Haraldur og Guðmundur komust í gegnum niðurskurðinn í Slóvakíu Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. ágúst 2015 19:00 Haraldur Franklín. Vísir/Stefán Haraldur Franklín Magnússon og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur, náðu ekki að fylgja eftir góðu gengi fyrstu tvo dagana á Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi í Slóvakíu í dag. Guðmundur Ágúst sem var í öðru sæti fyrir daginn lék á tveimur höggum yfir pari og féll niður í 29. sæti en í 23. sæti situr Haraldur Franklín eftir að hafa leikið á tveimur höggum undir pari í dag. Guðmundur sem lék afbragðs golf á degi tvö lék fyrri níu holur dagsins á pari og var alls á tólf höggum undir pari. Hann virtist ætla að byrja seinni níu holurnar vel þegar hann krækti í fugl á tíundu brautinni en á næstu fjóru holum komu þrír skollar. Guðmundi tókst að leika síðustu fjórar holurnar á pari en hann lauk leik á tíu höggum undir pari,átta höggum á eftir Gary Hurley sem leiðir eftir þrjá keppnishringi. Haraldur Franklín lék frábært golf á fyrri níu holum dagsins en tókst ekki að fylgja því eftir á seinni níu holum vallarins. Haraldur hóf leik á tveimur fuglum á fyrstu tveimur holum vallarins en missti síðan högg þegar hann fékk skolla á fjórðu brautinni. Honum tókst að krækja í tvo fugla til viðbótar á fyrri níu holum vallarins en fylgdi því eftir með skolla á tíundu brautinni. Eftir það komu eintóm pör og lauk Haraldur leik á tveimur höggum undir pari en hann er alls á ellefu höggum undir pari.Íslensku kylfingarnir í Slóvakíu.Mynd/GSÍmyndir.netAxel Bóasson, Íslandsmeistarinn í holukeppni úr Golfklúbbnum Keili lék á pari í dag en honum tókst ekki að vinna upp töpuð högg gærdagsins. Axel sem var í 20. sæti eftir fyrsta dag á fjórum höggum undir pari lék á þremur höggum yfir pari í gær og missti fyrir vikið af niðurskurðinum. Axel fékk sex fugla á hringnum, tvo skolla og tvo skramba og var fimm höggum frá því að komast í gegn um niðurskurðinn. Félagi hans úr Golfklúbbnum Keili, Gísli Sveinbergsson, lék á tveimur höggum undir pari en hann nældi í örn á elleftu holu vallarins. Fékk hann einnig fimm fugla á hringnum ásamt því að fá einn skolla og tvo skramba. Andra Björnssyni úr Golfklúbbi Reykjavíkur tókst að laga skor sitt en hann fékk þrjá fugla og tvo skolla á hringnum og lauk leik á einu höggi undir pari. Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness lauk leik á tveimur höggum undir pari og alls fjórtán höggum undir pari. Golf Tengdar fréttir Guðmundur Ágúst blandaði sér í toppbaráttuna á Evrópumeistaramóti áhugamanna Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék frábært golf á Evrópumeistaramóti áhugamanna í Slóvakíu í dag en hann og Haraldur Franklín komust í gegn um niðurskurðinn á mótinu. Fjórir íslenskir kylfingar luku leik í dag. 6. ágúst 2015 17:45 Þurfa að halda einbeitingunni Landsliðsþjálfarinn í golfi var ánægður með spilamennsku Haralds, Axels og Guðmundar á fyrsta degi Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi í Slóvakíu. 6. ágúst 2015 06:00 Íslensku kylfingarnir fara vel af stað í Slóvakíu Þrír íslenskir kylfingar eru meðal tuttugu efstu eftir fyrsta dag á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem fer fram í Slóvakíu þessa dagana. 