Ferðamenn um Dunkin´ Donuts: „Af hverju er svona löng röð?“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. ágúst 2015 16:00 „Af hverju er svona löng röð,“ spurði bandarískur ferðamaður undrandi fyrir utan kaffi- og kleinuhringjahúsið Dunkin´ Donuts á Laugavegi nú fyrr í dag. Vísir kíkti niður á Laugaveg til að heyra hljóðið í ferðamönnum og spyrja hvað þeim finnst um komu bandaríska fyrirtækisins til landsins og gríðarlegan áhuga Íslendinga á honum. Þriðja daginn í röð er viðskiptavinum hleypt inn á staðinn í hollum og láta margir sig hafa það að bíða löngum stundum í röð eftir því að dyravörður hleypi þeim inn.Nadian frá Þýskalandi er ekki hrifin af Dunkin´ Donuts.VísirVísir náði tali af Nadian sem er ekki hrifin af opnun þessa staðar á Íslandi. „Þetta er of amerískt. Mér finnst skrýtið að opna þennan stað hér, því Ísland er einstakt og spennandi og þarf ekki að hafa amerískt yfirbragð yfir sér.“ Judith frá Spáni var heldur ekki hrifin af þessum stað í hjarta Reykjavíkur: „Það sem okkur líkar við Ísland er að þar er ekki McDonald´s eða þannig staðir. Þetta er skrýtið. Ég hefði viljað eitthvað staðbundið, ekki eitthvað alþjóðlegt.“Ný fyrirtæki góð fyrir hagkerfið Eduard frá Rússlandi fagnaði því hins vegar að staðurinn hefði verið opnaður hér. „Opnun nýrra fyrirtækja hefur jákvæð áhrif á öll hagkerfi. Þetta er nýr vinnustaður og það er alltaf jákvætt þegar ný fyrirtæki eru opnuð.“ Gary og Jennifer frá Bandaríkjunum spurðu hvers vegna svo löng röð væri fyrir utan staðinn en þegar þau fengu að vita að það væri vegna opnunar Dunkin´ Donuts höfðu þau ákveðinn skilning á því. „Við erum frá San Francisco, þar er röð í allt.“Sam frá Ástralíu hafði ýmislegt að segja um ferðamannaiðnaðinn.VísirÁkveðin vonbrigði en engu að síður jákvætt Sam frá Ástarlíu sagði opnun Dunkin´s Donuts valda sér vonbrigðum á vissan hátt og þetta sé ein af þeim neikvæðu áhrifum sem ferðamannaiðnaðurinn getur haft á lönd. Hann var þó snöggur að sjá björtu hliðarnar á þessu máli. „Reykjavík fyrir mér er eins og margar aðrar evrópskar borgir en hefur svolitla sérstöðu og einstakan karakter. Ísland er fallegur staður og það er vegna náttúrunnar. Mín skilaboð til íslensku þjóðarinnar eru þau að það eru neikvæðar og jákvæðar hliðar á ferðamannaiðnaðinum. Er Dunkin´ Donuts jákvætt skref? Af hverju ekki? Hvað finnst mér því í raun um það? Ég held að ferðamannaiðnaðurinn hafi jákvæð áhrif á efnahaginn og hann færir okkur saman sem kemur okkur í skilning um að við erum ekki svo frábrugðin hvort öðru.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kleinuhringjaóðir Íslendingar: Enn hleypt inn í hollum Dyravörðurinn á Dunkin' Donuts hefur nóg að gera. 7. ágúst 2015 15:01 Hörðustu bolirnir fá kleinuhringi að andvirði 100.000 | Myndir Forráðamenn Dunkin' Donuts opnaðu fyrsta staðinn á Íslandi klukkan níu í morgun en um 200 manns voru þá mætt fyrir utan. 5. ágúst 2015 09:57 Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Agatha Rún Karlsdóttir var mætt fyrir utan stað Dunkin' Donuts á Laugavegi klukkan 19 í gærkvöldi. 5. ágúst 2015 07:42 Seldu um tólf þúsund kleinuhringi á fyrsta degi „Við fórum út hálftíma seinna og það var stanslaust verið að afgreiða en það voru ennþá 200 manns í röðinni. Það var aldrei þannig að það var enginn í röð.“ 6. ágúst 2015 06:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
