Lífið

Handsome Dave og Gógó Starr unnu Dragkeppnina

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Gógó Starr - Dragdrottning Íslands 2015.
Gógó Starr - Dragdrottning Íslands 2015. vísir/andri marinó
Handsome Dave og Gógó Starr eru dragkóngur og dragdrottning Íslands árið 2015. Þau báru sigur úr bítum í keppni sem fram fór í Gamla Bíó í kvöld.

Handsome Dave tók lagið Careless Whisper af mikilli innlifun á meðan Gógó Starr hlóð í rosalegt atriði. Hún söng lagið It‘s all so quiet og hóf það á því að myrða eiginmann sinn sem hafði skammað hana.

„Þetta var yndisleg keppni, alveg frá byrjun til enda,“ segir Georg Erlingsson Merrett, skipuleggjandi keppninnar. „Við færðum okkur aftur í Gamla Bíó og það var svo gott að koma aftur og finna andann í húsinu.“

Georg segir að stemningin hafi verið eftir því og segir keppnina í ár hafa verið eina þá allra bestu áraraðir. „Áhorfendur töpuðu sér. Þetta er ein sú allra besta keppni, sennilega top þrír, sem hefur verið haldin.“

Handsome Dave - Dragkóngur Íslands 2015.vísir/andri marinó

Tengdar fréttir

Dragkeppni Íslands verður haldin í 18. sinn

Hin árlega dragkeppni Íslands fer fram í Gamla bíó á morgun miðvikudaginn 5. ágúst en þetta er 18. keppnin sem haldin hefur verið í húsakynnum Gamla Bíós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×