Lífið

Karlar ljúga til að láta sjálfan sig líta betur út, konur ljúga til að láta öðrum líða vel

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það ljúga allir einhvertímann.
Það ljúga allir einhvertímann. vísir/getty
Hver kannast ekki við það að heyra frá makanum „Nei, nei ég er alls ekkert pirraður/pirruð.“ Þegar fólk heyrir t.d. þessa setningu eru góðar líkur á því að þarna sé um lygi að ræða.

Nú hefur Daily Mail birt topplista yfir algengustu lygar kynjanna. Listarnir eru unnir eftir ástralskri rannsókn en þar kemur meðan annars fram að konur ljúgi meira en karlmenn á samfélagsmiðlum.

Þar segir að 64 prósent kvenna ljúgi reglulega á Facebook, Twitter og Instagram. Karlmenn ljúga til að láta sjálfan sig líta betur út á meðan konur ljúga til að láta öðrum líða vel. Karlmenn ljúga meira á Instagram en konur.

Topp 10 lygar kvenna:

1. „Það er ekkert að, ég er ekkert pirruð“

2. „Nei, þetta er ekki nýtt, ég er búin að eiga þetta lengi.“

3. „Þetta var ekkert það dýrt."

4. „Þetta var á útsölu.“

5. „Ég er rétt ókomin.“

6. „Ég veit ekkert hvað það er, hef ekki komið nálægt því.“

7. „Ég fékk mér alls ekkert það mikið að drekka,“

8. „Ég er með hausverk.“

9. „Ég henti því ekki.“

10. „Fyrirgefðu, ég bara missti af símatalinu.“

Topp 10 lygar karlmanna:

1. „Það er ekkert að, ég er ekkert pirraður“

2. „Þetta verður síðasti drykkurinn.“

3. „Nei, þú lítur ekki út fyrir að vera feit í þessu.“

4. „Það var ekkert farsímasamband þarna.“

5. „Ég varð batteríslaus.“

6. „Fyrirgefðu, ég missti af símtalinu.“

7. „Ég fékk mér alls ekkert það mikið að drekka.“

8. „Ég er rétt ókominn.“

9. „Þetta var ekkert það dýrt.“

10. „Ég er fastur í umferð.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×