Ætlar að fylgjast með framgöngu fíknó á þjóðhátíð Jakob Bjarnar skrifar 31. júlí 2015 14:58 Pétur Þorsteinsson furðar sig á viðhorfum Páleyjar og kallar eftir upplýsingum um framgöngu fíkniefnalögreglunnar á þjóðhátíð. Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri og formaður Snarrótarinnar, hefur sent út boð þar sem hann auglýsir eftir framburði þeirra sem lenda í viðskiptum við fíkniefnalögregluna á þjóðhátíð í Eyjum.Sjá: Pétur hefur lengi barist gegn refsistefnu sem framfylgt er í fíkniefnamálum. Snarrótin, sem eru samtök um borgaraleg réttindi, telur að fjármunum skattgreiðenda sé betur varið með því að allt tiltækt lögreglulið sinni ofbeldisvörnum á hátíðinni, fremur en fórna „dýrmætum kröftum í að hundelta ungt fólk, til þess eins að koma því á sakaskrá fyrir hreinan tittlingaskít,“ eins og það er orðið í áskorun og auglýsingu eftir fréttum, framburði og jafnvel vídeó-klippum. „Við óskum jafnframt eftir fréttum af leitaraðgerðum lögreglunnar á leiðinni til Eyja, alveg sérstaklega ef hún lætur hunda sína þefa af hverjum manni, til dæmis í Landeyjarhöfn, án þess að um nokkurn grun um fíkniefnamisferli sé að ræða.“ Pétur bendir á tölvupóstfang samtakanna í þessu samhengi: snarrotin@snarrotin.is Eins og fram hefur komið hefur bréf lögreglustjórans í Eyjum, Páleyjar Borgþórsdóttur, þar sem hún krefst þess af viðbragðsaðilum að þeir upplýsi fjölmiðla ekki um kynferðisbrot sem upp kunna að koma á þjóðhátíð, vakið mikla athygli. Á spjallsvæði Snarrótarinnar á Facebook furðar Pétur sig einkum og sér í lagi á þeim viðhorfum sem lýsa sér í orðum sem Páley lét falla í viðtali við DV: „Að mínu mati varðar mál líkt og fíkniefnamál meira við almannahagsmuni. Þó virðast fjölmiðlar fylgja kynferðisbrotum meira eftir og einhver bolti fer að rúlla.“ Tengdar fréttir Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03 Segja tilmæli lögreglustjórans ýta undir skömm þolenda „Druslugangan fer fram á að kynferðisglæpir séu afgreiddir eins og aðrir glæpir og ekki faldir eins og hún fer fram á,“ segir Helga Lind Mar einn skipuleggjenda göngunnar. 29. júlí 2015 23:27 Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00 „Við munum tala um málin þegar rétti tíminn er til þess“ Lögreglustjórinn segir að ekki sé um stefnubreytingu að ræða. Venjulega séu ekki sendar út tilkynningar vegna kynferðisbrota. 30. júlí 2015 19:38 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri og formaður Snarrótarinnar, hefur sent út boð þar sem hann auglýsir eftir framburði þeirra sem lenda í viðskiptum við fíkniefnalögregluna á þjóðhátíð í Eyjum.Sjá: Pétur hefur lengi barist gegn refsistefnu sem framfylgt er í fíkniefnamálum. Snarrótin, sem eru samtök um borgaraleg réttindi, telur að fjármunum skattgreiðenda sé betur varið með því að allt tiltækt lögreglulið sinni ofbeldisvörnum á hátíðinni, fremur en fórna „dýrmætum kröftum í að hundelta ungt fólk, til þess eins að koma því á sakaskrá fyrir hreinan tittlingaskít,“ eins og það er orðið í áskorun og auglýsingu eftir fréttum, framburði og jafnvel vídeó-klippum. „Við óskum jafnframt eftir fréttum af leitaraðgerðum lögreglunnar á leiðinni til Eyja, alveg sérstaklega ef hún lætur hunda sína þefa af hverjum manni, til dæmis í Landeyjarhöfn, án þess að um nokkurn grun um fíkniefnamisferli sé að ræða.“ Pétur bendir á tölvupóstfang samtakanna í þessu samhengi: snarrotin@snarrotin.is Eins og fram hefur komið hefur bréf lögreglustjórans í Eyjum, Páleyjar Borgþórsdóttur, þar sem hún krefst þess af viðbragðsaðilum að þeir upplýsi fjölmiðla ekki um kynferðisbrot sem upp kunna að koma á þjóðhátíð, vakið mikla athygli. Á spjallsvæði Snarrótarinnar á Facebook furðar Pétur sig einkum og sér í lagi á þeim viðhorfum sem lýsa sér í orðum sem Páley lét falla í viðtali við DV: „Að mínu mati varðar mál líkt og fíkniefnamál meira við almannahagsmuni. Þó virðast fjölmiðlar fylgja kynferðisbrotum meira eftir og einhver bolti fer að rúlla.“
Tengdar fréttir Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03 Segja tilmæli lögreglustjórans ýta undir skömm þolenda „Druslugangan fer fram á að kynferðisglæpir séu afgreiddir eins og aðrir glæpir og ekki faldir eins og hún fer fram á,“ segir Helga Lind Mar einn skipuleggjenda göngunnar. 29. júlí 2015 23:27 Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00 „Við munum tala um málin þegar rétti tíminn er til þess“ Lögreglustjórinn segir að ekki sé um stefnubreytingu að ræða. Venjulega séu ekki sendar út tilkynningar vegna kynferðisbrota. 30. júlí 2015 19:38 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03
Segja tilmæli lögreglustjórans ýta undir skömm þolenda „Druslugangan fer fram á að kynferðisglæpir séu afgreiddir eins og aðrir glæpir og ekki faldir eins og hún fer fram á,“ segir Helga Lind Mar einn skipuleggjenda göngunnar. 29. júlí 2015 23:27
Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13
Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00
„Við munum tala um málin þegar rétti tíminn er til þess“ Lögreglustjórinn segir að ekki sé um stefnubreytingu að ræða. Venjulega séu ekki sendar út tilkynningar vegna kynferðisbrota. 30. júlí 2015 19:38
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48