Forystumenn í knattspyrnuheiminum hafa hvatt Michel Platini til að bjóða sig fram í embætti forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, að sögn fréttavef BBC.
Í dag verður tilkynnt hvenær kosningin fer fram en fyrr á þessu ári tilkynnti Sepp Blatter að hann myndi stíga til hliðar eftir umdeild ár í forystu sambandsins.
Líklegt er að kosningin fari fram um miðjan desember en nokkrir hafa lýst yfir vilja sínum til að bjóða sig fram. Platini, sem er forseti Knattspyrnusambands Evrópu, mun ekki hafa gert upp hug sinn en er sagður njóta víðtæks stuðnings.
Víst er að hann fengi mikinn stuðning Evrópuþjóða en samkvæmt frétt BBC hefur hann einnig stuðning knattspyrnusambanda Asíu, Suður-Ameríku og Mið- og Norður-Ameríku.
Platini hvattur til að bjóða sig fram
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Einn besti dómari landsins fær ekki leik
Körfubolti







Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona
Enski boltinn