Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. júlí 2015 19:00 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau.Bréf Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra í Vestmannaeyjum þar sem hún beinir þeim tilmælum til viðbragðsaðila vegna kynferðisofbeldis að greina ekki fjölmiðlum frá kynferðisbrotum á Þjóðhátíð í eyjum hefur vakið hörð viðbrögð. Í bréfinu segir Páley m.a:„Ég hef ákveðið í samráði við áfallateymi þjóðhátíðar og félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar að lögreglan mun ekki veita upplýsingar um kynferðisbrot til fjölmiðla þessa helgi frekar en gert er á öðrum tímum. (…) Ég skora því hér með á ykkur öll sem mögulega koma að þessum málum eða fáið um þau upplýsingar að brýna ykkar fólk á þagnarskyldunni og hvetja fólk til að segja hvorki af eða á og veita engar upplýsingar hvort sem að það koma upp kynferðisbrot á hátíðinni eða ekki.“Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta365/Þorbjörn ÞórðarsonKlaufaleg byrjendamistök „Ég held ég verði að vona að þarna sé um mjög klaufaleg byrjendamistök að ræða. Á sama tíma er það ekki mjög traustvekjandi að yfirmaður lögreglunnar í Eyjum hafi ekki betri innsýn og skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau,” segir Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta. Eru þetta ekki fyrirmæli um þöggun? „Það er ekki hægt að horfa framhjá því að það virkar þannig. Hver svo sem meiningin með öllu þessu var.” Í þessum málaflokki þar sem fólk í viðkvæmri stöðu á í hlut þá hjálpar öll umræða. Það að fólk segi sögu sína hjálpar öðrum að stíga fram og leita úr þeim aðstæðum þar sem þetta (kynferðisbrot) á sér stað,” segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Stendur við fyrirmælin Lögreglustjórinn í Eyjum stendur við fyrirmæli um þögn gagnvart fjölmiðlum. „Þessi ákvörðun var tekin að fengnu samráði við fagaðila. Bæði félagsþjónustu Vestmannaeyjar og áfallateymi Þjóðhátíðar. Þar er fagfólk sem hefur mikla þekkingu á þessu. Ég hef sjálf mikla þekkingu á þessum málaflokki enda starfað mikið með þolendum í þessum brotum sem réttargæslumaður,“ segir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri.Hvernig á að draga lærdóm af kynferðisbrotum ef þau eru látin liggja í þagnargildi? „Kynferðisbrot liggja aldrei í þagnargildi og mér þykir mjög óeðlilegt að svona sé spurt. Þetta samfélag, eins og öll önnur, tekur þessum brotum mjög alvarlega og ég held að ekkert snerti okkur meira en þessi brot,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Elliði, segist fyrst hafa lesið um þessa ákvörðun í fjölmiðlum og segist ekki hafa komið að henni. Hann segir að það sé engin þöggun um kynferðisbrot í Eyjum. Raunveruleg brot fari í rannsókn og eftir atvikum ákæru og endi fyrir dómstólum. Það verði því aldrei þöggun um brotin í Eyjum þótt fjölmiðlar verði ekki upplýstir um þau eftir að þau koma upp. Tengdar fréttir Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03 Segir afstöðuna þöggun um samfélagsmein Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum krafðist þagnar um kynferðisbrot á Þjóðhátíð í bréfi til viðbragðsaðila. 30. júlí 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau.Bréf Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra í Vestmannaeyjum þar sem hún beinir þeim tilmælum til viðbragðsaðila vegna kynferðisofbeldis að greina ekki fjölmiðlum frá kynferðisbrotum á Þjóðhátíð í eyjum hefur vakið hörð viðbrögð. Í bréfinu segir Páley m.a:„Ég hef ákveðið í samráði við áfallateymi þjóðhátíðar og félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar að lögreglan mun ekki veita upplýsingar um kynferðisbrot til fjölmiðla þessa helgi frekar en gert er á öðrum tímum. (…) Ég skora því hér með á ykkur öll sem mögulega koma að þessum málum eða fáið um þau upplýsingar að brýna ykkar fólk á þagnarskyldunni og hvetja fólk til að segja hvorki af eða á og veita engar upplýsingar hvort sem að það koma upp kynferðisbrot á hátíðinni eða ekki.“Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta365/Þorbjörn ÞórðarsonKlaufaleg byrjendamistök „Ég held ég verði að vona að þarna sé um mjög klaufaleg byrjendamistök að ræða. Á sama tíma er það ekki mjög traustvekjandi að yfirmaður lögreglunnar í Eyjum hafi ekki betri innsýn og skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau,” segir Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta. Eru þetta ekki fyrirmæli um þöggun? „Það er ekki hægt að horfa framhjá því að það virkar þannig. Hver svo sem meiningin með öllu þessu var.” Í þessum málaflokki þar sem fólk í viðkvæmri stöðu á í hlut þá hjálpar öll umræða. Það að fólk segi sögu sína hjálpar öðrum að stíga fram og leita úr þeim aðstæðum þar sem þetta (kynferðisbrot) á sér stað,” segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Stendur við fyrirmælin Lögreglustjórinn í Eyjum stendur við fyrirmæli um þögn gagnvart fjölmiðlum. „Þessi ákvörðun var tekin að fengnu samráði við fagaðila. Bæði félagsþjónustu Vestmannaeyjar og áfallateymi Þjóðhátíðar. Þar er fagfólk sem hefur mikla þekkingu á þessu. Ég hef sjálf mikla þekkingu á þessum málaflokki enda starfað mikið með þolendum í þessum brotum sem réttargæslumaður,“ segir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri.Hvernig á að draga lærdóm af kynferðisbrotum ef þau eru látin liggja í þagnargildi? „Kynferðisbrot liggja aldrei í þagnargildi og mér þykir mjög óeðlilegt að svona sé spurt. Þetta samfélag, eins og öll önnur, tekur þessum brotum mjög alvarlega og ég held að ekkert snerti okkur meira en þessi brot,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Elliði, segist fyrst hafa lesið um þessa ákvörðun í fjölmiðlum og segist ekki hafa komið að henni. Hann segir að það sé engin þöggun um kynferðisbrot í Eyjum. Raunveruleg brot fari í rannsókn og eftir atvikum ákæru og endi fyrir dómstólum. Það verði því aldrei þöggun um brotin í Eyjum þótt fjölmiðlar verði ekki upplýstir um þau eftir að þau koma upp.
Tengdar fréttir Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03 Segir afstöðuna þöggun um samfélagsmein Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum krafðist þagnar um kynferðisbrot á Þjóðhátíð í bréfi til viðbragðsaðila. 30. júlí 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03
Segir afstöðuna þöggun um samfélagsmein Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum krafðist þagnar um kynferðisbrot á Þjóðhátíð í bréfi til viðbragðsaðila. 30. júlí 2015 07:00