, að ég hefði ekki tekið við drykkjum frá mönnum sem höfðu mögulega laumað einhverju í glösin, að ég hefði bara verið heima að læra eða sofandi… En það virkar ekki þannig. Hvorki klæðaburður minn né ölvun mín afsakar hegðun ömurlegra manna sem sáu sér leik á borði þegar ég var minnimáttar. Druslugangan veitti mér sjálfstraust til að byrja að tala um þessi mál og byrja að vinna úr þeim, fara í sálfræðimeðferð og vera sanngjörn við sjálfa mig. En ég hef aldrei áður stigið fram og lagt öll mín mál á borðið og veit að ég hefði aldrei þorað því ef ekki væri fyrir byltinguna sem hefur átt sér stað undanfarna mánuði. Auðvitað þóttist ég alltaf vita að það væri ekki mitt að þegja, en það er erfitt að byrja að tala um þessa hluti og það er erfitt að stíga fram eftir mörg ár af samviskusamlegri þögn og eftir að gerendur hafa sumir hverjir haft mikið fyrir því að passa að ég þegði. En ég mun ekki þegja, fokk þöggun, fokk ofbeldi, áfram druslur! Ég er hætt að skammast mín, enda engin ástæða til. Sjáumst í Druslugöngunni á laugardaginn!“Druslugangan fer fram í fimmta sinn á laugardag og hefst klukkan 14. Gengið verður frá Hallgrímskirkju og niður á Austurvöll þar sem verða tónleikar og ræðuhöld. Sunna segir skipuleggjendur vonast eftir því að 20 þúsund manns mæti en í fyrra var metþátttaka þegar um 11 þúsund manns tóku þátt í göngunni. Facebook-færslu Sunnu má sjá í heild sinni hér að neðan.Ég er búin að skrifa þennan póst að minnsta kosti tuttugu sinnum á undanförnum árum og hætta við að þora að birta hann...Posted by Sunna Ben on Monday, 20 July 2015 Tengdar fréttir Þingmaður og borgarstjóri eru druslur Druslugangan fer fram 25. júlí. Strætóskýli borgarinnar verða skreytt druslum þar til gangan fer fram. 15. júlí 2015 10:27 Hanna drusluvarninginn í ár Þær Gréta Þorkelsdóttir og Helga Dögg Ólafsdóttir hanna varning og plaköt fyrir Druslugönguna í ár. Hægt verður að kaupa húfur og tattú í göngunni sjálfri. 20. júlí 2015 09:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
„Ég er búin að skrifa þennan póst að minnsta kosti tuttugu sinnum á undanförnum árum og hætta við að þora að birta hann jafn oft, en ég ætla ekki að þegja lengur.“ Þannig hefst Facebook-færsla Sunnu Ben, eins af skipuleggjendum Druslugöngunnar í ár, en í færslunni segir Sunna frá því þegar henni var nauðgað auk þess sem tvisvar sinnum var gerð tilraun til að nauðga henni. „Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað á meðan ég var meðvitundarlaus. Kvöldið áður en þessi mynd var tekin slapp ég naumlega frá nauðgun í annað sinn í lífinu. Á myndina vantar marblettina á brjóstunum og kvíðahnútinn í maganum.“Lögreglan ráðlagði henni að kæra ekkiSunna, sem er 26 ára í dag, er tvítug á myndinni en fyrst var gerð tilraun til þess að nauðga henni þegar hún var unglingur. „Það var tilraun sem misheppnaðist sem betur fer en það var lögreglumál frá fyrsta degi. Lögreglan kom á svæðið og bjargaði mér úr aðstæðunum þar sem ég var rænulaus,“ segir Sunna í samtali við Vísi. Hún segir lögregluna hafa verið inn í því máli allan tímann og meðal annars tekið af henni skýrslu. „Mér var þá sagt að ég gæti kært en það væri svo erfitt og svo ólíklegt að ég ynni málið að mér var ráðlagt að gera það ekki. Ég vissi náttúrulega ekkert um nauðgunarmál eða þessa menningu svo ég tók þau bara á orðinu. Svo þegar þetta henti mig aftur seinna þá hvarflaði ekki að mér að kæra þar sem mín reynsla af réttarkerfinu væri sú að það væri ekki til neins,“ segir Sunna. Hún segist sjá mikið eftir því að hafa ekki kært og vonast til að