„Af hverju er svona löng röð,“ spurði bandarískur ferðamaður undrandi fyrir utan kaffi- og kleinuhringjahúsið Dunkin´ Donuts á Laugavegi nú fyrr í dag. Vísir kíkti niður á Laugaveg til að heyra hljóðið í ferðamönnum og spyrja hvað þeim finnst um komu bandaríska fyrirtækisins til landsins og gríðarlegan áhuga Íslendinga á honum. Þriðja daginn í röð er viðskiptavinum hleypt inn á staðinn í hollum og láta margir sig hafa það að bíða löngum stundum í röð eftir því að dyravörður hleypi þeim inn.Nadian frá Þýskalandi er ekki hrifin af Dunkin´ Donuts.VísirVísir náði tali af Nadian sem er ekki hrifin af opnun þessa staðar á Íslandi. „Þetta er of amerískt. Mér finnst skrýtið að opna þennan stað hér, því Ísland er einstakt og spennandi og þarf ekki að hafa amerískt yfirbragð yfir sér.“ Judith frá Spáni var heldur ekki hrifin af þessum stað í hjarta Reykjavíkur: „Það sem okkur líkar við Ísland er að þar er ekki McDonald´s eða þannig staðir. Þetta er skrýtið. Ég hefði viljað eitthvað staðbundið, ekki eitthvað alþjóðlegt.“Ný fyrirtæki góð fyrir hagkerfið Eduard frá Rússlandi fagnaði því hins vegar að staðurinn hefði verið opnaður hér. „Opnun nýrra fyrirtækja hefur jákvæð áhrif á öll hagkerfi. Þetta er nýr vinnustaður og það er alltaf jákvætt þegar ný fyrirtæki eru opnuð.“ Gary og Jennifer frá Bandaríkjunum spurðu hvers vegna svo löng röð væri fyrir utan staðinn en þegar þau fengu að vita að það væri vegna opnunar Dunkin´ Donuts höfðu þau ákveðinn skilning á því. „Við erum frá San Francisco, þar er röð í allt.“Sam frá Ástralíu hafði ýmislegt að segja um ferðamannaiðnaðinn.VísirÁkveðin vonbrigði en engu að síður jákvætt Sam frá Ástarlíu sagði opnun Dunkin´s Donuts valda sér vonbrigðum á vissan hátt og þetta sé ein af þeim neikvæðu áhrifum sem ferðamannaiðnaðurinn getur haft á lönd. Hann var þó snöggur að sjá björtu hliðarnar á þessu máli. „Reykjavík fyrir mér er eins og margar aðrar evrópskar borgir en hefur svolitla sérstöðu og einstakan karakter. Ísland er fallegur staður og það er vegna náttúrunnar. Mín skilaboð til íslensku þjóðarinnar eru þau að það eru neikvæðar og jákvæðar hliðar á ferðamannaiðnaðinum. Er Dunkin´ Donuts jákvætt skref? Af hverju ekki? Hvað finnst mér því í raun um það? Ég held að ferðamannaiðnaðurinn hafi jákvæð áhrif á efnahaginn og hann færir okkur saman sem kemur okkur í skilning um að við erum ekki svo frábrugðin hvort öðru.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kleinuhringjaóðir Íslendingar: Enn hleypt inn í hollum Dyravörðurinn á Dunkin' Donuts hefur nóg að gera. 7. ágúst 2015 15:01 Hörðustu bolirnir fá kleinuhringi að andvirði 100.000 | Myndir Forráðamenn Dunkin' Donuts opnaðu fyrsta staðinn á Íslandi klukkan níu í morgun en um 200 manns voru þá mætt fyrir utan. 5. ágúst 2015 09:57 Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Agatha Rún Karlsdóttir var mætt fyrir utan stað Dunkin' Donuts á Laugavegi klukkan 19 í gærkvöldi. 5. ágúst 2015 07:42 Seldu um tólf þúsund kleinuhringi á fyrsta degi „Við fórum út hálftíma seinna og það var stanslaust verið að afgreiða en það voru ennþá 200 manns í röðinni. Það var aldrei þannig að það var enginn í röð.“ 6. ágúst 2015 06:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Kleinuhringjaóðir Íslendingar: Enn hleypt inn í hollum Dyravörðurinn á Dunkin' Donuts hefur nóg að gera. 7. ágúst 2015 15:01
Hörðustu bolirnir fá kleinuhringi að andvirði 100.000 | Myndir Forráðamenn Dunkin' Donuts opnaðu fyrsta staðinn á Íslandi klukkan níu í morgun en um 200 manns voru þá mætt fyrir utan. 5. ágúst 2015 09:57
Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Agatha Rún Karlsdóttir var mætt fyrir utan stað Dunkin' Donuts á Laugavegi klukkan 19 í gærkvöldi. 5. ágúst 2015 07:42
Seldu um tólf þúsund kleinuhringi á fyrsta degi „Við fórum út hálftíma seinna og það var stanslaust verið að afgreiða en það voru ennþá 200 manns í röðinni. Það var aldrei þannig að það var enginn í röð.“ 6. ágúst 2015 06:00