Erlent

Fundu brak þyrlu tíu mánuðum eftir að hún hvarf

Atli Ísleifsson skrifar
Rússnesk Mi-8 þyrla. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Rússnesk Mi-8 þyrla. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Leitarmenn hafa fundið lík tíu manna og brak rússneskrar þyrlu sem hvarf í Tuva í suðurhluta Síberíu þann 10. október á síðasta ári.

Rússneska blaðið Pravda greinir frá að brak þyrlunnar hafi fundist í hlíð fjalls og í morgun fékkst staðfesting á því að það væri úr Mi-8 þyrlunni sem hvarf.

Nærri braki þyrlunnar fundust svo lík farþega og áhafnar þyrlunnar.

Leit hafði farið fram á rúmlega 70 þúsund ferkílómetra svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×