Skrautlegt ár hjá Allenby 30. júlí 2015 17:30 Allenby ásamt Middlemo kylfusveini. vísir/getty Árið 2015 hefur verið einstaklega skrítið hjá ástralska kylfingnum Robert Allenby. Árið byrjaði með látum í janúar þegar hann var búinn með tvo hringi á móti í Hawaii. Þá hélt Allenby því fram að honum hefði verið rænt. Hann hefði síðan verið laminn og hent út úr bíl á ferð. Hið meinta mannrán átti sér stað á bar í Hawaii og vitni hafa dregið sögu Allenby í efa. Eitt vitni sagðist hafa séð hann að sumbli með tveimur heimilislausum mönnum rétt hjá barnum og þá hefði andlitið á honum þegar verið skaddað. Hann var frekar illa farinn í andlitinu er hann kom í viðtal vegna málsins daginn eftir. Um síðustu helgi ákvað Allenby síðan að reka kylfusvein sinn, Mick Middlemo, í miðjum hring á móti í Kanada. Hann kenndi kylfusveininum um er hann sló út í vatn. Sagði kylfusveininn hafa mælt með rangri kylfu. Þeir hnakkrifust á vellinum og Allenby sagði honum svo að koma sér burt. Áhorfandi sá um að bera kylfurnar síðustu holurnar á hringnum. Middlemo er allt annað en sáttur við framkomu Allenby og hefur farið í fjölmiðla og tjáð þeim að Allenby hafi alls ekki verið rænt. Andlit hans hafi líklega skaddast þar sem hann hafi verið dauðadrukkinn og dottið. Málið hefur aldrei verið til lykta leitt og það eina sem er staðfest er að einhver rændi veskinu hans þetta örlagaríka kvöld á Hawaii. Maður var handtekinn er hann reyndi að kaupa dýrt úr fyrir kortið hans Allenby. Golf Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Árið 2015 hefur verið einstaklega skrítið hjá ástralska kylfingnum Robert Allenby. Árið byrjaði með látum í janúar þegar hann var búinn með tvo hringi á móti í Hawaii. Þá hélt Allenby því fram að honum hefði verið rænt. Hann hefði síðan verið laminn og hent út úr bíl á ferð. Hið meinta mannrán átti sér stað á bar í Hawaii og vitni hafa dregið sögu Allenby í efa. Eitt vitni sagðist hafa séð hann að sumbli með tveimur heimilislausum mönnum rétt hjá barnum og þá hefði andlitið á honum þegar verið skaddað. Hann var frekar illa farinn í andlitinu er hann kom í viðtal vegna málsins daginn eftir. Um síðustu helgi ákvað Allenby síðan að reka kylfusvein sinn, Mick Middlemo, í miðjum hring á móti í Kanada. Hann kenndi kylfusveininum um er hann sló út í vatn. Sagði kylfusveininn hafa mælt með rangri kylfu. Þeir hnakkrifust á vellinum og Allenby sagði honum svo að koma sér burt. Áhorfandi sá um að bera kylfurnar síðustu holurnar á hringnum. Middlemo er allt annað en sáttur við framkomu Allenby og hefur farið í fjölmiðla og tjáð þeim að Allenby hafi alls ekki verið rænt. Andlit hans hafi líklega skaddast þar sem hann hafi verið dauðadrukkinn og dottið. Málið hefur aldrei verið til lykta leitt og það eina sem er staðfest er að einhver rændi veskinu hans þetta örlagaríka kvöld á Hawaii. Maður var handtekinn er hann reyndi að kaupa dýrt úr fyrir kortið hans Allenby.
Golf Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira