Dýralæknir um mál selkópsins í Laugardal: „Fólk að rugla saman húsdýrum og villtum dýrum“ Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2015 13:30 Líffræðingurinn og dýralæknirinn Sif Traustadóttir Rossi segist sjálf löngu hætt að heimsækja Húsdýragarðinn. Vísir/Andri Marinó/Ernir „Það eru margir sem rugla saman húsdýrum og villtum dýrum og tala eins og það sé sami hluturinn,“ segir líffræðingurinn og dýralæknirinn Sif Traustadóttir Rossi í samtali við Vísi um mál selkópsins sem slapp úr Húsdýragarðinum á dögunum og var síðar slátrað. Undanfarna daga hafa fjölmargir gagnrýnt ákvörðunina að slátra kópnum og nota í refafóður. Selkópurinn slapp aðfaranótt mánudags og fannst síðar á vappi á tjaldstæðinu í Laugardal. Sif segir að í allri þessari umræðu megi hins vegar ekki gleyma því að selir eru ekki húsdýr. Í færslu á Facebook segist Sif vel skilja að fólk sé hneykslað og vilji ekki fara í Húsdýragarðinn. Sjálf hafi hún hætt því fyrir löngu. „Fyrir þá sem borða kjöt er eðlilegt að húsdýrum sé slátrað á haustin og það má alveg reikna með því að mörg dýrin í Húsdýragarðinum hafi það miklu, miklu betra en dýr sem fæðast á sveitabæ. Til dæmis er líf flestra kjúklinga og grísa ömurlegt á þeim búum þar sem þau eru alin, höfð í rosalegum þrengslum, ólykt og gjörsneytt afþreyingu og fá aldrei að sjá dagsljósið nema daginn sem sláturbíllinn kemur til að taka þau. Selir eru hins vegar ekki húsdýr. Selir eru villt dýr og þeim er haldið föngnum í Húsdýragarðinum í laug sem er alltof lítil og uppfyllir á engan hátt þarfir þeirra, hvorki þeirra dýra sem eru þarna allt árið, svo ekki sé talað um að afkvæmin bætist við. Það er engin þörf á því að bæta árlega við selkópum til þess eins að drepa þá og nota í refafóður. Eitt af yfirlýstum markmiðum Húsdýragarðsins er "Í starfssemi Húsdýragarðsins er reynt að vera til fyrirmyndar og í vaxtarbroddi í dýravernd". Þessi aðstaða selanna er að mínu mati í andstöðu við þetta markmið. Þetta er ekki það sem dýragarðar gera venjulega. Dýragarðar snúast ekki bara um það að framleiða krúttlegt ungviði fyrir fólk að glápa á í nokkra mánuði og drepa það svo. Það má hins vegar setja stórt spurningamerki við tilgang og siðferði dýragarða yfir höfuð, þar sem flestir þeirra ná ekki að sjá dýrunum fyrir almennilegri aðstöðu nema að mjög litlu leyti og flest dýrin sem þar eru höfð þjást verulega vegna þess að aðstaðan er svo ólík því sem þau þurfa sem tegund. Þótt eitthvað dýr sé fætt í dýragarði verður það ekki sjálfkrafa að tuskudúkku sem hefur engar þarfir,“ segir í færslu Sifjar. Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31 Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
„Það eru margir sem rugla saman húsdýrum og villtum dýrum og tala eins og það sé sami hluturinn,“ segir líffræðingurinn og dýralæknirinn Sif Traustadóttir Rossi í samtali við Vísi um mál selkópsins sem slapp úr Húsdýragarðinum á dögunum og var síðar slátrað. Undanfarna daga hafa fjölmargir gagnrýnt ákvörðunina að slátra kópnum og nota í refafóður. Selkópurinn slapp aðfaranótt mánudags og fannst síðar á vappi á tjaldstæðinu í Laugardal. Sif segir að í allri þessari umræðu megi hins vegar ekki gleyma því að selir eru ekki húsdýr. Í færslu á Facebook segist Sif vel skilja að fólk sé hneykslað og vilji ekki fara í Húsdýragarðinn. Sjálf hafi hún hætt því fyrir löngu. „Fyrir þá sem borða kjöt er eðlilegt að húsdýrum sé slátrað á haustin og það má alveg reikna með því að mörg dýrin í Húsdýragarðinum hafi það miklu, miklu betra en dýr sem fæðast á sveitabæ. Til dæmis er líf flestra kjúklinga og grísa ömurlegt á þeim búum þar sem þau eru alin, höfð í rosalegum þrengslum, ólykt og gjörsneytt afþreyingu og fá aldrei að sjá dagsljósið nema daginn sem sláturbíllinn kemur til að taka þau. Selir eru hins vegar ekki húsdýr. Selir eru villt dýr og þeim er haldið föngnum í Húsdýragarðinum í laug sem er alltof lítil og uppfyllir á engan hátt þarfir þeirra, hvorki þeirra dýra sem eru þarna allt árið, svo ekki sé talað um að afkvæmin bætist við. Það er engin þörf á því að bæta árlega við selkópum til þess eins að drepa þá og nota í refafóður. Eitt af yfirlýstum markmiðum Húsdýragarðsins er "Í starfssemi Húsdýragarðsins er reynt að vera til fyrirmyndar og í vaxtarbroddi í dýravernd". Þessi aðstaða selanna er að mínu mati í andstöðu við þetta markmið. Þetta er ekki það sem dýragarðar gera venjulega. Dýragarðar snúast ekki bara um það að framleiða krúttlegt ungviði fyrir fólk að glápa á í nokkra mánuði og drepa það svo. Það má hins vegar setja stórt spurningamerki við tilgang og siðferði dýragarða yfir höfuð, þar sem flestir þeirra ná ekki að sjá dýrunum fyrir almennilegri aðstöðu nema að mjög litlu leyti og flest dýrin sem þar eru höfð þjást verulega vegna þess að aðstaðan er svo ólík því sem þau þurfa sem tegund. Þótt eitthvað dýr sé fætt í dýragarði verður það ekki sjálfkrafa að tuskudúkku sem hefur engar þarfir,“ segir í færslu Sifjar.
Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31 Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13
Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31
Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15