Ermarsundsgarpurinn Sigrún: Mikið hlegið og grátið í bátnum á leiðinni heim Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. ágúst 2015 10:24 „Ég á svolítið erfitt með að tala núna þar sem munnurinn á mér allur í salti en ég geri mitt besta,“ segir Sigrún Þuríður Geirsdóttir en hún varð í gær fyrsta íslenska konan til að synda einsömul yfir Ermarsundið. Sundið tók Sigrúnu 23 klukkustundir og 30 mínútur. Þetta var í þriðja skiptið sem hún fer yfir sundið en í fyrri tvö skiptin synti hún með boðsundsveit. Þar til í gær hafði Benedikt Hjartarson verið eini Íslendingurinn til að ná þeim áfanga en það gerði hann árið 2008. Stysta leið yfir sundið er 34 kílómetrar í beinni loftlínu en vegalengdin sem Sigrún synti var sennilega tvöfalt lengri þar sem öldur og straumar hafsins báru hana af leið. „Þetta var svo miklu, miklu meira en ég hafði búist við. Til að mynda síðustu 300 metrarnir í land, ég held það hafi tekið mig um eina og hálfa klukkustund að ljúka þeim því straumurinn ýtti mér alltaf aftur til baka.“Fékk í magann eftir fimm klukkustundir Þeir sem þreyta sundið mega ekki snerta bátinn sem fylgir þeim og er því réttur matur með veiðistöng. Það bætti ekki úr skák að eftir um fimm klukkustunda sund fékk Sigrún í magann og hélt litlu niðri. Til að fá einhverja næringu borðaði hún súkkulaði og drakk kók til að ljúka sundinu. „Líkaminn er svo ótrúlegur. Þegar maður er við það að gefast upp og manni finnist eins og maður eigi ekkert eftir þá finnst alltaf einhver örlítill dropi til að keyra sig áfram,“ segir hún en bætir við að í dag sé hún alveg búin á því. Til að mynda finni hún sama sem ekkert fyrir höndunum.Ætlar ekki aftur einsömul Er sundinu lauk tók við sigling aftur til Dover og segir Sigrún að það hafi verið miklar tilfinningar á leiðinni aftur yfir. „Við sátum saman í bátnum og hlógum og grétum á víxl. Þetta var í raun ólýsanlegt. Ég er viss um að þetta hefði ekki tekist hefði ég ekki verið með svona stórkostlegt fólk með mér allan tímann til að styðja við mig.“ „Það var líka frábært að koma heim og sjá öll skeytin og heillaóskirnar frá fólki heima í gegnum Facebook. Hláturinn og gráturinn héldu áfram þegar á hótelherbergið var komið,“ segir Sigrún. Fram undan er verðskulduð hvíld og frí en Sigrún gerir ráð fyrir því að snúa aftur heim til Íslands á þriðjudag. Líkt og áður hefur komið fram var þetta í þriðja sinn sem Sigrún tekst á við Ermarsundið en í fyrsta skipti einsömul. Því er ekki úr vegi að spyrja hvort hún ætli sér að fara aðra ferð yfir. „Nei. Það held ég ekki. Ég held ég geri þetta ekki aftur. Einu sinni er nóg fyrir mig,“ bætir hún við hlæjandi að lokum. Tengdar fréttir Sigrún Þuríður fyrst íslenskra kvenna yfir Ermasundið Sigrún Þuríður Geirsdóttir var 23 klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni en hún náði þessu í fyrstu tilraun. 8. ágúst 2015 21:38 Íslenskar sækýr synda yfir Ermarsund í júní Sex íslenskar konur hyggjast synda boðsund yfir Ermarsund og til baka í júní. Þær nefna hópinn Sækýrnar. Liðsstjórinn kveður þær þrautreynda "dísilmótora“. Gera á heimildarmynd um sundið sem gæti varað 30 tíma. "Leynivinir“ styrkja hópinn. 22. janúar 2013 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