5. ágúst 2015 18:00 Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Haraldur Franklín Magnússon og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur, náðu ekki að fylgja eftir góðu gengi fyrstu tvo dagana á Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi í Slóvakíu í dag. Guðmundur Ágúst sem var í öðru sæti fyrir daginn lék á tveimur höggum yfir pari og féll niður í 29. sæti en í 23. sæti situr Haraldur Franklín eftir að hafa leikið á tveimur höggum undir pari í dag. Guðmundur sem lék afbragðs golf á degi tvö lék fyrri níu holur dagsins á pari og var alls á tólf höggum undir pari. Hann virtist ætla að byrja seinni níu holurnar vel þegar hann krækti í fugl á tíundu brautinni en á næstu fjóru holum komu þrír skollar. Guðmundi tókst að leika síðustu fjórar holurnar á pari en hann lauk leik á tíu höggum undir pari,átta höggum á eftir Gary Hurley sem leiðir eftir þrjá keppnishringi. Haraldur Franklín lék frábært golf á fyrri níu holum dagsins en tókst ekki að fylgja því eftir á seinni níu holum vallarins. Haraldur hóf leik á tveimur fuglum á fyrstu tveimur holum vallarins en missti síðan högg þegar hann fékk skolla á fjórðu brautinni. Honum tókst að krækja í tvo fugla til viðbótar á fyrri níu holum vallarins en fylgdi því eftir með skolla á tíundu brautinni. Eftir það komu eintóm pör og lauk Haraldur leik á tveimur höggum undir pari en hann er alls á ellefu höggum undir pari.Íslensku kylfingarnir í Slóvakíu.Mynd/GSÍmyndir.netAxel Bóasson, Íslandsmeistarinn í holukeppni úr Golfklúbbnum Keili lék á pari í dag en honum tókst ekki að vinna upp töpuð högg gærdagsins. Axel sem var í 20. sæti eftir fyrsta dag á fjórum höggum undir pari lék á þremur höggum yfir pari í gær og missti fyrir vikið af niðurskurðinum. Axel fékk sex fugla á hringnum, tvo skolla og tvo skramba og var fimm höggum frá því að komast í gegn um niðurskurðinn. Félagi hans úr Golfklúbbnum Keili, Gísli Sveinbergsson, lék á tveimur höggum undir pari en hann nældi í örn á elleftu holu vallarins. Fékk hann einnig fimm fugla á hringnum ásamt því að fá einn skolla og tvo skramba. Andra Björnssyni úr Golfklúbbi Reykjavíkur tókst að laga skor sitt en hann fékk þrjá fugla og tvo skolla á hringnum og lauk leik á einu höggi undir pari. Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness lauk leik á tveimur höggum undir pari og alls fjórtán höggum undir pari.
Golf Tengdar fréttir Guðmundur Ágúst blandaði sér í toppbaráttuna á Evrópumeistaramóti áhugamanna Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék frábært golf á Evrópumeistaramóti áhugamanna í Slóvakíu í dag en hann og Haraldur Franklín komust í gegn um niðurskurðinn á mótinu. Fjórir íslenskir kylfingar luku leik í dag. 6. ágúst 2015 17:45 Þurfa að halda einbeitingunni Landsliðsþjálfarinn í golfi var ánægður með spilamennsku Haralds, Axels og Guðmundar á fyrsta degi Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi í Slóvakíu. 6. ágúst 2015 06:00 Íslensku kylfingarnir fara vel af stað í Slóvakíu Þrír íslenskir kylfingar eru meðal tuttugu efstu eftir fyrsta dag á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem fer fram í Slóvakíu þessa dagana. 5. ágúst 2015 18:00 Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Guðmundur Ágúst blandaði sér í toppbaráttuna á Evrópumeistaramóti áhugamanna Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék frábært golf á Evrópumeistaramóti áhugamanna í Slóvakíu í dag en hann og Haraldur Franklín komust í gegn um niðurskurðinn á mótinu. Fjórir íslenskir kylfingar luku leik í dag. 6. ágúst 2015 17:45
Þurfa að halda einbeitingunni Landsliðsþjálfarinn í golfi var ánægður með spilamennsku Haralds, Axels og Guðmundar á fyrsta degi Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi í Slóvakíu. 6. ágúst 2015 06:00
Íslensku kylfingarnir fara vel af stað í Slóvakíu Þrír íslenskir kylfingar eru meðal tuttugu efstu eftir fyrsta dag á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem fer fram í Slóvakíu þessa dagana. 5. ágúst 2015 18:00