Erlent

Trump áberandi í fyrstu kappræðum Repúblikana

Atli Ísleifsson skrifar
Trump útilokaði ekki að bjóða sig fram til forseta fyrir annan flokk.
Trump útilokaði ekki að bjóða sig fram til forseta fyrir annan flokk. Vísir/AFP
Bandaríski auðjöfurinn Donald Trump hélt áfram að stjórna umræðunni þegar tíu af þeim sem bjóða sig fram til að verða forsetaefni Repúblikana mættust í kappræðum í nótt.

Í frétt BBC segir að áhorfendur í sal hafi lýst yfir óánægju þegar Trump útilokaði ekki að bjóða sig fram til forseta fyrir annan flokk, hljóti hann ekki náð fyrir augum kjósenda í forvali Repúblikanaflokksins.

Trump sagðist standa við fyrri yfirlýsingar sínar um konur, en hann hefur kallað ýmsar konur sem honum líkar ekki við „feit svín“, „hunda“, „druslur“ og „ógeðsleg dýr“.

Bandaríska sjónvarpsstöðin Fox News stóð fyrir kappræðunum þar sem þeir tíu frambjóðendur sem mælast með mest fyrlgi í skoðanakönnunum voru fengnir til að mætast í kappræðum í Cleveland.

BBC segir að það sem hafi staðið upp úr í kappræðunum hafi meðal annars verið þegar Trump sagðist ekki hafa tíma fyrir pólitíska rétthugsun, þegar Jeb Bush sagði Trump valda sundurlyndi með ummælum sínum um innflytjendur, þegar allir frambjóðendur sögðust mótmæla samkomulagi við Íransstjórn um kjarnorkuáætlun landsins og þegar Scott Walker varði þá skoðun sína að fóstureyðingar væru undir engum kringumstæðum réttlætanlegar.

Chris Christie, Marco Rubio, Ben Carson, Scott Walker, Donald Trump, Jeb Bush, Mike Huckabee, Ted Cruz, Rand Paul og John Kasich.Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×