„Ég á svolítið erfitt með að tala núna þar sem munnurinn á mér allur í salti en ég geri mitt besta,“ segir Sigrún Þuríður Geirsdóttir en hún varð í gær fyrsta íslenska konan til að synda einsömul yfir Ermarsundið. Sundið tók Sigrúnu 23 klukkustundir og 30 mínútur. Þetta var í þriðja skiptið sem hún fer yfir sundið en í fyrri tvö skiptin synti hún með boðsundsveit. Þar til í gær hafði Benedikt Hjartarson verið eini Íslendingurinn til að ná þeim áfanga en það gerði hann árið 2008. Stysta leið yfir sundið er 34 kílómetrar í beinni loftlínu en vegalengdin sem Sigrún synti var sennilega tvöfalt lengri þar sem öldur og straumar hafsins báru hana af leið. „Þetta var svo miklu, miklu meira en ég hafði búist við. Til að mynda síðustu 300 metrarnir í land, ég held það hafi tekið mig um eina og hálfa klukkustund að ljúka þeim því straumurinn ýtti mér alltaf aftur til baka.“Fékk í magann eftir fimm klukkustundir Þeir sem þreyta sundið mega ekki snerta bátinn sem fylgir þeim og er því réttur matur með veiðistöng. Það bætti ekki úr skák að eftir um fimm klukkustunda sund fékk Sigrún í magann og hélt litlu niðri. Til að fá einhverja næringu borðaði hún súkkulaði og drakk kók til að ljúka sundinu. „Líkaminn er svo ótrúlegur. Þegar maður er við það að gefast upp og manni finnist eins og maður eigi ekkert eftir þá finnst alltaf einhver örlítill dropi til að keyra sig áfram,“ segir hún en bætir við að í dag sé hún alveg búin á því. Til að mynda finni hún sama sem ekkert fyrir höndunum.Ætlar ekki aftur einsömul Er sundinu lauk tók við sigling aftur til Dover og segir Sigrún að það hafi verið miklar tilfinningar á leiðinni aftur yfir. „Við sátum saman í bátnum og hlógum og grétum á víxl. Þetta var í raun ólýsanlegt. Ég er viss um að þetta hefði ekki tekist hefði ég ekki verið með svona stórkostlegt fólk með mér allan tímann til að styðja við mig.“ „Það var líka frábært að koma heim og sjá öll skeytin og heillaóskirnar frá fólki heima í gegnum Facebook. Hláturinn og gráturinn héldu áfram þegar á hótelherbergið var komið,“ segir Sigrún. Fram undan er verðskulduð hvíld og frí en Sigrún gerir ráð fyrir því að snúa aftur heim til Íslands á þriðjudag. Líkt og áður hefur komið fram var þetta í þriðja sinn sem Sigrún tekst á við Ermarsundið en í fyrsta skipti einsömul. Því er ekki úr vegi að spyrja hvort hún ætli sér að fara aðra ferð yfir. „Nei. Það held ég ekki. Ég held ég geri þetta ekki aftur. Einu sinni er nóg fyrir mig,“ bætir hún við hlæjandi að lokum.
Tengdar fréttir Sigrún Þuríður fyrst íslenskra kvenna yfir Ermasundið Sigrún Þuríður Geirsdóttir var 23 klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni en hún náði þessu í fyrstu tilraun. 8. ágúst 2015 21:38 Íslenskar sækýr synda yfir Ermarsund í júní Sex íslenskar konur hyggjast synda boðsund yfir Ermarsund og til baka í júní. Þær nefna hópinn Sækýrnar. Liðsstjórinn kveður þær þrautreynda "dísilmótora“. Gera á heimildarmynd um sundið sem gæti varað 30 tíma. "Leynivinir“ styrkja hópinn. 22. janúar 2013 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Sigrún Þuríður fyrst íslenskra kvenna yfir Ermasundið Sigrún Þuríður Geirsdóttir var 23 klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni en hún náði þessu í fyrstu tilraun. 8. ágúst 2015 21:38
Íslenskar sækýr synda yfir Ermarsund í júní Sex íslenskar konur hyggjast synda boðsund yfir Ermarsund og til baka í júní. Þær nefna hópinn Sækýrnar. Liðsstjórinn kveður þær þrautreynda "dísilmótora“. Gera á heimildarmynd um sundið sem gæti varað 30 tíma. "Leynivinir“ styrkja hópinn. 22. janúar 2013 07:00