færsla sín verði meðal annars öðrum þolendum kynferðisofbeldis hvatning til að kæra, þó að það sé auðvitað erfitt.Sunna Ben, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar.vísir/andri marinóÓskaði þess að hún hefði ekki verið svona fullSunna segir þungu fargi af sér létt nú þegar hún hefur sagt opinberlega frá reynslu sinni en hún segist stíga fram vegna Druslugöngunnar og svo vegna þess mikla fjölda sem komið hefur fram undanfarna mánuði og greint frá alls kyns málum tengdum kynferðisofbeldi. Hún segist hafa fengið mikla hlýju og mikinn stuðning frá því hún setti færsluna inn í gærkvöldi, mun meiri en hún bjóst nokkurn tímann við. Í færslu sinni segir Sunna að Druslugangan hafi veitt henni mikla huggun þegar hún var gengin fyrst árið 2011, en hún hefur komið að skipulagi göngunnar frá árinu 2013: „Druslugangan var fyrst gengin árið eftir að mér var nauðgað, hún veitti mér mikla huggun og staðfesti trú mína á því að ég hefði ekki átt það sem kom fyrir mig skilið. Ég hafði lengi kennt sjálfri mér um allt, mundi að ég var í magabol í fyrsta skipti, stuttu pleðurpilsi hin tvö og varði miklum tíma í að óska þess að ég hefði ekki verið svona full, að ég hefði ekki tekið við drykkjum frá mönnum sem höfðu mögulega laumað einhverju í glösin, að ég hefði bara verið heima að læra eða sofandi… En það virkar ekki þannig. Hvorki klæðaburður minn né ölvun mín afsakar hegðun ömurlegra manna sem sáu sér leik á borði þegar ég var minnimáttar. Druslugangan veitti mér sjálfstraust til að byrja að tala um þessi mál og byrja að vinna úr þeim, fara í sálfræðimeðferð og vera sanngjörn við sjálfa mig. En ég hef aldrei áður stigið fram og lagt öll mín mál á borðið og veit að ég hefði aldrei þorað því ef ekki væri fyrir byltinguna sem hefur átt sér stað undanfarna mánuði. Auðvitað þóttist ég alltaf vita að það væri ekki mitt að þegja, en það er erfitt að byrja að tala um þessa hluti og það er erfitt að stíga fram eftir mörg ár af samviskusamlegri þögn og eftir að gerendur hafa sumir hverjir haft mikið fyrir því að passa að ég þegði. En ég mun ekki þegja, fokk þöggun, fokk ofbeldi, áfram druslur! Ég er hætt að skammast mín, enda engin ástæða til. Sjáumst í Druslugöngunni á laugardaginn!“Druslugangan fer fram í fimmta sinn á laugardag og hefst klukkan 14. Gengið verður frá Hallgrímskirkju og niður á Austurvöll þar sem verða tónleikar og ræðuhöld. Sunna segir skipuleggjendur vonast eftir því að 20 þúsund manns mæti en í fyrra var metþátttaka þegar um 11 þúsund manns tóku þátt í göngunni. Facebook-færslu Sunnu má sjá í heild sinni hér að neðan.Ég er búin að skrifa þennan póst að minnsta kosti tuttugu sinnum á undanförnum árum og hætta við að þora að birta hann...Posted by Sunna Ben on Monday, 20 July 2015
Tengdar fréttir Þingmaður og borgarstjóri eru druslur Druslugangan fer fram 25. júlí. Strætóskýli borgarinnar verða skreytt druslum þar til gangan fer fram. 15. júlí 2015 10:27 Hanna drusluvarninginn í ár Þær Gréta Þorkelsdóttir og Helga Dögg Ólafsdóttir hanna varning og plaköt fyrir Druslugönguna í ár. Hægt verður að kaupa húfur og tattú í göngunni sjálfri. 20. júlí 2015 09:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Þingmaður og borgarstjóri eru druslur Druslugangan fer fram 25. júlí. Strætóskýli borgarinnar verða skreytt druslum þar til gangan fer fram. 15. júlí 2015 10:27
Hanna drusluvarninginn í ár Þær Gréta Þorkelsdóttir og Helga Dögg Ólafsdóttir hanna varning og plaköt fyrir Druslugönguna í ár. Hægt verður að kaupa húfur og tattú í göngunni sjálfri. 20. júlí 2015 09:30