Í frétt Business Insider segir að hámarkshraði þotunnar verði Mach 4,5 eða rúmlega fjórfaldur hljóðhraði. Í fimmtán gráðu lofthita samsvarar það um 4.900 kílómetra hraða.
Concorde tekin út umferð 2003
Síðustu Concorde-þoturnar voru teknar úr umferð árið 2003 en með þeim tók um þrjá og hálfan tíma að fljúga milli London og New York.
Ástæður þess að hætt var að nota vélina má að stærstum hluta rekja til flugslyss í París árið 2000 þar sem 113 manns fórust.
Einungis tuttugu farþegar
Nýja þotan á einungis að taka tuttugu farþega, sem bendir til að reynt verði að höfða til mjög takmarkaðs hóps ferðamnna. Verði ráðist í gerð þotnanna munu þær taka lóðrétt á loft og vera með þrjá ólíkar gerðir af hreyflum knúnum gasi.
Flughæðin á að vera um 30 þúsund metrar, en „venjulegar“ flugfélar fljúga flestar í um 10 þúsund metra hæð.
Að neðan má sjá myndband af YouTube þar sem rýnt er í þotuna.