„Kommakrakki úr Hveragerði“ kaupir Bæjarins besta Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2015 19:50 Sigurjón býður Bryndísi velkomna til starfa. Mynd/BB Gengið hefur verið frá sölu á Bæjarins besta, fréttavefjarins bb.is og ferðablaðinu Vestfirðir. Við keflinu tekur viðskiptafræðingurinn Bryndís Sigurðardóttir. Þetta var tilkynnt á vef Bæjarins Besta í dag en Sigurjón J. Sigurðsson, ritstjóri BB og bb.is lætur af störfum um mánaðamótin eftir tæplega 31 ár við útgáfu BB en hann stofnaði blaðið árið 1984 ásamt Halldóri Sveinbjörnssyni. Hann lét af störfum við útgáfuna í ágúst á síðasta ári. „Það er von mín að Vestfirðingar standi jafn vel við bakið nýjum eiganda og þeir hafa gert við okkur Halldór í gegnum árin. Bæjarins besta hefur alla burði til að vera aðal fréttablað Vestfirðinga í framtíðinni sem hingað til og bb.is, sem oft hefur verið nefndur útidyrnar að Vestfjörðum, er enn fjölsóttasti vefur Vestfirðinga og mun vonandi eflast í höndum nýs eiganda. Ég vil að lokum þakka Vestfirðingum fyrir stuðninginn í gegnum árin og óska nýjum eiganda velfarnaðar í störfum hennar,“ segir Sigurjón á vefsíðu BB í dag. Á síðunni segir einnig að engar „stórkarlalega breytingar“ séu fyrirhugaðar á miðlinum við eigendaskiptin, „aðeins eðlileg þróun og stefnan verður hér eftir sem hingað til að bera vandaðar fréttir milli manna í fjórðungnum og ekki síður að færa umheiminum fréttir að vestan,“ eins og þar segir. Bryndís er fædd í Ölfusi, uppalin í Hveragerði en hefur verið búsett á Flateyri frá 2013. Hún er viðskiptafræðingur og kerfisfræðingur, með svæðisbundið leiðsögumannapróf og meirapróf. Hún hefur komið að eigin sögn víða við og bauð sig meðal annars fram til Alþingis fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi árið 2013. Á heimasíðu Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ lýsir Bryndís sér sem „kommakrakka úr Hveragerði” og segir að henni séu félagshyggja og jöfnuður í blóði borin. „Ég reyni alltaf að breyta af heiðarleika og sanngirni. Betur get ég ekki lýst mér, þannig finnst mér ég vera,” segir hún ennfremur. Hún sóttist eftir 1 til 4 sæti á lista flokksins og hafnaði í því sjötta. Alþingi Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Gengið hefur verið frá sölu á Bæjarins besta, fréttavefjarins bb.is og ferðablaðinu Vestfirðir. Við keflinu tekur viðskiptafræðingurinn Bryndís Sigurðardóttir. Þetta var tilkynnt á vef Bæjarins Besta í dag en Sigurjón J. Sigurðsson, ritstjóri BB og bb.is lætur af störfum um mánaðamótin eftir tæplega 31 ár við útgáfu BB en hann stofnaði blaðið árið 1984 ásamt Halldóri Sveinbjörnssyni. Hann lét af störfum við útgáfuna í ágúst á síðasta ári. „Það er von mín að Vestfirðingar standi jafn vel við bakið nýjum eiganda og þeir hafa gert við okkur Halldór í gegnum árin. Bæjarins besta hefur alla burði til að vera aðal fréttablað Vestfirðinga í framtíðinni sem hingað til og bb.is, sem oft hefur verið nefndur útidyrnar að Vestfjörðum, er enn fjölsóttasti vefur Vestfirðinga og mun vonandi eflast í höndum nýs eiganda. Ég vil að lokum þakka Vestfirðingum fyrir stuðninginn í gegnum árin og óska nýjum eiganda velfarnaðar í störfum hennar,“ segir Sigurjón á vefsíðu BB í dag. Á síðunni segir einnig að engar „stórkarlalega breytingar“ séu fyrirhugaðar á miðlinum við eigendaskiptin, „aðeins eðlileg þróun og stefnan verður hér eftir sem hingað til að bera vandaðar fréttir milli manna í fjórðungnum og ekki síður að færa umheiminum fréttir að vestan,“ eins og þar segir. Bryndís er fædd í Ölfusi, uppalin í Hveragerði en hefur verið búsett á Flateyri frá 2013. Hún er viðskiptafræðingur og kerfisfræðingur, með svæðisbundið leiðsögumannapróf og meirapróf. Hún hefur komið að eigin sögn víða við og bauð sig meðal annars fram til Alþingis fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi árið 2013. Á heimasíðu Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ lýsir Bryndís sér sem „kommakrakka úr Hveragerði” og segir að henni séu félagshyggja og jöfnuður í blóði borin. „Ég reyni alltaf að breyta af heiðarleika og sanngirni. Betur get ég ekki lýst mér, þannig finnst mér ég vera,” segir hún ennfremur. Hún sóttist eftir 1 til 4 sæti á lista flokksins og hafnaði í því sjötta.
Alþingi Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira