Lífið

Áttu fótum sínum fjör að launa þegar Sverrir Bergmann reyndi Happy Gilmore-högg á FM957-mótinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Leikararnir Rúnar Freyr Gíslason, Arnar Jónsson og Gunnar Hansson léku saman í holli á mótinu.
Leikararnir Rúnar Freyr Gíslason, Arnar Jónsson og Gunnar Hansson léku saman í holli á mótinu. Vísir/Daníel Þór Ágústsson
Það var glatt á hjalla á golfmóti útvarpsstöðvarinnar FM957 sem fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ síðastliðinn föstudag. Keppendur mótsins voru þekktir einstaklingar úr þjóðfélaginu ásamt hlustendum sem höfðu verið dregnir út til þátttöku.

Leikið var með Texas-Scramble fyrirkomulagi þar sem þeir Gunnar Ingi Björnsson og Örvar Þór Guðmundsson báru sigur af hólmi á mótinu á 63 höggum.

Í öðru sæti urðu Sverrir Bergmann og Pétur Pétursson á 64 höggum.

Hreimur Örn Heimisson og Matthías Matthíasson höfnuðu í þriðja sæti á 66 höggum.

Í fjórða sæti urðu Tryggvi Tryggvason og Ingibjörg Sig. á 67 höggum en í fimmta sæti höfnuðu þau Kjartan Tómas og Sigríður Anna á 67 höggum.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá Sverrir Bergmann reyna fyrir sér í Happy Gilmore-töktum en nærstaddir áttu fótum sínum fjör að launa þegar söngvarinn lét vaða. Myndir úr mótinu má sjá fyrir neðan myndskeiðið.

Stefán Hilmarsson og Valtýr Björn voru á meðal þátttakenda.Vísir/Daníel Þór Ágústsson
Einnig Siggi Hlö og Guðjón Þórðarson.Vísir/Daníel Þór Ágústsson
Vísir/Daníel Þór Ágústsson
Auðunn Blöndal og Rikki G. létu sig ekki vanta.Vísir/Daníel Þór Ágústsson
Vísir/Daníel Þór Ágústsson
Morgunhaninn Heimir Karlsson var í góðum félagsskap.Vísir/Daníel Þór Ágústsson
Gunnar Ingi Björnsson og Örvar Þór Guðmundsson báru sigur af hólmi á mótinu á 63 höggum.Vísir/Daníel Þór Ágústsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×