Sport

Hrafnhildur sló Íslandsmet í Kazan

Hrafnhildur hefur staðið sig feyknavel í Kazan.
Hrafnhildur hefur staðið sig feyknavel í Kazan. vísir/valli
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona, heldur áfram að fara á kostum á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Kazan þessar vikurnar, en Hrafnhildur sló Íslandsmet í morgun.

Íslenskt sundfólk hefur náð frábærum árangri á mótinu og nú í morgun synti Hrafnhildur á 30,90 sekúndum í undanrásum í 50 metra bringusundi. Það tryggði henni tólfta sætið.

Með að synda á 30,90 sekúndum bætti Hrafnhildur Íslandsmetið um 31 sekúndubrot, en fyrra metið hennar var 31,21 sekúnda.

Bryndís Rún Hansen hafnaði í 50. sæti af 113 keppendum í 50 metra skriðsundi, en Bryndís synti á 26,33 sekúndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×