Segir rök hníga að því að Hæstiréttur hnekki BHM-dómi héraðsdóms Heimir Már Pétursson skrifar 6. ágúst 2015 19:30 Lögmaður Bandalags háskólamanna segir rök hníga að því að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu en héraðsdómur um lögmæti laga á verkföll aðildarfélaga BHM. Hæstiréttur tekur málið fyrir í réttarhléi á mánudag sem bendir til að hann vilji kveða upp dóm áður en Gerðardómur gerir það tæpri viku síðar. Kjaradeilu BHM og ríkisins er langt í frá lokið þrátt fyrir lagasetningu í júni og að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi dæmt í júlí að lögin samræmdust stjórnarskrá. Nú er málið komið til Hæstaréttar þar sem það verður flutt á mánudag. Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður sem flytur málið fyrir BHM telur rök fyrir því að Hæstiréttur gæti komist að annarri niðurstöðu en Hérðasdómur Reykjavíkur. „BHM lítur svo á að niðurstaða héraðsdóms sé að ýmsu leyti ófullnægjandi og ekki sérlega vel rökstudd,“ segir Ástráður.Hæstiréttur fjallar um málið áður en að Gerðardómi kemur Til að mynda hafi héraðsdómur fallist á í júní að auk þeirra félaga innan BHM sem voru í verkfalli, mætti líka setja lög á félög sem ekki voru í verkfalli. Þetta sé í andstöðu við dóm Hæstaréttar frá árinu 2002 vegna kjaradeilu sjómanna. „Að auki er auðvitað tekist á um það hvort sá grundvöllur sem löggjafinn byggði á um meinta þörf á að stöðva verkföll yfirleitt hafi verið fullnægjandi. Hvort rökstuðningur löggjafans hafi verið fullnægjandi í því sambandi," segir Ástráður. Það vekur athygli að Hæstiréttur sem er í réttarhléi fram að mánaðamótum ákveður að taka BHM málið fyrir á mánudag, tæpri viku áður en gerðardómur á að kveða upp sinn dóm um hver skuli vera kjör félaga innan BHM. Það bendir því margt til að Hæstiréttur vilji að hans niðurstaða liggi fyrir áður en að gerðardómi kemur. Ástráður segir að ef BHM vinni málið í Hæstarétti fái stéttarfélögin samningsréttinn aftur. „Auðvitað er það svo að löggjafinn getur undir sumum kringumstæðum þurft að skerða slík mannréttindi og takmarka lýðfrelsið þegar brýna nauðsyn ber til. En við í þessu þjóðfélagi áskiljum okkur rétt til að láta á það reyna í einstökum tilfellum hvort löggjafinn hafi haft fullnægjandi forsendur til slíkrar skerðingar,“ segir Ástráður Haraldsson. Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar fá flýtimeðferð Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnað hafði kröfu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um flýtimeðferð í máli sem félagið hefst höfða á hendur íslenska ríkinu. 28. júlí 2015 15:03 Mál BHM þingfest í Hæstarétti í morgun Gera má ráð fyrir að málflutningur fyrir Hæstarétti fari fram í byrjun ágúst. 17. júlí 2015 11:52 Mál BHM gegn ríkinu tekið fyrir í Hæstarétti 10. ágúst BHM áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí síðastliðinn um að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll félagsins. 23. júlí 2015 11:23 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Lögmaður Bandalags háskólamanna segir rök hníga að því að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu en héraðsdómur um lögmæti laga á verkföll aðildarfélaga BHM. Hæstiréttur tekur málið fyrir í réttarhléi á mánudag sem bendir til að hann vilji kveða upp dóm áður en Gerðardómur gerir það tæpri viku síðar. Kjaradeilu BHM og ríkisins er langt í frá lokið þrátt fyrir lagasetningu í júni og að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi dæmt í júlí að lögin samræmdust stjórnarskrá. Nú er málið komið til Hæstaréttar þar sem það verður flutt á mánudag. Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður sem flytur málið fyrir BHM telur rök fyrir því að Hæstiréttur gæti komist að annarri niðurstöðu en Hérðasdómur Reykjavíkur. „BHM lítur svo á að niðurstaða héraðsdóms sé að ýmsu leyti ófullnægjandi og ekki sérlega vel rökstudd,“ segir Ástráður.Hæstiréttur fjallar um málið áður en að Gerðardómi kemur Til að mynda hafi héraðsdómur fallist á í júní að auk þeirra félaga innan BHM sem voru í verkfalli, mætti líka setja lög á félög sem ekki voru í verkfalli. Þetta sé í andstöðu við dóm Hæstaréttar frá árinu 2002 vegna kjaradeilu sjómanna. „Að auki er auðvitað tekist á um það hvort sá grundvöllur sem löggjafinn byggði á um meinta þörf á að stöðva verkföll yfirleitt hafi verið fullnægjandi. Hvort rökstuðningur löggjafans hafi verið fullnægjandi í því sambandi," segir Ástráður. Það vekur athygli að Hæstiréttur sem er í réttarhléi fram að mánaðamótum ákveður að taka BHM málið fyrir á mánudag, tæpri viku áður en gerðardómur á að kveða upp sinn dóm um hver skuli vera kjör félaga innan BHM. Það bendir því margt til að Hæstiréttur vilji að hans niðurstaða liggi fyrir áður en að gerðardómi kemur. Ástráður segir að ef BHM vinni málið í Hæstarétti fái stéttarfélögin samningsréttinn aftur. „Auðvitað er það svo að löggjafinn getur undir sumum kringumstæðum þurft að skerða slík mannréttindi og takmarka lýðfrelsið þegar brýna nauðsyn ber til. En við í þessu þjóðfélagi áskiljum okkur rétt til að láta á það reyna í einstökum tilfellum hvort löggjafinn hafi haft fullnægjandi forsendur til slíkrar skerðingar,“ segir Ástráður Haraldsson.
Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar fá flýtimeðferð Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnað hafði kröfu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um flýtimeðferð í máli sem félagið hefst höfða á hendur íslenska ríkinu. 28. júlí 2015 15:03 Mál BHM þingfest í Hæstarétti í morgun Gera má ráð fyrir að málflutningur fyrir Hæstarétti fari fram í byrjun ágúst. 17. júlí 2015 11:52 Mál BHM gegn ríkinu tekið fyrir í Hæstarétti 10. ágúst BHM áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí síðastliðinn um að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll félagsins. 23. júlí 2015 11:23 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar fá flýtimeðferð Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnað hafði kröfu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um flýtimeðferð í máli sem félagið hefst höfða á hendur íslenska ríkinu. 28. júlí 2015 15:03
Mál BHM þingfest í Hæstarétti í morgun Gera má ráð fyrir að málflutningur fyrir Hæstarétti fari fram í byrjun ágúst. 17. júlí 2015 11:52
Mál BHM gegn ríkinu tekið fyrir í Hæstarétti 10. ágúst BHM áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí síðastliðinn um að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll félagsins. 23. júlí 2015 11:23